Mikill vatnsleki í Vaðlaheiðargöngunum viktoría hermannsdóttir skrifar 20. apríl 2015 07:00 Æð opnaðist í fyrra vestan megin í göngunum en vatnið er kaldara nú og straumurinn meiri. Fréttablaðið/Ársæll Mikið af vatni hefur flætt inn í Vaðlaheiðargöng eftir að vatnsæð opnaðist í gönunum á föstudag. Í fréttum RÚV kom fram að vatnsflaumurinn væri austanmegin í göngunum í Fnjóskadal en hingað til hafi helstu vatnsflóðin verið í vesturenda þeirra. Æð opnaðist í fyrra vestan megin í göngunum en nú er vatnið kalt og meira flæðir nú en þá. „Þetta er meira vatn, yfir 400 lítrum á sekúndu og mjög sennilega einhvers staðar á milli 500 og 600 lítra á sekúndu og frekar kalt vatn,“ sagði Einar Hrafn Hjálmarsson, staðarstjóri verktakans Ósafls, í samtali við RÚV. Dælur hafa ekki undan og á laugardag var farið að veita vatninu út. Seinni partinn á laugardag var farið í það að tæma göngin og forða verðmætum. Grjót tók að hrynja úr loftinu þegar hluti af styrkingu í lofti gaf sig. Menn sem voru að störfum í göngunum færðu sig frá og fylgdust með. Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust sumarið 2013. Göngin eru undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og verða 7,4 kílómetra löng á milli Eyjafjarðar, gegnt Akureyri, og Fnjóskadals. Með göngunum mun vegurinn á milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um 15,7 kílómetra og ekki þarf lengur að fara fjallveginn um Víkurskarð þar sem færð spillist gjarnan á veturna. Vinnan við göngin er rúmlega hálfnuð. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Mikið af vatni hefur flætt inn í Vaðlaheiðargöng eftir að vatnsæð opnaðist í gönunum á föstudag. Í fréttum RÚV kom fram að vatnsflaumurinn væri austanmegin í göngunum í Fnjóskadal en hingað til hafi helstu vatnsflóðin verið í vesturenda þeirra. Æð opnaðist í fyrra vestan megin í göngunum en nú er vatnið kalt og meira flæðir nú en þá. „Þetta er meira vatn, yfir 400 lítrum á sekúndu og mjög sennilega einhvers staðar á milli 500 og 600 lítra á sekúndu og frekar kalt vatn,“ sagði Einar Hrafn Hjálmarsson, staðarstjóri verktakans Ósafls, í samtali við RÚV. Dælur hafa ekki undan og á laugardag var farið að veita vatninu út. Seinni partinn á laugardag var farið í það að tæma göngin og forða verðmætum. Grjót tók að hrynja úr loftinu þegar hluti af styrkingu í lofti gaf sig. Menn sem voru að störfum í göngunum færðu sig frá og fylgdust með. Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust sumarið 2013. Göngin eru undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og verða 7,4 kílómetra löng á milli Eyjafjarðar, gegnt Akureyri, og Fnjóskadals. Með göngunum mun vegurinn á milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um 15,7 kílómetra og ekki þarf lengur að fara fjallveginn um Víkurskarð þar sem færð spillist gjarnan á veturna. Vinnan við göngin er rúmlega hálfnuð.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira