Mikill verðmunur er á innkaupalistum Jóhannes Stefánsson skrifar 22. ágúst 2013 10:39 Fólk flykkist nú í ritfangaverslanir til að búa sig og sína undir skólann. Fréttablaðið/Vilhelm Nú þegar skólahald fer af stað gefa flestir grunnskólar út innkaupalista fyrir foreldra skólabarna. Mikill verðmunur getur verið á því sem kaupa þarf eftir því í hvaða skóla barnið er. Þannig gefa sumir skólar út langa og ítarlega innkaupalista en aðrir listar eru mjög einfaldir og kveða einungis á um pennaveski og einföld skriffæri. Í þeim tilfellum kaupa kennararnir stundum inn fyrir börnin og foreldrarnir greiða skólanum svo efnisgjald. Á sumum listum má sjá hluti eins og talnagrindur, sérstaka teikniblýanta og reiknivélar fyrir nemendur í fyrsta bekk. Sem dæmi má nefna að innkaupalisti Hólabrekkuskóla í Breiðholti gerir ráð fyrir því að nemendur kaupi talnagrind, reiknivél, spilastokk og hvorki meira né minna en sex stór límstifti. Vörurnar á listanum kosta 13.072 krónur í vefverslun Heimkaupa. Til samanburðar þarf að greiða 4.884 krónur í vefversluninni fyrir innkaupalista grunnskólans á Egilsstöðum og ekkert efnisgjald er greitt í skólanum.Munurinn hleypur því á rúmum 8.000 krónum. Innt eftir því hvers vegna svo mikill munur er á innkaupalistunum segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri í Hólabrekkuskóla: „Börnin eiga þetta oft mjög lengi. Þetta fylgir þeim oft í mörg ár, til dæmis talnagrindin.“ Hún segir börnin kaupa mikið af lími vegna þess að þau föndra mikið til að byrja með. „Það er mjög mikil sköpun í byrjendalæsi hjá okkur sem skýrir þörfina fyrir föndurvörur og margt af því sem er á listanum er eitthvað sem er til á flestum heimilum fyrir, til dæmis vatnsbrúsi, spilastokkur og vasareiknir. Þetta er svona startpakki fyrir skólann hjá þeim,“ segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir. 57% verðmunur á skólabókum Samkvæmt verðlagskönnun ASÍ er allt að 57% verðmunur á nýjum skólabókum í skólabókaverslunum. Forlagið og A4 voru oftast með lægsta verðið á nýjum bókum en níu titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. Griffill kom þar á eftir með lægsta verðið á sjö titlum og Bóksala stúdenta á sex. Bókabúðin IÐNÚ var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða á sautján titlum af 32, Bóksala stúdenta á sex og Eymundsson á fimm. Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Nú þegar skólahald fer af stað gefa flestir grunnskólar út innkaupalista fyrir foreldra skólabarna. Mikill verðmunur getur verið á því sem kaupa þarf eftir því í hvaða skóla barnið er. Þannig gefa sumir skólar út langa og ítarlega innkaupalista en aðrir listar eru mjög einfaldir og kveða einungis á um pennaveski og einföld skriffæri. Í þeim tilfellum kaupa kennararnir stundum inn fyrir börnin og foreldrarnir greiða skólanum svo efnisgjald. Á sumum listum má sjá hluti eins og talnagrindur, sérstaka teikniblýanta og reiknivélar fyrir nemendur í fyrsta bekk. Sem dæmi má nefna að innkaupalisti Hólabrekkuskóla í Breiðholti gerir ráð fyrir því að nemendur kaupi talnagrind, reiknivél, spilastokk og hvorki meira né minna en sex stór límstifti. Vörurnar á listanum kosta 13.072 krónur í vefverslun Heimkaupa. Til samanburðar þarf að greiða 4.884 krónur í vefversluninni fyrir innkaupalista grunnskólans á Egilsstöðum og ekkert efnisgjald er greitt í skólanum.Munurinn hleypur því á rúmum 8.000 krónum. Innt eftir því hvers vegna svo mikill munur er á innkaupalistunum segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri í Hólabrekkuskóla: „Börnin eiga þetta oft mjög lengi. Þetta fylgir þeim oft í mörg ár, til dæmis talnagrindin.“ Hún segir börnin kaupa mikið af lími vegna þess að þau föndra mikið til að byrja með. „Það er mjög mikil sköpun í byrjendalæsi hjá okkur sem skýrir þörfina fyrir föndurvörur og margt af því sem er á listanum er eitthvað sem er til á flestum heimilum fyrir, til dæmis vatnsbrúsi, spilastokkur og vasareiknir. Þetta er svona startpakki fyrir skólann hjá þeim,“ segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir. 57% verðmunur á skólabókum Samkvæmt verðlagskönnun ASÍ er allt að 57% verðmunur á nýjum skólabókum í skólabókaverslunum. Forlagið og A4 voru oftast með lægsta verðið á nýjum bókum en níu titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. Griffill kom þar á eftir með lægsta verðið á sjö titlum og Bóksala stúdenta á sex. Bókabúðin IÐNÚ var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða á sautján titlum af 32, Bóksala stúdenta á sex og Eymundsson á fimm.
Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira