Mikill verðmunur er á innkaupalistum Jóhannes Stefánsson skrifar 22. ágúst 2013 10:39 Fólk flykkist nú í ritfangaverslanir til að búa sig og sína undir skólann. Fréttablaðið/Vilhelm Nú þegar skólahald fer af stað gefa flestir grunnskólar út innkaupalista fyrir foreldra skólabarna. Mikill verðmunur getur verið á því sem kaupa þarf eftir því í hvaða skóla barnið er. Þannig gefa sumir skólar út langa og ítarlega innkaupalista en aðrir listar eru mjög einfaldir og kveða einungis á um pennaveski og einföld skriffæri. Í þeim tilfellum kaupa kennararnir stundum inn fyrir börnin og foreldrarnir greiða skólanum svo efnisgjald. Á sumum listum má sjá hluti eins og talnagrindur, sérstaka teikniblýanta og reiknivélar fyrir nemendur í fyrsta bekk. Sem dæmi má nefna að innkaupalisti Hólabrekkuskóla í Breiðholti gerir ráð fyrir því að nemendur kaupi talnagrind, reiknivél, spilastokk og hvorki meira né minna en sex stór límstifti. Vörurnar á listanum kosta 13.072 krónur í vefverslun Heimkaupa. Til samanburðar þarf að greiða 4.884 krónur í vefversluninni fyrir innkaupalista grunnskólans á Egilsstöðum og ekkert efnisgjald er greitt í skólanum.Munurinn hleypur því á rúmum 8.000 krónum. Innt eftir því hvers vegna svo mikill munur er á innkaupalistunum segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri í Hólabrekkuskóla: „Börnin eiga þetta oft mjög lengi. Þetta fylgir þeim oft í mörg ár, til dæmis talnagrindin.“ Hún segir börnin kaupa mikið af lími vegna þess að þau föndra mikið til að byrja með. „Það er mjög mikil sköpun í byrjendalæsi hjá okkur sem skýrir þörfina fyrir föndurvörur og margt af því sem er á listanum er eitthvað sem er til á flestum heimilum fyrir, til dæmis vatnsbrúsi, spilastokkur og vasareiknir. Þetta er svona startpakki fyrir skólann hjá þeim,“ segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir. 57% verðmunur á skólabókum Samkvæmt verðlagskönnun ASÍ er allt að 57% verðmunur á nýjum skólabókum í skólabókaverslunum. Forlagið og A4 voru oftast með lægsta verðið á nýjum bókum en níu titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. Griffill kom þar á eftir með lægsta verðið á sjö titlum og Bóksala stúdenta á sex. Bókabúðin IÐNÚ var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða á sautján titlum af 32, Bóksala stúdenta á sex og Eymundsson á fimm. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Nú þegar skólahald fer af stað gefa flestir grunnskólar út innkaupalista fyrir foreldra skólabarna. Mikill verðmunur getur verið á því sem kaupa þarf eftir því í hvaða skóla barnið er. Þannig gefa sumir skólar út langa og ítarlega innkaupalista en aðrir listar eru mjög einfaldir og kveða einungis á um pennaveski og einföld skriffæri. Í þeim tilfellum kaupa kennararnir stundum inn fyrir börnin og foreldrarnir greiða skólanum svo efnisgjald. Á sumum listum má sjá hluti eins og talnagrindur, sérstaka teikniblýanta og reiknivélar fyrir nemendur í fyrsta bekk. Sem dæmi má nefna að innkaupalisti Hólabrekkuskóla í Breiðholti gerir ráð fyrir því að nemendur kaupi talnagrind, reiknivél, spilastokk og hvorki meira né minna en sex stór límstifti. Vörurnar á listanum kosta 13.072 krónur í vefverslun Heimkaupa. Til samanburðar þarf að greiða 4.884 krónur í vefversluninni fyrir innkaupalista grunnskólans á Egilsstöðum og ekkert efnisgjald er greitt í skólanum.Munurinn hleypur því á rúmum 8.000 krónum. Innt eftir því hvers vegna svo mikill munur er á innkaupalistunum segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri í Hólabrekkuskóla: „Börnin eiga þetta oft mjög lengi. Þetta fylgir þeim oft í mörg ár, til dæmis talnagrindin.“ Hún segir börnin kaupa mikið af lími vegna þess að þau föndra mikið til að byrja með. „Það er mjög mikil sköpun í byrjendalæsi hjá okkur sem skýrir þörfina fyrir föndurvörur og margt af því sem er á listanum er eitthvað sem er til á flestum heimilum fyrir, til dæmis vatnsbrúsi, spilastokkur og vasareiknir. Þetta er svona startpakki fyrir skólann hjá þeim,“ segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir. 57% verðmunur á skólabókum Samkvæmt verðlagskönnun ASÍ er allt að 57% verðmunur á nýjum skólabókum í skólabókaverslunum. Forlagið og A4 voru oftast með lægsta verðið á nýjum bókum en níu titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. Griffill kom þar á eftir með lægsta verðið á sjö titlum og Bóksala stúdenta á sex. Bókabúðin IÐNÚ var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða á sautján titlum af 32, Bóksala stúdenta á sex og Eymundsson á fimm.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira