Viðskipti innlent

Mikill vöxtur kallar á fólk

Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri hjá Mannvit.
Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri hjá Mannvit. Mynd/Anton Brink
27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum.

Forstjórarnir birtu áskorun sína í heilsíðuauglýsingum í dagblöðum. Tilefnið er að færri og færri leggja stund á nám í raungreinum á meðan eftirspurning eftir fólki með slíka menntun fer sífellt vaxandi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að skortur er á starfsfólki með viðeigandi menntun í nokkrum geirum. Og það er ástand sem ekki má vara lengi.

Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri hjá Mannvit, segir mörg fyrirtæki sennilega ætla að flytja starfsemi sína annað vegna ástandsins. „Við finnum þetta fyrst og fremst þannig að við auglýsum eftir fólki aftur og aftur eftir fólki en það koma engar umsóknir.“

Eyjólfur segir þetta vandamál sem ekki verði leyst á einni nóttu. Það þurfi hins vegar að láta unga fólkið sem hefur senn nám við háskóla vita að iðnaðurinn hér á landi sé ekki dauður. Þvert á mót sé mikil vöxtur sem kalli á fólk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×