Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. september 2015 20:00 Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Í vikunni greindum sögðum við frá nýbökuðum mæðrum sem sögðu nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði. Þurfti önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar auk þess sem fjölskyldurnar ráða ekki við að báðir foreldrar fari í orlof. Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar og ljóst er að víða er pottur brotinn í fæðingarorlofskerfinu. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað töluvert undanfarin ár og hafa þær aldrei verið færri. Konur eru auk þess töluvert eldri þegar þær eignast börn og feður taka síður fæðingarorlof en áður. Margir kenna fæðingarorlofskerfinu um þessa þróun. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Hópurinn skilar af sér skýrslu á næstu vikum. Birkir Jón Jónsson er formaður hópsins. „Fyrst að fólk er ekki að nýta kerfið eins og það er þá segir það okkur þá sögu að upphæðirnar eru ekki nógu háar eins og kerfið er í dag. Þannig að mínu viti væri fyrsta skrefið að hækka greiðslurnar. Síðan kemur þá í áföngum væntanlega lenging orlofsins. Svo þarf að ræða við sveitarfélögin hvernig við samræmum tengsl fæðingarorlofsins og leikskólanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að velferðarráðherra hafi sagt að til standi að endurreisa kerfið er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs, þó að að fé til hans hafi verið skert verulega eftir hrun. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla undanfarið og ljóst að ekki verður hægt að hækka útborganir eða lenga orlof miðað við núverandi tekjustofn. Birkir segist þó vona að lagðar verði fram tillögur um málið strax á þessu þingi. „En það er alveg ljóst að allar breytingar sem eru gerðar gagnvart stóru kerfi útheimta mikla fjármuni,“ segir hann. Ljóst sé að gera þurfi breytingar til hækkunar á kerfinu og skoða hvort festa eigi lágmarksframfærslu. „Við heyrum það á umræðunni að þetta er mjög aðkallandi mál. Þetta skiptir ungt barnafólk mjög miklu máli. Það eru miklir erfiðleikar á mörgum heimilum eins og við þekkjum, þannig að hvað mig varðar þá er það áherslumál að við förum að sjá breytingar á þessu kerfi,“ segir Birkir Jón. Tengdar fréttir Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Í vikunni greindum sögðum við frá nýbökuðum mæðrum sem sögðu nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði. Þurfti önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar auk þess sem fjölskyldurnar ráða ekki við að báðir foreldrar fari í orlof. Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar og ljóst er að víða er pottur brotinn í fæðingarorlofskerfinu. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað töluvert undanfarin ár og hafa þær aldrei verið færri. Konur eru auk þess töluvert eldri þegar þær eignast börn og feður taka síður fæðingarorlof en áður. Margir kenna fæðingarorlofskerfinu um þessa þróun. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Hópurinn skilar af sér skýrslu á næstu vikum. Birkir Jón Jónsson er formaður hópsins. „Fyrst að fólk er ekki að nýta kerfið eins og það er þá segir það okkur þá sögu að upphæðirnar eru ekki nógu háar eins og kerfið er í dag. Þannig að mínu viti væri fyrsta skrefið að hækka greiðslurnar. Síðan kemur þá í áföngum væntanlega lenging orlofsins. Svo þarf að ræða við sveitarfélögin hvernig við samræmum tengsl fæðingarorlofsins og leikskólanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að velferðarráðherra hafi sagt að til standi að endurreisa kerfið er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs, þó að að fé til hans hafi verið skert verulega eftir hrun. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla undanfarið og ljóst að ekki verður hægt að hækka útborganir eða lenga orlof miðað við núverandi tekjustofn. Birkir segist þó vona að lagðar verði fram tillögur um málið strax á þessu þingi. „En það er alveg ljóst að allar breytingar sem eru gerðar gagnvart stóru kerfi útheimta mikla fjármuni,“ segir hann. Ljóst sé að gera þurfi breytingar til hækkunar á kerfinu og skoða hvort festa eigi lágmarksframfærslu. „Við heyrum það á umræðunni að þetta er mjög aðkallandi mál. Þetta skiptir ungt barnafólk mjög miklu máli. Það eru miklir erfiðleikar á mörgum heimilum eins og við þekkjum, þannig að hvað mig varðar þá er það áherslumál að við förum að sjá breytingar á þessu kerfi,“ segir Birkir Jón.
Tengdar fréttir Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50