Mikilvægara en krónur og aurar 17. nóvember 2010 20:47 Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðsins. Mynd/Stöð2 Það að vera þátttakandi í samfélaginu er mikilvægara en krónur og aurar. Þetta segir framkvæmdastjóri starfsendurhæfingasjóðs. Hann segir hættu á því að fólk einangrist stundi það ekki ekki vinnu. Starfsendurhæfingarsjóðurinn hefur það markmið að draga úr því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Sjóðurinn var stofnaður fyrir um tveimur árum og átti að stemma stigu við vaxandi örorku hér á landi sem bæði hefur í för með sér vaxandi kostnað fyrir samfélagið en dregur einnig úr lífsgæðum þess sem detta út af vinnumarkað vegna veikinda eða slysa, jafnvel þótt stundum sé það þannig að bæturnar séu hærri en launin eins og fréttastofa hefur bent á að undanförnu. Kerfið geti því virkað vinnuletjandi heldur en hvetjandi. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir mikilvægt að fólk horfi ekki aðeins í upphæðirnar. Til mikils sé að vinna að komast aftur á vinnumarkað. „Auðvitað eru fjárhagslegir hvatar sterkir. Það er mjög verðmætt að taka þátt í vinnumarkaðinum og það skiptir einstakling miklu máli að vera virkur og geta sjálfum sér farborða," segir Vigdís og tekur fram að vera þáttakandi á vinnumarkaðinum snúist ekki bara um aura og krónur. Hún segir að fleiri mættu leita til sjóðsins og fá ráðgjöf og aðstoð vilji það reyna stíga aftur fyrstu skrefinn út á vinnumarkaðinn. Reynsla hennar sé sú að atvinnurekendur séu sveiganlegir við starfsfólk sem það þekkir og tilbúnir að hliðra til fyrir það. Skiljanlega séu vinnuveitendur þó ekki tilbúnir að sýna jafn mikinn sveiganleika gagnvart fólki sem það þekkir ekki. „Það er samfélagslega mikilvægt fyrir okkur öll að vinnumarkaðurinn sé sveigjanlegur að þessu leyti og taki við fólki með mismunandi mikla starfsgetu," segir Vigdís að lokum. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Það að vera þátttakandi í samfélaginu er mikilvægara en krónur og aurar. Þetta segir framkvæmdastjóri starfsendurhæfingasjóðs. Hann segir hættu á því að fólk einangrist stundi það ekki ekki vinnu. Starfsendurhæfingarsjóðurinn hefur það markmið að draga úr því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Sjóðurinn var stofnaður fyrir um tveimur árum og átti að stemma stigu við vaxandi örorku hér á landi sem bæði hefur í för með sér vaxandi kostnað fyrir samfélagið en dregur einnig úr lífsgæðum þess sem detta út af vinnumarkað vegna veikinda eða slysa, jafnvel þótt stundum sé það þannig að bæturnar séu hærri en launin eins og fréttastofa hefur bent á að undanförnu. Kerfið geti því virkað vinnuletjandi heldur en hvetjandi. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir mikilvægt að fólk horfi ekki aðeins í upphæðirnar. Til mikils sé að vinna að komast aftur á vinnumarkað. „Auðvitað eru fjárhagslegir hvatar sterkir. Það er mjög verðmætt að taka þátt í vinnumarkaðinum og það skiptir einstakling miklu máli að vera virkur og geta sjálfum sér farborða," segir Vigdís og tekur fram að vera þáttakandi á vinnumarkaðinum snúist ekki bara um aura og krónur. Hún segir að fleiri mættu leita til sjóðsins og fá ráðgjöf og aðstoð vilji það reyna stíga aftur fyrstu skrefinn út á vinnumarkaðinn. Reynsla hennar sé sú að atvinnurekendur séu sveiganlegir við starfsfólk sem það þekkir og tilbúnir að hliðra til fyrir það. Skiljanlega séu vinnuveitendur þó ekki tilbúnir að sýna jafn mikinn sveiganleika gagnvart fólki sem það þekkir ekki. „Það er samfélagslega mikilvægt fyrir okkur öll að vinnumarkaðurinn sé sveigjanlegur að þessu leyti og taki við fólki með mismunandi mikla starfsgetu," segir Vigdís að lokum.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira