Innlent

Mikilvægara en krónur og aurar

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðsins.
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðsins. Mynd/Stöð2
Það að vera þátttakandi í samfélaginu er mikilvægara en krónur og aurar. Þetta segir framkvæmdastjóri starfsendurhæfingasjóðs. Hann segir hættu á því að fólk einangrist stundi það ekki ekki vinnu.

Starfsendurhæfingarsjóðurinn hefur það markmið að draga úr því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Sjóðurinn var stofnaður fyrir um tveimur árum og átti að stemma stigu við vaxandi örorku hér á landi sem bæði hefur í för með sér vaxandi kostnað fyrir samfélagið en dregur einnig úr lífsgæðum þess sem detta út af vinnumarkað vegna veikinda eða slysa, jafnvel þótt stundum sé það þannig að bæturnar séu hærri en launin eins og fréttastofa hefur bent á að undanförnu. Kerfið geti því virkað vinnuletjandi heldur en hvetjandi.

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir mikilvægt að fólk horfi ekki aðeins í upphæðirnar. Til mikils sé að vinna að komast aftur á vinnumarkað.

„Auðvitað eru fjárhagslegir hvatar sterkir. Það er mjög verðmætt að taka þátt í vinnumarkaðinum og það skiptir einstakling miklu máli að vera virkur og geta sjálfum sér farborða," segir Vigdís og tekur fram að vera þáttakandi á vinnumarkaðinum snúist ekki bara um aura og krónur.

Hún segir að fleiri mættu leita til sjóðsins og fá ráðgjöf og aðstoð vilji það reyna stíga aftur fyrstu skrefinn út á vinnumarkaðinn. Reynsla hennar sé sú að atvinnurekendur séu sveiganlegir við starfsfólk sem það þekkir og tilbúnir að hliðra til fyrir það. Skiljanlega séu vinnuveitendur þó ekki tilbúnir að sýna jafn mikinn sveiganleika gagnvart fólki sem það þekkir ekki.

„Það er samfélagslega mikilvægt fyrir okkur öll að vinnumarkaðurinn sé sveigjanlegur að þessu leyti og taki við fólki með mismunandi mikla starfsgetu," segir Vigdís að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×