Mikilvægasti samningurinn frá undirritun EES Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2014 13:06 Allur þorri þingmanna samþykkti fríverslunarsamning við Kína í gær. Össur Skarphéðinsson segir þetta mikilvægasta samninnginn frá undirritun EES. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir fríverslunarsamninginn við Kína mikilvægasta utanríkisviðskiptasamning sem þjóðin hafi gert frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður. Verkalýðshreyfingin hefur aðkomu að vinnumálahluta samningsins. Þótt flest allir þingmenn hafi mikla fyrirvara á samskiptum við Kínverja vegna stöðu mannréttindamála þar var fríverslunarsamnngur Íslands og Kína samþykktur með öllum þorra atkvæða á Alþingi í gær. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson greiddu ein atkvæði á móti og Bjarkey Gunnarsdóttir og Ólafur Gunnarsson þingmenn Vinstri grænna sátu hjá ásamt Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisraðherra rifjaði upp við atkvæðagreiðsluna í gær að samningurinn hefði átt sér langan aðdraganda en fyrst hafi verið skrifað undir samkomulag um að hefja viðræður í desember 2006. „Nú um sjö árum síðar og fjórum utanríkisráðherrum, sér fyrir endann á vinnunni. Ég hef trú á að samningurinn skapi mikil viðskiptatækifæri og tækifæri til að efla samskipti okkar við Kína á öðrum sviðum,“ sagði utanríkisráðherra. Í samningnum væri kveðið á um vinnumál sem byði upp á umræður um stöðu mannréttndamála og aðkoma samtaka launafólks að samkomulaginu væri tryggð. Birgitta Jónsdóttir skoraði á stjórnvöld að feta í fótspor Kanadamanna og Bandaríkjamanna og skora á Kínverja að mótmæla dómi yfir lögfræðingnum Xu Zhiyong sem nýlega var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að gagnrýna stjórnvöld. „Ég skora líka á þingmenn að átta sig á því að við munum ekki komast út úr þessu faðmlagi nema að ganga í ESB þegar verktakafyrirtækin byrja að fara á hausinn.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra fagnaði staðfestingu samningsins. „Alþingi er að stíga hér sögulegt skref. Þetta er mikilvægasti utanríkisviðskiptasamningur sem Íslendingar hafa gert frá því við gerðum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Össur. Samningurinn fæli í sér afnám 12 prósent tolla á sjávarafurðir og tækifæri fyrir landbúnaðinn og opnaði gríðarleg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Þess vegna styð ég þennan samning heils hugar og styð hæstvirta ríkisstjórn og þakka henni fyrir að hafa lokið því góða verki sem fyrri ríkisstjórn hóf í þessum efnum“ sagði Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir fríverslunarsamninginn við Kína mikilvægasta utanríkisviðskiptasamning sem þjóðin hafi gert frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður. Verkalýðshreyfingin hefur aðkomu að vinnumálahluta samningsins. Þótt flest allir þingmenn hafi mikla fyrirvara á samskiptum við Kínverja vegna stöðu mannréttindamála þar var fríverslunarsamnngur Íslands og Kína samþykktur með öllum þorra atkvæða á Alþingi í gær. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson greiddu ein atkvæði á móti og Bjarkey Gunnarsdóttir og Ólafur Gunnarsson þingmenn Vinstri grænna sátu hjá ásamt Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisraðherra rifjaði upp við atkvæðagreiðsluna í gær að samningurinn hefði átt sér langan aðdraganda en fyrst hafi verið skrifað undir samkomulag um að hefja viðræður í desember 2006. „Nú um sjö árum síðar og fjórum utanríkisráðherrum, sér fyrir endann á vinnunni. Ég hef trú á að samningurinn skapi mikil viðskiptatækifæri og tækifæri til að efla samskipti okkar við Kína á öðrum sviðum,“ sagði utanríkisráðherra. Í samningnum væri kveðið á um vinnumál sem byði upp á umræður um stöðu mannréttndamála og aðkoma samtaka launafólks að samkomulaginu væri tryggð. Birgitta Jónsdóttir skoraði á stjórnvöld að feta í fótspor Kanadamanna og Bandaríkjamanna og skora á Kínverja að mótmæla dómi yfir lögfræðingnum Xu Zhiyong sem nýlega var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að gagnrýna stjórnvöld. „Ég skora líka á þingmenn að átta sig á því að við munum ekki komast út úr þessu faðmlagi nema að ganga í ESB þegar verktakafyrirtækin byrja að fara á hausinn.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra fagnaði staðfestingu samningsins. „Alþingi er að stíga hér sögulegt skref. Þetta er mikilvægasti utanríkisviðskiptasamningur sem Íslendingar hafa gert frá því við gerðum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Össur. Samningurinn fæli í sér afnám 12 prósent tolla á sjávarafurðir og tækifæri fyrir landbúnaðinn og opnaði gríðarleg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Þess vegna styð ég þennan samning heils hugar og styð hæstvirta ríkisstjórn og þakka henni fyrir að hafa lokið því góða verki sem fyrri ríkisstjórn hóf í þessum efnum“ sagði Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira