Mikilvægt að hælis- leitendum sé ekki refsað Kristján Sturluson skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Í umræðu undanfarið um málefni hælisleitenda og fórnarlömb mansals hafa verið dregnir fram ýmsir vankantar á þeim reglum sem nú gilda um málaflokkinn. Þeir sem til þekkja eru almennt sammála um að íslensk stjórnvöld þurfi að koma betur til móts við þá sem hingað leita hælis undan stríðsátökum og ofsóknum eða hafa jafnvel verið seldir hingað mansali. Í sumar kom út skýrsla nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins sem fjallaði um málefni útlendinga utan EES. Rauði krossinn á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands fagna almennt tillögum nefndarinnar sem taka að verulegu leyti tillit til ábendinga og athugasemda sem félögin hafa haldið á lofti. Mannréttindaskrifstofan og Rauði krossinn vilja sérstaklega vekja athygli á mikilvægi þess að innleidd verði í lög ákvæði sem miða að því að hraða málsmeðferð hælisumsókna og bæta hana. Afgreiðsla umsókna um hæli ætti að jafnaði ekki að taka lengri tíma en þrjá mánuði. Þá þyrfti að vera í lögum ákvæði um hámarksafgreiðslutíma umsókna enda hefur langur afgreiðslutími hælisumsókna almennt afar slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu hælisleitenda. Brýnt er að komið verði á fót sjálfstæðum og óhlutdrægum úrskurðaraðila sem fari sjálfstætt yfir synjanir Útlendingastofnunar en ýmsar alþjóðastofnanir á sviði mannréttinda hafa borið brigður á núverandi fyrirkomulag þar sem innanríkisráðuneytið fer yfir neikvæðar ákvarðanir undirstofnunar sinnar. Önnur hugsanleg leið væri að hægt væri að kæra neikvæðar ákvarðanir Útlendingastofnunar beint til dómstóla. Þá er mikilvægt að nýtt ákvæði í útlendingalögum taki sérstaklega til þeirra hælisleitenda sem eru í mjög viðkvæmri stöðu og að réttindi barna verði styrkt verulega með nýjum málsmeðferðarreglum. Einnig er afar mikilvægt að tryggja frekar í lögum réttaröryggi útlendinga utan EES-svæðisins á Íslandi og fjölskyldna þeirra, s.s. hvað varðar jöfnun réttindasöfnunar meðal dvalarleyfisflokka og heildstætt mat á högum útlendings sem sækir um dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan telja sérstaklega mikilvæga tillögu sem sett er fram í skýrslunni um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjársekt og dóm á bakinu og stangast í ofanálag mögulega á við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Almennt eru tillögur nefndarinnar, og þær sem hér hafa verið tíundaðar, til þess fallnar að styrkja mannréttindi ásamt því að auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis eða eru staddir á landinu. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan binda því vonir við að frumvarp til breytinga eða nýrra laga um útlendinga verði lagt fram á Alþingi á næstu vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarið um málefni hælisleitenda og fórnarlömb mansals hafa verið dregnir fram ýmsir vankantar á þeim reglum sem nú gilda um málaflokkinn. Þeir sem til þekkja eru almennt sammála um að íslensk stjórnvöld þurfi að koma betur til móts við þá sem hingað leita hælis undan stríðsátökum og ofsóknum eða hafa jafnvel verið seldir hingað mansali. Í sumar kom út skýrsla nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins sem fjallaði um málefni útlendinga utan EES. Rauði krossinn á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands fagna almennt tillögum nefndarinnar sem taka að verulegu leyti tillit til ábendinga og athugasemda sem félögin hafa haldið á lofti. Mannréttindaskrifstofan og Rauði krossinn vilja sérstaklega vekja athygli á mikilvægi þess að innleidd verði í lög ákvæði sem miða að því að hraða málsmeðferð hælisumsókna og bæta hana. Afgreiðsla umsókna um hæli ætti að jafnaði ekki að taka lengri tíma en þrjá mánuði. Þá þyrfti að vera í lögum ákvæði um hámarksafgreiðslutíma umsókna enda hefur langur afgreiðslutími hælisumsókna almennt afar slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu hælisleitenda. Brýnt er að komið verði á fót sjálfstæðum og óhlutdrægum úrskurðaraðila sem fari sjálfstætt yfir synjanir Útlendingastofnunar en ýmsar alþjóðastofnanir á sviði mannréttinda hafa borið brigður á núverandi fyrirkomulag þar sem innanríkisráðuneytið fer yfir neikvæðar ákvarðanir undirstofnunar sinnar. Önnur hugsanleg leið væri að hægt væri að kæra neikvæðar ákvarðanir Útlendingastofnunar beint til dómstóla. Þá er mikilvægt að nýtt ákvæði í útlendingalögum taki sérstaklega til þeirra hælisleitenda sem eru í mjög viðkvæmri stöðu og að réttindi barna verði styrkt verulega með nýjum málsmeðferðarreglum. Einnig er afar mikilvægt að tryggja frekar í lögum réttaröryggi útlendinga utan EES-svæðisins á Íslandi og fjölskyldna þeirra, s.s. hvað varðar jöfnun réttindasöfnunar meðal dvalarleyfisflokka og heildstætt mat á högum útlendings sem sækir um dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan telja sérstaklega mikilvæga tillögu sem sett er fram í skýrslunni um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjársekt og dóm á bakinu og stangast í ofanálag mögulega á við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Almennt eru tillögur nefndarinnar, og þær sem hér hafa verið tíundaðar, til þess fallnar að styrkja mannréttindi ásamt því að auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis eða eru staddir á landinu. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofan binda því vonir við að frumvarp til breytinga eða nýrra laga um útlendinga verði lagt fram á Alþingi á næstu vikum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun