Viðskipti innlent

Milljarða gjaldþrot Hnotskurnar

ingvar haraldsson skrifar
Katrín Pétursdóttir átti helming hlutafjár í Hnotskurn á móti Gunnlaugi S. Gunnlaugssyni.
Katrín Pétursdóttir átti helming hlutafjár í Hnotskurn á móti Gunnlaugi S. Gunnlaugssyni. vísir/valli
Félagið Hnotskurn ehf. hefur verið lýst gjaldþrota. Félagið var í eigu Katrínar Pétursdóttur og Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar, sem saman eiga yfir 80 prósent alls hlutafjár í Lýsi.

Slitastjórn Glitnis tók fyrirtækið yfir árið 2011 en það skuldaði Glitni nærri 2,8 milljarða króna í lok árs 2009 samkvæmt frétt DV um málið. Fyrirtækið fékk lán frá Glitni árið 2007 til að kaupa hlutabréf í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis. Hlutabréfin voru metin á nærri 1.200 milljónir í september 2007 en hríðféllu í verði á næstu mánuðum þegar FL Group lenti í rekstarerfiðleikum. Katrín var stjórnarmaður í Glitni á þessum tíma.

Í árslok 2013 skuldaði félagið 2,5 milljarða króna en átti einungis eignir upp á 237 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×