Milljarða skattsvik norskra útvegsmanna 17. mars 2011 07:00 Fiskveiðar Norsk skattayfirvöld hafa flett ofan af stórfelldum efnahagsbrotum sjávarútvegsfyrirtækja þar í landi. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.Fréttablaðið/Jón Sigurður Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftirlitið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna tilhneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármunir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegsfyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávarútvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skattayfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrirtækin séu sökuð um snúist um túlkunaratriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sambærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftirlitið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna tilhneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármunir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegsfyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávarútvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skattayfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrirtækin séu sökuð um snúist um túlkunaratriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sambærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira