Milljarður í eldfjallaverkefni íslensks vísindamanns Erla Hlynsdóttir skrifar 11. október 2012 12:07 Evrópusambandið styrkir rannsóknarverkefnið um milljarð. Á myndinni má sjá gosið í Eyjafjallajökli. mynd/ vilhelm. Einu stærsta rannsóknarverkefni sem íslenskur vísindamaður hefur stjórnað er ýtt úr vör í dag. Um er að ræða ofurstöð í eldfjallafræði og nemur styrkur til verkefnisins um 950 milljónum króna. Nú í hádeginu stendur yfir kynning á verkefninu í hátíðarsal Háskóla Íslands. Kveikjan að verkefninu er meðal annars eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 en eins og kunnugt er olli það töluverðri röskun á flugi í Evrópu. Markmiðið með Ofurstöðvarverkefninu er að koma á fót samhæfðu evrópsku eldfjallavöktunarkerfi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, er stjórnandi þessa samvinnuverkefnis evrópskra háskóla, stofnana og fyrirtækja sem miðar að því að samþætta vöktun og rannsóknir á eldfjöllum. Markmiðið er að þróa nýjar leiðir til að meta eldgos og fyrirboða þeirra. Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofa Íslands eru leiðandi í verkefninu. Verkefnið hefur fengið vilyrði um tæplega sex milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu, jafnvirði um 950 milljónir króna, en verið er að skrifa undir samninga við aðila verkefnisins þessa dagana. Styrkurinn er sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur fengið til að stjórna Evrópuverkefni og munu íslenskir þátttakendur verkefnisins fá um þriðjung fjárins. 26 aðilar í níu Evrópulöndum koma að verkefninu sem standa mun yfir í þrjú og hálft ár. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Einu stærsta rannsóknarverkefni sem íslenskur vísindamaður hefur stjórnað er ýtt úr vör í dag. Um er að ræða ofurstöð í eldfjallafræði og nemur styrkur til verkefnisins um 950 milljónum króna. Nú í hádeginu stendur yfir kynning á verkefninu í hátíðarsal Háskóla Íslands. Kveikjan að verkefninu er meðal annars eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 en eins og kunnugt er olli það töluverðri röskun á flugi í Evrópu. Markmiðið með Ofurstöðvarverkefninu er að koma á fót samhæfðu evrópsku eldfjallavöktunarkerfi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, er stjórnandi þessa samvinnuverkefnis evrópskra háskóla, stofnana og fyrirtækja sem miðar að því að samþætta vöktun og rannsóknir á eldfjöllum. Markmiðið er að þróa nýjar leiðir til að meta eldgos og fyrirboða þeirra. Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofa Íslands eru leiðandi í verkefninu. Verkefnið hefur fengið vilyrði um tæplega sex milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu, jafnvirði um 950 milljónir króna, en verið er að skrifa undir samninga við aðila verkefnisins þessa dagana. Styrkurinn er sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur fengið til að stjórna Evrópuverkefni og munu íslenskir þátttakendur verkefnisins fá um þriðjung fjárins. 26 aðilar í níu Evrópulöndum koma að verkefninu sem standa mun yfir í þrjú og hálft ár.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira