Milljarður í gjaldeyri á Iceland Airwaves Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. nóvember 2012 09:00 Erlendum gestum á Iceland Airwaves fjölgaði úr 2.800 árið 2011 í rúmlega 4.000 í ár. Þeir voru meirihluti hátíðargesta í ár. Fréttablaðið/Valli Velta erlendra gesta á Iceland Airwaves í ár var 66 prósentum meiri en á hátíðinni í fyrra. Gestirnir eyddu 800 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu og öðrum 300 milljónum til að komast til landsins. Þá á eftir að reikna ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið, en um 70 prósent gesta sögðust ætla í Bláa lónið og um helmingurinn Gullna hringinn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur staðið fyrir könnun á meðal erlendra gesta hátíðarinnar ásamt Iceland Music Export. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gesta tæplega 1,1 milljarður króna. Tómas Young, hjá ÚTÓN, segir að þessa miklu veltuaukningu megi skýra með því að erlendum gestum fjölgaði mikið, eða úr um 2.800 í 4.076 á milli ára. Þeir voru í fyrsta sinn í meirihluta gesta, eða um 54 prósent. Tómas segir það orð hafa loðað við gesti Iceland Airwaves að þeir væru sparsamir. "Það er svo sannarlega ekki þannig. Þeir eru bara að eyða jafn miklu og hinn venjulegi ferðamaður." Hann segir niðurstöðuna mjög ánægjulega. "Hátíðin er mjög arðbær og það er ábyggilega mikið af mjög ánægðum verslunar- og bareigendum þarna úti einhvers staðar, kaffihúsa- og plötubúðaeigendum og svo framvegis. Gestirnir eru að eyða dálitlu af peningum."Áætluð útgjöld hvers erlends Airwaves-gests á höfuðborgarsvæðinu á sólarhring.Líkt og áður segir nær könnunin aðeins til þess hve miklu eytt var á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var hve miklum peningum þeir vörðu á síðustu 24 klukkustundum í Reykjavík. Meðalútgjöld voru 29.268 krónur daglega á hvern gest og 27.655 að aðgangseyri frátöldum. Þá nær hún ekki til eyðslu innlendra gesta. "Það er ágætis búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur þessa einu helgi í nóvember, sem annars væri dauð."Tómas Young.visir/vilhelm Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Velta erlendra gesta á Iceland Airwaves í ár var 66 prósentum meiri en á hátíðinni í fyrra. Gestirnir eyddu 800 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu og öðrum 300 milljónum til að komast til landsins. Þá á eftir að reikna ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið, en um 70 prósent gesta sögðust ætla í Bláa lónið og um helmingurinn Gullna hringinn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur staðið fyrir könnun á meðal erlendra gesta hátíðarinnar ásamt Iceland Music Export. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gesta tæplega 1,1 milljarður króna. Tómas Young, hjá ÚTÓN, segir að þessa miklu veltuaukningu megi skýra með því að erlendum gestum fjölgaði mikið, eða úr um 2.800 í 4.076 á milli ára. Þeir voru í fyrsta sinn í meirihluta gesta, eða um 54 prósent. Tómas segir það orð hafa loðað við gesti Iceland Airwaves að þeir væru sparsamir. "Það er svo sannarlega ekki þannig. Þeir eru bara að eyða jafn miklu og hinn venjulegi ferðamaður." Hann segir niðurstöðuna mjög ánægjulega. "Hátíðin er mjög arðbær og það er ábyggilega mikið af mjög ánægðum verslunar- og bareigendum þarna úti einhvers staðar, kaffihúsa- og plötubúðaeigendum og svo framvegis. Gestirnir eru að eyða dálitlu af peningum."Áætluð útgjöld hvers erlends Airwaves-gests á höfuðborgarsvæðinu á sólarhring.Líkt og áður segir nær könnunin aðeins til þess hve miklu eytt var á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var hve miklum peningum þeir vörðu á síðustu 24 klukkustundum í Reykjavík. Meðalútgjöld voru 29.268 krónur daglega á hvern gest og 27.655 að aðgangseyri frátöldum. Þá nær hún ekki til eyðslu innlendra gesta. "Það er ágætis búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur þessa einu helgi í nóvember, sem annars væri dauð."Tómas Young.visir/vilhelm
Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira