Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. september 2014 10:11 Leik- og söngkonan skemmti sér vel á Stuðmannaballi í Hörpunni í gær en eftir ballið hittu þau gest sem hefur líklega sjaldan sótt Stuðmannatónleika. Ballgestum af Stuðmannatónleikum í Hörpu brá heldur í brún í nótt þegar þeir urðu minks varir í bílastæðahúsi tónleikahússins um klukkan þrjú í nótt að tónleikum loknum. „Ég er að fara inn í bílinn ásamt hópi af fólki og þar sjáum við eitthvað skjótast hjá. Við höldum í fyrstu að þetta sé risastór rotta,“ útskýrir Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, sem var í hópi ballgesta. „Við fórum að skoða þetta nánar og þá kemur í ljós að þetta er minkur. Innst á efri hæðinni í bílastæðahúsinu.“ Þórunn var ein af fáum sem fór á bíl heim um nóttina. Að hennar sögn var því ekki mannmargt í bílakjallaranum eftir tónleikana. „En hurðin var opin og hann hefði mjög auðveldlega getað skotist inn.“ Þórunn segist hafa orðið hissa á að sjá minkinn. „Ég hef allavega ekki séð mink inni í Hörpunni áður,“ segir hún og hlær. „Ég hef séð hann lengst í hrauni úti í sveit en þetta er ekki einu sinni nálægt hraunjaðri. Hann hefur kannski komið með fjörunni, ég veit það ekki.“Lögregla elti minkinn um bílakjallarann Eftir að hafa jafnað sig á óvænta fundinum hringdu Þórunn og samferðamenn hennar á lögregluna. „Við skildum hann fyrst eftir og fórum bara heim. En síðan föttuðum við að við hefðum kannski átt að hringja á lögregluna. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú svolítið undarlegt símtal,“ útskýrir Þórunn enda ekki á hverjum degi sem lögreglu berst tilkynningu af þessu tagi. Lögregla tók Þórunni þó trúanlega og hún fór aftur upp í bílastæðahús til þess að benda á hvar minkurinn hefði fundist. „Þau komu þrjú labbandi að mér og ég hafði svona á tilfinningunni að þau tryðu mér ekki. Ekki fyrr en þau sáu minkinn. Hann var þá enn á sama stað.“ Hvort lögregla hafi handsamað dýrið er ekki vitað að svo stöddu. „Þeir eltu hann þarna eitthvað um og voru komnir að útganginum. Ég veit ekki hvort hann slapp út eða hvort þeir náðu honum.“ Þórunn hlær að uppákomunni en henni var létt að dýrið skyldi ekki reynast rotta. „Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu,“ segir Þórunn. „Þetta var fáránleg upplifun. Við hlógum mjög mikið.“ Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ballgestum af Stuðmannatónleikum í Hörpu brá heldur í brún í nótt þegar þeir urðu minks varir í bílastæðahúsi tónleikahússins um klukkan þrjú í nótt að tónleikum loknum. „Ég er að fara inn í bílinn ásamt hópi af fólki og þar sjáum við eitthvað skjótast hjá. Við höldum í fyrstu að þetta sé risastór rotta,“ útskýrir Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, sem var í hópi ballgesta. „Við fórum að skoða þetta nánar og þá kemur í ljós að þetta er minkur. Innst á efri hæðinni í bílastæðahúsinu.“ Þórunn var ein af fáum sem fór á bíl heim um nóttina. Að hennar sögn var því ekki mannmargt í bílakjallaranum eftir tónleikana. „En hurðin var opin og hann hefði mjög auðveldlega getað skotist inn.“ Þórunn segist hafa orðið hissa á að sjá minkinn. „Ég hef allavega ekki séð mink inni í Hörpunni áður,“ segir hún og hlær. „Ég hef séð hann lengst í hrauni úti í sveit en þetta er ekki einu sinni nálægt hraunjaðri. Hann hefur kannski komið með fjörunni, ég veit það ekki.“Lögregla elti minkinn um bílakjallarann Eftir að hafa jafnað sig á óvænta fundinum hringdu Þórunn og samferðamenn hennar á lögregluna. „Við skildum hann fyrst eftir og fórum bara heim. En síðan föttuðum við að við hefðum kannski átt að hringja á lögregluna. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú svolítið undarlegt símtal,“ útskýrir Þórunn enda ekki á hverjum degi sem lögreglu berst tilkynningu af þessu tagi. Lögregla tók Þórunni þó trúanlega og hún fór aftur upp í bílastæðahús til þess að benda á hvar minkurinn hefði fundist. „Þau komu þrjú labbandi að mér og ég hafði svona á tilfinningunni að þau tryðu mér ekki. Ekki fyrr en þau sáu minkinn. Hann var þá enn á sama stað.“ Hvort lögregla hafi handsamað dýrið er ekki vitað að svo stöddu. „Þeir eltu hann þarna eitthvað um og voru komnir að útganginum. Ég veit ekki hvort hann slapp út eða hvort þeir náðu honum.“ Þórunn hlær að uppákomunni en henni var létt að dýrið skyldi ekki reynast rotta. „Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu,“ segir Þórunn. „Þetta var fáránleg upplifun. Við hlógum mjög mikið.“
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira