Minnihlutanum vantreyst og hann fær ekki áheyrnarfulltrúa í Garðabæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Gunnar Einarsson bæjarstjórinn kveðst vilja hafa aga á umræðunni í Garðabæ. Fréttablaðið/GVA „Bæjarstjórinn boðar valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum,“ segir María Grétarsdóttir, fulltrúi M-lista, Fólksins í bænum. María vísar til orða Gunnars Einarssonar bæjarstjóra á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði 30. janúar síðastliðinn. Þar var meðal annars rætt um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Gunnar útskýrði þá að fengin reynsla af samskiptum í Garðabæ hefði orðið til þess að leyfa minni framboðunum ekki að fá áheyrnarfulltrúa. „Við treystum ekki viðkomandi, sjáum ekki ástæðu, af hverju ættum við að gera það? Það er ekkert fallegt að segja þetta þegar við erum að tala um lýðræði, en svona er þetta,“ sagði Gunnar á þinginu. Þá bætti bæjarstjórinn við að kannski væri þetta líka gert til að „hafa einhvern aga á umræðunni og hvernig við förum fram við hvort annað, gagnvart fjölmiðlum. Eru minnihlutaflokkarnir, þessi eða hinn flokkur, bara í því að reyna að skapa tortryggni og reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju?“ sagði Gunnar.María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans í Garðabæ.Af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Garðabæjar hefur Sjálfstæðisflokkur sjö fulltrúa, Björt framtíð tvo og Samfylking og M-listi einn fulltrúa hvort framboð. María segir M-listann og Samfylkingu hafa skipt með sér aðalfulltrúum í nefndum bæjarins. Eftir síðustu kosningar hafi framboðin beðið um en ekki fengið áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þau eigi ekki aðalfulltrúa í. „Það skýtur skökku við að Gunnar segi þetta um okkur sem erum að reyna að vinna eftir lögum og reglum og gæta hagsmuna bæjarbúa. Við höfum til dæmis farið fram á að það sé farið eftir innkaupareglum og ekki verið að versla við aðila án útboðs,“ útskýrir María, sem bað bæjarráð um skýringar á orðum Gunnars. Bæjarráðið sagði ekki í sínum verkahring að svara fyrir orð bæjarstjórans. Það sama var uppi á teningnum í bæjarstjórn. María segir bæjarstjórann ekki hafa komið fram af þeirri háttvísi sem kveðið sé á um í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Garðabæ. Að sögn Maríu neitaði Gunnar á bæjarráðsfundinum að skýra fyrrgreind orð sín og að þar með sé málinu lokið af hálfu Fólksins í bænum. Gunnar Einarsson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær. Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Bæjarstjórinn boðar valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum,“ segir María Grétarsdóttir, fulltrúi M-lista, Fólksins í bænum. María vísar til orða Gunnars Einarssonar bæjarstjóra á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði 30. janúar síðastliðinn. Þar var meðal annars rætt um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Gunnar útskýrði þá að fengin reynsla af samskiptum í Garðabæ hefði orðið til þess að leyfa minni framboðunum ekki að fá áheyrnarfulltrúa. „Við treystum ekki viðkomandi, sjáum ekki ástæðu, af hverju ættum við að gera það? Það er ekkert fallegt að segja þetta þegar við erum að tala um lýðræði, en svona er þetta,“ sagði Gunnar á þinginu. Þá bætti bæjarstjórinn við að kannski væri þetta líka gert til að „hafa einhvern aga á umræðunni og hvernig við förum fram við hvort annað, gagnvart fjölmiðlum. Eru minnihlutaflokkarnir, þessi eða hinn flokkur, bara í því að reyna að skapa tortryggni og reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju?“ sagði Gunnar.María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans í Garðabæ.Af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Garðabæjar hefur Sjálfstæðisflokkur sjö fulltrúa, Björt framtíð tvo og Samfylking og M-listi einn fulltrúa hvort framboð. María segir M-listann og Samfylkingu hafa skipt með sér aðalfulltrúum í nefndum bæjarins. Eftir síðustu kosningar hafi framboðin beðið um en ekki fengið áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þau eigi ekki aðalfulltrúa í. „Það skýtur skökku við að Gunnar segi þetta um okkur sem erum að reyna að vinna eftir lögum og reglum og gæta hagsmuna bæjarbúa. Við höfum til dæmis farið fram á að það sé farið eftir innkaupareglum og ekki verið að versla við aðila án útboðs,“ útskýrir María, sem bað bæjarráð um skýringar á orðum Gunnars. Bæjarráðið sagði ekki í sínum verkahring að svara fyrir orð bæjarstjórans. Það sama var uppi á teningnum í bæjarstjórn. María segir bæjarstjórann ekki hafa komið fram af þeirri háttvísi sem kveðið sé á um í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Garðabæ. Að sögn Maríu neitaði Gunnar á bæjarráðsfundinum að skýra fyrrgreind orð sín og að þar með sé málinu lokið af hálfu Fólksins í bænum. Gunnar Einarsson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.
Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira