Fótbolti

Misheppnuð hjólahestaspyrna kostar Dirk Kuyt margra vikna fjarveru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt.
Dirk Kuyt. Mynd/AFP
Dirk Kuyt, framherji Liverpool og hollenska landsliðsins, verður frá í margar vikur eftir að meiðast illa á öxl á æfingu með hollenska landsliðinu í gær. Kuyt meiddi sig þegar hann datt illa eftir að hafa verið að reyna hjólahestaspyrnu á æfingunni.

„Hann reynir þetta oft en nú fór þetta illa," sagði Bert van Marwijk, þjálfari Hollendinga. „Hann teygði á liðböndum í öxlinni og sum þeirra eru kannski slitin," sagði van Marwijk en þar með verða Hollendingar án allrar sóknarlínu sinnar í leiknum á móti Finnum í kvöld.

Arjen Robben er meiddur aftan í læri og Robin van Persie er tognaður á ökla. „Nú þegar allir framherjarnir okkar eru frá þá er tækifæri fyrir aðra að sýna hvað þeir geta," sagði van Marwijk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×