Mismunað vegna kynhneigðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2015 11:56 "Stúlkan taldi að ég bæri einhverjar langanir til sín, að hún hefði þolað óviðeigandi snertingar frá mér og vildi ekki vinna með mér lengur.“ Fjölmörg dæmi eru um að hinsegin fólki sé mismunað á vinnustað vegna kynhneigðar þeirra. Því er mikilvægt að atvinnurekendur átti sig á ábyrgð sinni og séu með skýra stefnu um jafnrétti, í víðum skilningi. Þá eru einnig dæmi um að samkynhneigðir séu sakaðir um kynferðislegt áreiti á vinnustað að ósekju. Það er ekki jafn algengt, en kemur þó reglulega upp. Þetta segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka 78. Heiða Björg Valbjörnsdóttir ritaði pistil á Vísi á dögunum undir yfirskriftinni Faldir fordómar. Heiða var sökuð um kynferðislegt áreiti á vinnustað en það var sextán ára stúlka sem lagði inn kvörtun þess efnis, skömmu eftir að hún komst að því að Heiða Björg væri samkynhneigð. Svo fór að Heiða var færð á milli útibúa, en ásakanirnar urðu henni afar þungbærar.Sjá einnig: Þeir sem eru á móti samkynhneigð mæta fordómumFjöldi fólks tekur þátt í Gleðigöngunni árlega til stuðnings réttindabaráttu hinsegin fólks.Vísir/VilhelmMiður sín yfir röngum sakargiftum „Stúlkan taldi að ég bæri einhverjar langanir til sín, að hún hefði þolað óviðeigandi snertingar frá mér og vildi ekki vinna með mér lengur. Mér varð bylt við kvörtuninni og miður mín yfir að vera ranglega sökuð um kynferðislegt áreiti,“ skrifar Heiða og bætir við að öll þau samskipti sem þær áttu hafi verið eðlileg. Hvað varðar snertingar þá hafi þær gengið í báðar áttir: „eins og „high five“ ef hlutirnir gengu vel fyrir sig eða pikkuðum í öxlina á hvor annarri til að komast leiðar okkar því vinnurýmið var þröngt.“ Hilmar segir ásakanir sem þessar sem betur fer ekki algengar, en þó hafi það vissulega komið inn á borð samtakanna. „Sem betur fer eru svona ásakanir ekki algengar en fólk kvartar mjög reglulega yfir einhvers konar mismunun. En fólk vill sjaldan gera eitthvað úr því. Því finnst réttarstaða þess ekki nógu góð og finnst jafnvel að það sé að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir hann.Beðin um að halda kynhneigðinni frá vinnustaðnum Rekstrarstjóri fyrirtæksins sem Heiða starfaði hjá bað hana um að halda kynhneigð hennar frá vinnustaðnum því meirihluti starfsfólksins væru ungar stúlkur. Heiða kveðst þó ekkert ræða sína kynhneigð, ekki frekar en gagnkynhneigðir. „Enda finnst mér mín kynhneigð svo sem ekkert merkilegri en þeirra. Þrátt fyrir að vera orðlaus yfir beiðninni ropaði ég upp spurningunni hvort verið væri að biðja mig um að fara inn í skápinn,“ segir Heiða.Sjá einnig: Neitaði að afgreiða hommaFrá Gaypride í Reykjavík.Vísir/VilhelmVitundarvakning nauðsynlegHilmar segir vitundarvakningu nauðsynlega, bæði á vinnustöðum og almennt. Fordómarnir leynist víða. „Það er oft tekið á þessu í fyrirtækjum en oft er þetta vandamál hinsegin manneskjunnar, eins og Heiða lýsir í þessari grein. Hún er flutt til og svo má ekki ræða þetta frekar. Þetta er einnig oft svona í eineltismálum, þá er fórnarlambið flutt til og gerandinn sleppur,“ segir Hilmar. „Atvinnurekandinn þarf að átta sig á sinni ábyrgð og hvernig fólki líður á vinnustöðum þeirra. Vinnustaðir þurfa að hafa akvíta stefnu um jafnrétti, og þá meina ég jafnrétti í víðum skilningi sem nær líka til hinsegin fólks. Fólk er að verja stórum hluta ævi sinnar á vinnustað og atvinnurekendur verða að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð á lífsgæðum fólks.“ Þá segir hann að nú sé að störfum nefnd á vegum félagsmálaráðherra um málefni hinsegin fólks og á von á því að tekið verður á þeim hlutum er líta að vinnumarkaðnum. „En svo lengi lærir sem lifir. Til þess að uppræta fordóma þarf að kynnast og afla sér þekkingar. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum öll vakandi fyrir aðstæðum og berum virðingu fyrir rétti okkar og annarra. Þannig öðlumst við kjark til að horfast í augu við okkar dýpstu fordóma og valda öðrum síður sársauka,“ segir Heiða.Hér má lesa pistil Heiðu Bjargar Tengdar fréttir Tímabil sem var þaggað niður Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða. Hún segir marga hafa uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá. 13. janúar 2015 20:06 Faldir fordómar Allir hafa einhvern tímann upplifað neikvætt áreiti eða heyrt lygar um sig og þurfa margir í samfélaginu okkar að þola slíkt áreiti allt sitt líf. 13. janúar 2015 10:04 Samkynhneigðum karlmönnum verði ekki lengur óheimilt að gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) vill endurskoða reglur um blóðgjöf. 23. desember 2014 19:43 Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni er tilbúið. Samkynhneigðum karlmönnum er gert kleift að nýta sér úrræðið. 18. nóvember 2014 08:00 Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að hinsegin fólki sé mismunað á vinnustað vegna kynhneigðar þeirra. Því er mikilvægt að atvinnurekendur átti sig á ábyrgð sinni og séu með skýra stefnu um jafnrétti, í víðum skilningi. Þá eru einnig dæmi um að samkynhneigðir séu sakaðir um kynferðislegt áreiti á vinnustað að ósekju. Það er ekki jafn algengt, en kemur þó reglulega upp. Þetta segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka 78. Heiða Björg Valbjörnsdóttir ritaði pistil á Vísi á dögunum undir yfirskriftinni Faldir fordómar. Heiða var sökuð um kynferðislegt áreiti á vinnustað en það var sextán ára stúlka sem lagði inn kvörtun þess efnis, skömmu eftir að hún komst að því að Heiða Björg væri samkynhneigð. Svo fór að Heiða var færð á milli útibúa, en ásakanirnar urðu henni afar þungbærar.Sjá einnig: Þeir sem eru á móti samkynhneigð mæta fordómumFjöldi fólks tekur þátt í Gleðigöngunni árlega til stuðnings réttindabaráttu hinsegin fólks.Vísir/VilhelmMiður sín yfir röngum sakargiftum „Stúlkan taldi að ég bæri einhverjar langanir til sín, að hún hefði þolað óviðeigandi snertingar frá mér og vildi ekki vinna með mér lengur. Mér varð bylt við kvörtuninni og miður mín yfir að vera ranglega sökuð um kynferðislegt áreiti,“ skrifar Heiða og bætir við að öll þau samskipti sem þær áttu hafi verið eðlileg. Hvað varðar snertingar þá hafi þær gengið í báðar áttir: „eins og „high five“ ef hlutirnir gengu vel fyrir sig eða pikkuðum í öxlina á hvor annarri til að komast leiðar okkar því vinnurýmið var þröngt.“ Hilmar segir ásakanir sem þessar sem betur fer ekki algengar, en þó hafi það vissulega komið inn á borð samtakanna. „Sem betur fer eru svona ásakanir ekki algengar en fólk kvartar mjög reglulega yfir einhvers konar mismunun. En fólk vill sjaldan gera eitthvað úr því. Því finnst réttarstaða þess ekki nógu góð og finnst jafnvel að það sé að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir hann.Beðin um að halda kynhneigðinni frá vinnustaðnum Rekstrarstjóri fyrirtæksins sem Heiða starfaði hjá bað hana um að halda kynhneigð hennar frá vinnustaðnum því meirihluti starfsfólksins væru ungar stúlkur. Heiða kveðst þó ekkert ræða sína kynhneigð, ekki frekar en gagnkynhneigðir. „Enda finnst mér mín kynhneigð svo sem ekkert merkilegri en þeirra. Þrátt fyrir að vera orðlaus yfir beiðninni ropaði ég upp spurningunni hvort verið væri að biðja mig um að fara inn í skápinn,“ segir Heiða.Sjá einnig: Neitaði að afgreiða hommaFrá Gaypride í Reykjavík.Vísir/VilhelmVitundarvakning nauðsynlegHilmar segir vitundarvakningu nauðsynlega, bæði á vinnustöðum og almennt. Fordómarnir leynist víða. „Það er oft tekið á þessu í fyrirtækjum en oft er þetta vandamál hinsegin manneskjunnar, eins og Heiða lýsir í þessari grein. Hún er flutt til og svo má ekki ræða þetta frekar. Þetta er einnig oft svona í eineltismálum, þá er fórnarlambið flutt til og gerandinn sleppur,“ segir Hilmar. „Atvinnurekandinn þarf að átta sig á sinni ábyrgð og hvernig fólki líður á vinnustöðum þeirra. Vinnustaðir þurfa að hafa akvíta stefnu um jafnrétti, og þá meina ég jafnrétti í víðum skilningi sem nær líka til hinsegin fólks. Fólk er að verja stórum hluta ævi sinnar á vinnustað og atvinnurekendur verða að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð á lífsgæðum fólks.“ Þá segir hann að nú sé að störfum nefnd á vegum félagsmálaráðherra um málefni hinsegin fólks og á von á því að tekið verður á þeim hlutum er líta að vinnumarkaðnum. „En svo lengi lærir sem lifir. Til þess að uppræta fordóma þarf að kynnast og afla sér þekkingar. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum öll vakandi fyrir aðstæðum og berum virðingu fyrir rétti okkar og annarra. Þannig öðlumst við kjark til að horfast í augu við okkar dýpstu fordóma og valda öðrum síður sársauka,“ segir Heiða.Hér má lesa pistil Heiðu Bjargar
Tengdar fréttir Tímabil sem var þaggað niður Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða. Hún segir marga hafa uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá. 13. janúar 2015 20:06 Faldir fordómar Allir hafa einhvern tímann upplifað neikvætt áreiti eða heyrt lygar um sig og þurfa margir í samfélaginu okkar að þola slíkt áreiti allt sitt líf. 13. janúar 2015 10:04 Samkynhneigðum karlmönnum verði ekki lengur óheimilt að gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) vill endurskoða reglur um blóðgjöf. 23. desember 2014 19:43 Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni er tilbúið. Samkynhneigðum karlmönnum er gert kleift að nýta sér úrræðið. 18. nóvember 2014 08:00 Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Tímabil sem var þaggað niður Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða. Hún segir marga hafa uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá. 13. janúar 2015 20:06
Faldir fordómar Allir hafa einhvern tímann upplifað neikvætt áreiti eða heyrt lygar um sig og þurfa margir í samfélaginu okkar að þola slíkt áreiti allt sitt líf. 13. janúar 2015 10:04
Samkynhneigðum karlmönnum verði ekki lengur óheimilt að gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) vill endurskoða reglur um blóðgjöf. 23. desember 2014 19:43
Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni er tilbúið. Samkynhneigðum karlmönnum er gert kleift að nýta sér úrræðið. 18. nóvember 2014 08:00
Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15