Misnotkun talna um framandi tegundir 7. febrúar 2011 10:45 Nokkrir félagar í Vistfræðifélagi Íslands hafa á undanförnum dögum haldið uppi vörnum á síðum Fréttablaðsins og Vísi.is fyrir frumvarp til laga um breytingar á náttúruverndalögum, einkum þeim kafla laganna sem lýtur að ágengum framandi lífverum. Er þar m.a. staðhæft að frumvarpið, verði það að lögum, verði mikil réttarbót fyrir verndun lífríkis og að það byggi á „reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis". Eru tilfærð töluleg gögn í því sambandi sem full ástæða er að staldra við og kanna ofan í kjölinn. Í grein Menju von Schmalensee í Fréttablaðinu 31. janúar nefnir hún: „þá staðreynd að samanlögð reynsla af hundruðum þúsunda framandi tegunda sem finna má á heimsvísu hefur sýnt að u.þ.b. 10% þeirra taka upp á því að verða ágengar, þ.e. valda umhverfislegu eða efnahagslegu tjóni." Hér er hún að vitna til 15 ára gamallar greinar Bretanna Williamson og Fitter (The varying success of invaders. Ecology 77 (1996):1661-1666.). Í þeirri grein stendur reyndar ekki að 10% framandi tegunda taki upp á því að valda umhverfislegu og efnahagslegu tjóni, heldur að 10% þeirra geti fjölgað sér í nýjum heimkynnum og af þeim verði 10%, það er 1% af heildinni, skaðvaldar eða að öðru leyti til einhverra leiðinda. Hér er því ranglega vitnað til heimildar og eru það talsvert alvarleg afglöp af hálfu vísindamanns. Ósagt skal látið hve áreiðanleg þessi „10% af 10% regla" Williamson og Fitter er, með öðrum orðum hve vel hún þolir samanburð við raunveruleikann. Höfundarnir viðurkenna að þessi hlutfallstala sé breytileg eftir heimssvæðum og liggi hugsanlega á bilinu 5%-20%. Þar til viðbótar sé sjálf merking hugtaksins „ágeng lífvera" fremur huglæg og þar af leiðandi óskýr og loðin, sem aftur gerir skilgreiningu aðfluttra lífvera í slíkan flokk erfiðan. Í grein sinni víkur Menja einnig að gríðarlegu fjárhagslegu tjóni sem ágengar framandi lífverur valda á heimsvísu. Hún heldur fram að tjónið nemi 1,4 billjón bandaríkjadollara „í þeim löndum sem það [hefur] verið metið". Í grein sinni í Fréttablaðinu 1. febrúar gerir Guðmundur Ingi Guðbrandsson þetta sama fjárhagslega tjón að umtalsefni og staðhæfir að það nemi „meira en 5% af vergri heimsframleiðslu". Í báðum tilvikum eru greinarhöfundar að vitna til sömu tölu sem fengin er frá Pimentel og meðhöfundum (Economic and environmental threats of alein plant, animal and microbe invasions. Agriculture, Ecosystems and Environment 84 (2001): 1-20). Pimentel og félagar gerðu tilraun til að meta, í sex ríkjum; Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður Afríku, Ástralíu, Indlandi og Brasilíu, allan hugsanlegan efnahagslegan og umhverfislegan kostnað (tjón) sem stafað gæti af ágengum framandi lífverum (sjá skífurit). Í mati þeirra voru allir smitsjúkdómar meðal manna (s.s. eyðni, malaría, kólera, o.s.frv.) teknir með í reikninginn auk búfjár- og plöntusjúkdóma. Voru þeir samanlagt taldir valda um 31% af heildartjóninu. Um fjórðungur tjóns var af völdum hryggdýra, t.d. hundum sem bíta eigendur sína og heimilisköttum sem drepa smáfugla (hver smáfugl er verðlagður á $30!), en langstærstur hluti þess (um 17% af heildinni) var af rottum. Í því sambandi má nefna að ekki var tekið tillit til ágóðans af því þegar kettir drepa rottur og draga þar með úr tjóni. Skordýr og önnur smádýr voru talin valda um 15 % af tjóninu. Plöntur voru taldar valda rúmlega 28% heildartjóns af völdum framandi lífvera í heiminum, nær eingöngu sem illgresi á ræktuðu landi. Athyglisvert er að einungis 0,05% af áætluðu tjóni var umhverfistjón (þ.e. utan landbúnaðar) af völdum plantna. Aðferðafræði Pimentels og félaga við að meta umrætt tjón hefur sætt mikilli gagnrýni, enda byggir hún á heimildum sem eru misjafnar að gæðum. En ef við gefum okkur að mark sé takandi á útreikningum Pimentels og gefum okkur jafnframt að hægt sé að áætla að á Íslandi valdi framandi plöntur samsvarandi umhverfistjóni (utan landbúnaðar) og í öðrum heimshlutum, það er 0,05% af 5% af vergri landsframleiðslu, sem var kr 1500 milljarðar árið 2009, erum við að tala um 37,5 milljónir íslenskra króna. Umhverfisskaði af völdum framandi plantna er sem sagt kr. 125 á mann á ári. Ef við erum með 10 þúsund tegundir trjáa, runna og skrautjurta í ræktun, erum við um leið að fóstra 1000 nöðrur við brjóst okkar? Og ef við yfirfærum 5%-hagtöluna á íslenskan raunveruleika, gætum við hækkað verga þjóðarframleiðslu um 5% á ári með því að setja innflutningi plantna til skógræktar og garðyrkju þröngar skorður? Hvort tveggja er fjarri sanni, enda er ljóst af framansögðu, að með því væri verið að hengja bakara fyrir smið. Ræktun framandi plantna tengist með engum hætti rottugangi, sjúkdómum manna og búfjár, né heldur hundsbiti eða fugladrápi katta.Til þess að fá rétta heildarmynd verður að auki að leggja saman kostnað og ávinning af framandi tegundum til að fá út nettókostnað sem „framandi ágengar tegundir" valda mannkyni og lífríki. Staðhæfingin um að tjón nemi 5% af vergri heimsframleiðslu er gróf einföldun, og að 10% framandi lífvera gerist skaðvaldar og ógnvaldar er afbökun sannleikans. Gera verður þá kröfu til þeirra sem vilja nota þessar tilteknu prósentutölur sem vísindaleg rök fyrir því að leggja lamandi hönd skrifræðis og eftirlitsstjórnvalds á allt ræktunarstarf í landinu, að þeir kanni betur heimildir sínar en raun ber vitni og afbaki þær ekki. Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastðvar Skógræktar ríkisins, Mógilsá.Dr. Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri Þjóðskóganna, Skógrækt ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkrir félagar í Vistfræðifélagi Íslands hafa á undanförnum dögum haldið uppi vörnum á síðum Fréttablaðsins og Vísi.is fyrir frumvarp til laga um breytingar á náttúruverndalögum, einkum þeim kafla laganna sem lýtur að ágengum framandi lífverum. Er þar m.a. staðhæft að frumvarpið, verði það að lögum, verði mikil réttarbót fyrir verndun lífríkis og að það byggi á „reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis". Eru tilfærð töluleg gögn í því sambandi sem full ástæða er að staldra við og kanna ofan í kjölinn. Í grein Menju von Schmalensee í Fréttablaðinu 31. janúar nefnir hún: „þá staðreynd að samanlögð reynsla af hundruðum þúsunda framandi tegunda sem finna má á heimsvísu hefur sýnt að u.þ.b. 10% þeirra taka upp á því að verða ágengar, þ.e. valda umhverfislegu eða efnahagslegu tjóni." Hér er hún að vitna til 15 ára gamallar greinar Bretanna Williamson og Fitter (The varying success of invaders. Ecology 77 (1996):1661-1666.). Í þeirri grein stendur reyndar ekki að 10% framandi tegunda taki upp á því að valda umhverfislegu og efnahagslegu tjóni, heldur að 10% þeirra geti fjölgað sér í nýjum heimkynnum og af þeim verði 10%, það er 1% af heildinni, skaðvaldar eða að öðru leyti til einhverra leiðinda. Hér er því ranglega vitnað til heimildar og eru það talsvert alvarleg afglöp af hálfu vísindamanns. Ósagt skal látið hve áreiðanleg þessi „10% af 10% regla" Williamson og Fitter er, með öðrum orðum hve vel hún þolir samanburð við raunveruleikann. Höfundarnir viðurkenna að þessi hlutfallstala sé breytileg eftir heimssvæðum og liggi hugsanlega á bilinu 5%-20%. Þar til viðbótar sé sjálf merking hugtaksins „ágeng lífvera" fremur huglæg og þar af leiðandi óskýr og loðin, sem aftur gerir skilgreiningu aðfluttra lífvera í slíkan flokk erfiðan. Í grein sinni víkur Menja einnig að gríðarlegu fjárhagslegu tjóni sem ágengar framandi lífverur valda á heimsvísu. Hún heldur fram að tjónið nemi 1,4 billjón bandaríkjadollara „í þeim löndum sem það [hefur] verið metið". Í grein sinni í Fréttablaðinu 1. febrúar gerir Guðmundur Ingi Guðbrandsson þetta sama fjárhagslega tjón að umtalsefni og staðhæfir að það nemi „meira en 5% af vergri heimsframleiðslu". Í báðum tilvikum eru greinarhöfundar að vitna til sömu tölu sem fengin er frá Pimentel og meðhöfundum (Economic and environmental threats of alein plant, animal and microbe invasions. Agriculture, Ecosystems and Environment 84 (2001): 1-20). Pimentel og félagar gerðu tilraun til að meta, í sex ríkjum; Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður Afríku, Ástralíu, Indlandi og Brasilíu, allan hugsanlegan efnahagslegan og umhverfislegan kostnað (tjón) sem stafað gæti af ágengum framandi lífverum (sjá skífurit). Í mati þeirra voru allir smitsjúkdómar meðal manna (s.s. eyðni, malaría, kólera, o.s.frv.) teknir með í reikninginn auk búfjár- og plöntusjúkdóma. Voru þeir samanlagt taldir valda um 31% af heildartjóninu. Um fjórðungur tjóns var af völdum hryggdýra, t.d. hundum sem bíta eigendur sína og heimilisköttum sem drepa smáfugla (hver smáfugl er verðlagður á $30!), en langstærstur hluti þess (um 17% af heildinni) var af rottum. Í því sambandi má nefna að ekki var tekið tillit til ágóðans af því þegar kettir drepa rottur og draga þar með úr tjóni. Skordýr og önnur smádýr voru talin valda um 15 % af tjóninu. Plöntur voru taldar valda rúmlega 28% heildartjóns af völdum framandi lífvera í heiminum, nær eingöngu sem illgresi á ræktuðu landi. Athyglisvert er að einungis 0,05% af áætluðu tjóni var umhverfistjón (þ.e. utan landbúnaðar) af völdum plantna. Aðferðafræði Pimentels og félaga við að meta umrætt tjón hefur sætt mikilli gagnrýni, enda byggir hún á heimildum sem eru misjafnar að gæðum. En ef við gefum okkur að mark sé takandi á útreikningum Pimentels og gefum okkur jafnframt að hægt sé að áætla að á Íslandi valdi framandi plöntur samsvarandi umhverfistjóni (utan landbúnaðar) og í öðrum heimshlutum, það er 0,05% af 5% af vergri landsframleiðslu, sem var kr 1500 milljarðar árið 2009, erum við að tala um 37,5 milljónir íslenskra króna. Umhverfisskaði af völdum framandi plantna er sem sagt kr. 125 á mann á ári. Ef við erum með 10 þúsund tegundir trjáa, runna og skrautjurta í ræktun, erum við um leið að fóstra 1000 nöðrur við brjóst okkar? Og ef við yfirfærum 5%-hagtöluna á íslenskan raunveruleika, gætum við hækkað verga þjóðarframleiðslu um 5% á ári með því að setja innflutningi plantna til skógræktar og garðyrkju þröngar skorður? Hvort tveggja er fjarri sanni, enda er ljóst af framansögðu, að með því væri verið að hengja bakara fyrir smið. Ræktun framandi plantna tengist með engum hætti rottugangi, sjúkdómum manna og búfjár, né heldur hundsbiti eða fugladrápi katta.Til þess að fá rétta heildarmynd verður að auki að leggja saman kostnað og ávinning af framandi tegundum til að fá út nettókostnað sem „framandi ágengar tegundir" valda mannkyni og lífríki. Staðhæfingin um að tjón nemi 5% af vergri heimsframleiðslu er gróf einföldun, og að 10% framandi lífvera gerist skaðvaldar og ógnvaldar er afbökun sannleikans. Gera verður þá kröfu til þeirra sem vilja nota þessar tilteknu prósentutölur sem vísindaleg rök fyrir því að leggja lamandi hönd skrifræðis og eftirlitsstjórnvalds á allt ræktunarstarf í landinu, að þeir kanni betur heimildir sínar en raun ber vitni og afbaki þær ekki. Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastðvar Skógræktar ríkisins, Mógilsá.Dr. Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri Þjóðskóganna, Skógrækt ríkisins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun