Innlent

Misskilningur.is í eigu Ungra vinstra grænna

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í gær.
Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í gær. Mynd/Valgarður
„Það er ekki nema von að þegar landsmenn heimsækja lénið misskilningur.is birtist ríkisstjórn Íslands,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær.

Katrín var þar að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að gefa frá sér loðin svör þegar rætt er um skuldamál heimilanna og ósamræmi á milli flokka í málaflokknum.

Þegar farið er inn á vefsíðuna misskilningur.is opnast vissulega vefur Stjórnarráðsins og upplýsingar um núverandi ríkisstjórn. Það er þó væntanlega engin tilviljun að Katrín skuli hafa vísað í síðuna því hún er í eigu Ungra vinstri grænna ef marka má upplýsingar á vefsíðu Isnic.is. Í myndbandinu sem fylgir þessari frétt má sjá ræðu Katrínar. Hún ræðir um misskilning.is á 11. mínútu ræðunnar.

Skjáskot af vefsíðu ISNIC.Mynd/Isnic



Fleiri fréttir

Sjá meira


×