Missti kærustuna í hendur „stjörnuspekings“ Moggans Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2015 10:02 Rannsóknir Jóhannesar eiga sér forsögu sem byggjast á sárri persónulegri reynslu. Jóhannes Benediktsson módel hefur afhjúpað stjörnuspá Morgunblaðsins sem plat. Hann fylgdist með stjörnuspánni um nokkurt skeið og rak þá augu í að stjörnuspáin byggir ekki á því að til þess hæfur stjörnuspekingur rýni í stjörnurnar heldur virðist sama almenna textanum rótað milli merkja. „Svo mikil voru þau vísindi!“ segir Jóhannes á Facebooksíðu sinni og birtir mynd sem sýnir nákvæmlega þetta. Hefur þetta vakið verulega athygli. „Grunur minn reyndist réttur,“ segir Jóhannes.Kærastan áhugasöm um stjörnuspá Moggans Afhjúpun Jóhannesar á sér aðdraganda, rannsóknir hans eiga sér rót í sárri persónulegri reynslu eins og Vísir komst að þegar rætt var við Jóhannes. „Þetta byrjaði eiginlega árið 2004, þegar ég átti kærustu sem var mikill áhugamaður um stjörnumerki og stjörnuspár. Hún las þær alltaf upphátt fyrir mig yfir morgunmatnum og bað mig að túlka – sem ég gerði með bros á vör.“Óveðurskýin hrannast uppÞetta var meðan allt lék í lyndi en fljótlega tóku þó óveðursskýin að hrannast upp við sjóndeildarhringinn. „Einn daginn kvað þó við annan tón í þessum spám. Þær voru allar á einn veg: Miklar breytingar framundan í einkalífinu... vertu óhrædd við að taka stórar ákvarðanir... hættu með kærastanum þínum og leitaðu hófanna annars staðar... Og þar fram eftir götunum.“Afhjúpun Jóhannesar hefur þegar vakið verulega athygli -- er mörgum brugðið; og hætt við að þeim bregði enn þegar þeir átta sig á forsögu málsins.Þegar þarna var komið sögu var farið að fara verulega um Jóhannes, og ekki að ófyrirsynju: „Eftir nokkrar vikur lét hún mig róa. Ef stjörnurnar voru ekki með okkur í liði, þá væru forlögin ekki með okkur í liði. Og hver getur flúið þau? Það var í sjálfu sér lítið sem ég gat sagt við þessu.“Byrjaði með stjörnuspámanninum sjálfumÞau sem sagt skildu skiptum en það var eins og forlögin væru með staukinn á lofti, til þess eins að salta í sárin. „Stuttu seinna byrjaði hún með gæjanum sem sá um stjörnuspána í þessu ágæta blaði. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þetta allt saman. Sérstaklega ef maður skoðar stjörnuspána hennar eftir að þau byrjuðu saman: Þú tókst rétta ákvörðun... framtíðin er björt... þú ert í góðum höndum núna... mundu eftir að sækja jakkafötin í hreinsun...“Hafði ímugust á stjörnuspám eftir sára persónulega reynsluVarla er nokkur maður sem heldur því gegn Jóhannesi þó hann hafi fyllst tortryggni gegn þessum dagskrárlið í hinu fornfræga Morgunblaði. „Síðan, eins og gefur að skilja, hef ég haft ímugust á stjörnuspám og kúltúrnum í kring um þær. Þetta er náttúrulega bara glórulaus della og húmbúkk – og ef mér hefur tekist að svipta hulunni af því, þá er til einhvers unnið!“ Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Jóhannes Benediktsson módel hefur afhjúpað stjörnuspá Morgunblaðsins sem plat. Hann fylgdist með stjörnuspánni um nokkurt skeið og rak þá augu í að stjörnuspáin byggir ekki á því að til þess hæfur stjörnuspekingur rýni í stjörnurnar heldur virðist sama almenna textanum rótað milli merkja. „Svo mikil voru þau vísindi!“ segir Jóhannes á Facebooksíðu sinni og birtir mynd sem sýnir nákvæmlega þetta. Hefur þetta vakið verulega athygli. „Grunur minn reyndist réttur,“ segir Jóhannes.Kærastan áhugasöm um stjörnuspá Moggans Afhjúpun Jóhannesar á sér aðdraganda, rannsóknir hans eiga sér rót í sárri persónulegri reynslu eins og Vísir komst að þegar rætt var við Jóhannes. „Þetta byrjaði eiginlega árið 2004, þegar ég átti kærustu sem var mikill áhugamaður um stjörnumerki og stjörnuspár. Hún las þær alltaf upphátt fyrir mig yfir morgunmatnum og bað mig að túlka – sem ég gerði með bros á vör.“Óveðurskýin hrannast uppÞetta var meðan allt lék í lyndi en fljótlega tóku þó óveðursskýin að hrannast upp við sjóndeildarhringinn. „Einn daginn kvað þó við annan tón í þessum spám. Þær voru allar á einn veg: Miklar breytingar framundan í einkalífinu... vertu óhrædd við að taka stórar ákvarðanir... hættu með kærastanum þínum og leitaðu hófanna annars staðar... Og þar fram eftir götunum.“Afhjúpun Jóhannesar hefur þegar vakið verulega athygli -- er mörgum brugðið; og hætt við að þeim bregði enn þegar þeir átta sig á forsögu málsins.Þegar þarna var komið sögu var farið að fara verulega um Jóhannes, og ekki að ófyrirsynju: „Eftir nokkrar vikur lét hún mig róa. Ef stjörnurnar voru ekki með okkur í liði, þá væru forlögin ekki með okkur í liði. Og hver getur flúið þau? Það var í sjálfu sér lítið sem ég gat sagt við þessu.“Byrjaði með stjörnuspámanninum sjálfumÞau sem sagt skildu skiptum en það var eins og forlögin væru með staukinn á lofti, til þess eins að salta í sárin. „Stuttu seinna byrjaði hún með gæjanum sem sá um stjörnuspána í þessu ágæta blaði. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þetta allt saman. Sérstaklega ef maður skoðar stjörnuspána hennar eftir að þau byrjuðu saman: Þú tókst rétta ákvörðun... framtíðin er björt... þú ert í góðum höndum núna... mundu eftir að sækja jakkafötin í hreinsun...“Hafði ímugust á stjörnuspám eftir sára persónulega reynsluVarla er nokkur maður sem heldur því gegn Jóhannesi þó hann hafi fyllst tortryggni gegn þessum dagskrárlið í hinu fornfræga Morgunblaði. „Síðan, eins og gefur að skilja, hef ég haft ímugust á stjörnuspám og kúltúrnum í kring um þær. Þetta er náttúrulega bara glórulaus della og húmbúkk – og ef mér hefur tekist að svipta hulunni af því, þá er til einhvers unnið!“
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira