Innlent

Mistök að samþykkja umsókn í ESB

SB skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson segist hafa gert mistök þegar hann studdi umsókn Íslendinga í Evrópusambandið.  Hann vill flýta samningaviðræðunum og leggja málið í dóm kjósenda.

Ögmundur segir að Evrópusambandið sé að draga aðildarviðræðurnar á langinn meðan reynt sé að egna þjóðina með peningastyrkjum og fagurgala. Hannsegist standa við þann málefnasamning sem gerður var við Samfylkinguna en Ögmundur studdi umsóknina inn í ESB í atkvæðagreiðslu árið 2009.

„Það breytir því þó ekki að þetta ferli hefur orðið á annan veg en ég taldi. Í stað samningaviðræðna erum við ansi nálægt því að vera komin inn í aðlögunarferli og viðræðurnar snúast að verulegu leiti um þetta. Að þessum sökum hef e´g talað fyrir því að við reynum að komast upp úr þessu fari og reynum að stytta þetta umræðuferli um þau stóru mál sem þarf að kjósa um,“ segir Ögmundur.

Nú er ljóst að fyrstu kaflarnir sem samið verður um eru tiltölulega léttvægir. Ætti að byrja á erfiðu köflunum og drífa málið í atkvæðagreiðslu?

„Ég hef alltaf verið fylgjandi því. Eru nokkur atriði sem menn horfa til. Sjávarútvegurinn og landbúnaður. Þó í mínum huga snúist þetta um lýðræðið. Ég er andvígur inngöngu í ESB hvað sem kemur út úr þessum viðræðum en við eigum að fá það á borðið hvað kemur út úr þeim viðræðum og ganga til atkvæðagreiðslu um það,“ segir Ögmundur.

Ögmundur var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi í morgun en þátturinn er í heild hér í útvarpshlutanum á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×