Mjólkursamsalan breytir mysu í vín jón hákon halldórsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Það kann að vera að áfengi, sem framleitt er úr alíslenskri mysu, verði að finna í hillum Vínbúðanna innan skamms. vísir/gva Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Háskólinn á Akureyri var fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. „Við myndum leggja til vinnu og efni og mögulega eitthvert fjármagn. En það eru þessar rannsóknarstofnanir sem myndu fá rannsóknarstyrkinn,“ segir Björn. Björn segir að við vinnslu á etanóli úr mysunni yrðu þrír möguleikar á nýtingu. Í fyrsta lagi væri hægt að vinna lífrænt eldsneyti en þar yrði ávinningurinn minnstur. Spírinn sé líka notaður á rannsóknarstofum og í alls kyns iðnaði. Þriðji og mest spennandi kosturinn sé að nýta etanólið sem vínanda. Til dæmis eins og í líkjöragerð eins og gert er í Foss. „Við sjáum fyrir okkur að við gætum þá útvegað íslenskan spíra, ef þetta gengur allt upp, til þessara íslensku framleiðenda sem þyrftu þá ekki að kaupa hann að utan,“ segir Björn. Vara á borð við til dæmis Björk og Birki yrði þá alíslensk vara. Og hann telur að hin alíslenska vara verði þá meira spennandi fyrir vikið. „Það er ákveðin saga að geta sagt að þetta sé spíri úr mysu og að þetta sé aukaafurð, sem hafi verið illa nýtt áður, en svo verða gerð verðmæti úr þessu,“ segir Björn. Foss tilkynnti í ágúst í fyrra að fyrirtækið væri á leið með vörur sínar, Björk og Birki, á markað í Bandaríkjunum og hefur varan verið í sölu þar um nokkurra mánaða skeið. Að auki er varan seld í Danmörku og svo auðvitað á Íslandi. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Háskólinn á Akureyri var fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. „Við myndum leggja til vinnu og efni og mögulega eitthvert fjármagn. En það eru þessar rannsóknarstofnanir sem myndu fá rannsóknarstyrkinn,“ segir Björn. Björn segir að við vinnslu á etanóli úr mysunni yrðu þrír möguleikar á nýtingu. Í fyrsta lagi væri hægt að vinna lífrænt eldsneyti en þar yrði ávinningurinn minnstur. Spírinn sé líka notaður á rannsóknarstofum og í alls kyns iðnaði. Þriðji og mest spennandi kosturinn sé að nýta etanólið sem vínanda. Til dæmis eins og í líkjöragerð eins og gert er í Foss. „Við sjáum fyrir okkur að við gætum þá útvegað íslenskan spíra, ef þetta gengur allt upp, til þessara íslensku framleiðenda sem þyrftu þá ekki að kaupa hann að utan,“ segir Björn. Vara á borð við til dæmis Björk og Birki yrði þá alíslensk vara. Og hann telur að hin alíslenska vara verði þá meira spennandi fyrir vikið. „Það er ákveðin saga að geta sagt að þetta sé spíri úr mysu og að þetta sé aukaafurð, sem hafi verið illa nýtt áður, en svo verða gerð verðmæti úr þessu,“ segir Björn. Foss tilkynnti í ágúst í fyrra að fyrirtækið væri á leið með vörur sínar, Björk og Birki, á markað í Bandaríkjunum og hefur varan verið í sölu þar um nokkurra mánaða skeið. Að auki er varan seld í Danmörku og svo auðvitað á Íslandi.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira