Innlent

Mona Lisa numin á brott í björtu

Snærós Sindradóttir skrifar
Hér sést listaverkið við opnun sýningarinnar. Ekki er vitað hvar Mona Lisa er nú niðurkomin.
Hér sést listaverkið við opnun sýningarinnar. Ekki er vitað hvar Mona Lisa er nú niðurkomin. mynd/aðsend
Innsetningarverki á Klambratúni, sem ber heitið Nono Lisa, var stolið um miðjan dag á laugardag. Um er að ræða eftirprentun af Monu Lisu. Verkið var sýnt í menningarhúsinu Skúrnum.

Þegar sýningin var opnuð hafði rúða þegar verið brotin í skúrnum en listakonan að baki sýningunni, Sara Björnsdóttir, segir að hin brotna rúða hafi í raun þjónað verkinu betur en ef hún hefði verið óbrotin.

Hugsunin að baki verkinu var að sýna hve menningarsnautt samfélagið er. Sara segir að þrátt fyrir að þjófnaðurinn sanni í raun það sem hún hafi viljað segja með verkinu þá sé það engu að síður sárt að einhver hafi viljað skemma verk hennar.

Þjófnaðurinn hefur verið kærður til lögreglu en ekki er vitað hvar Mona Lisa er niður komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×