Viðskipti innlent

Moody´s reiknar með 2,5% hagvexti á Íslandi

Matsfyrirtækið Moody´s reiknar með hóflegum hagvexti eða 2,5% á Íslandi í ár og á næsta ári.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Moody´s þar sem lánshæfiseinkunn Íslands er staðfest í Baa3 með neikvæðum horfum.

Moody's segir að lánshæfiseinkunn Íslands verði hækkuð ef merki sjást um kröftugan og varanlegan efnahagsbata, aðhald verði áfram í ríkisfjármálum og að krónan haldist stöðug  meðan á afléttingu gjaldeyrishaftanna stendur.

Einkunnin gæti hinsvegar lækkað ef slakað verður á aðhaldi í ríkisrekstrinum eða ef Icesave málið leiðir til miklu hærri skuldbindinga fyrir hið opinbera en útlit er fyrir.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar kemur fram að Moody´s metur styrk íslenska hagkerfisins í meðallagi. Þrátt fyrir verulegan samdrátt í kjölfar banka- og gjaldeyriskreppunnar sé Ísland enn á meðal best stæðu landa heims á mælikvarða landsframleiðslu á mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×