Erlent

Morðrannsókn eftir gassprengju í Oldham

Lögreglan fékk tilkynningu um heimiliserjur hjá nágranna á mánudagskvöldið, Andrew Partington.
Lögreglan fékk tilkynningu um heimiliserjur hjá nágranna á mánudagskvöldið, Andrew Partington. mynd/afp
Morðrannsókn er hafin eftir að tveggja ára barn, Jamie Heaton; lét lífið í gassprengju í Oldham í gær. Rannsóknin hófst þegar lögreglu barst upplýsingar að sprengjan kunni ekki að hafa verið slys.

Lögreglan fékk tilkynningu um heimiliserjur hjá nágranna á mánudagskvöldið, Andrew Partington. Eftir sprengjuna var hann fluttur á spítala meðvitundarlaus með alvarlega brunaáverka.

Lögreglan segir að Partington hafi verið einn í húsinu þegar sprengjan átti sér stað og hann verður yfirheyrður þegar hann rankar við sér.

Móðir barnsins var úti í garði að hengja upp þvott og skildi hann eftir fyrir framan sjónvarpið.

Eftir sprengjuna voru yfir hundrað heimili rýmd á svæðinu en flestum hefur verið gefið leyfi að snúa aftur heim til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×