Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 17:22 Snæland Video var til húsa í Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september sl. Vísir/Vilhelm Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gærkvöldi af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. Á innan við sólarhring hafa hátt í 150 manns skrifað undir listann. Verktakinn hyggst breyta húsnæðinu þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Söluturninn Snæland Video var áður til húsa að Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Haldinn var íbúafundur í hverfinu á miðvikudaginn í síðustu viku vegna málsins. Fundurinn var haldinn að frumkvæði íbúa í hverfinu og mættu fulltrúar bæjarins á fundinn, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. Fullt var út úr dyrum á fundinum. Í kjölfar fundarins sendi einn íbúi hverfisins bæjarstjórn Kópavogs bréf þar sem fram kemur fram að fundurinn hafi einkennst af reiði og andstöðu við þær breytingar sem Magni ehf. hyggst gera á húsnæðinu á Furugrund 3. Þá segir á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar að íbúar í hverfinu séu afar ósáttir við „hvernig tillögur að breytingum hafa verið kynntar okkur, og að þröngva eigi breytingum á aðalskipulagi í gegn, þvert á vilja okkar.“ Íbúarnir segjast sjálfir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi húsnæðið betur en undir litlar 2-3 herbergja íbúðir sem að mati íbúanna vantar ekki í hverfið: „Snælandshverfið er þegar þéttbyggt með tilheyrandi umferðar- og bílastæðavanda. Hverfið einkennist af því að hér eru annars vegar mjög margar litlar íbúðir og hins vegar stærri einbýlishús. Litlar 2ja-3ja herbergja íbúðir eins og stendur til að byggja eru alls ekki það sem vantar í hverfið.“ Íbúarnir telja að nýta megi húsnæðið betur, til dæmis með því að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Þá hafi einnig komið fram hugmyndir um að hafa þjónustu við aldraða og/eða fatlaða í húsinu, bókasafn eða eitthvað slíkt. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gærkvöldi af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. Á innan við sólarhring hafa hátt í 150 manns skrifað undir listann. Verktakinn hyggst breyta húsnæðinu þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Söluturninn Snæland Video var áður til húsa að Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Haldinn var íbúafundur í hverfinu á miðvikudaginn í síðustu viku vegna málsins. Fundurinn var haldinn að frumkvæði íbúa í hverfinu og mættu fulltrúar bæjarins á fundinn, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. Fullt var út úr dyrum á fundinum. Í kjölfar fundarins sendi einn íbúi hverfisins bæjarstjórn Kópavogs bréf þar sem fram kemur fram að fundurinn hafi einkennst af reiði og andstöðu við þær breytingar sem Magni ehf. hyggst gera á húsnæðinu á Furugrund 3. Þá segir á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar að íbúar í hverfinu séu afar ósáttir við „hvernig tillögur að breytingum hafa verið kynntar okkur, og að þröngva eigi breytingum á aðalskipulagi í gegn, þvert á vilja okkar.“ Íbúarnir segjast sjálfir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi húsnæðið betur en undir litlar 2-3 herbergja íbúðir sem að mati íbúanna vantar ekki í hverfið: „Snælandshverfið er þegar þéttbyggt með tilheyrandi umferðar- og bílastæðavanda. Hverfið einkennist af því að hér eru annars vegar mjög margar litlar íbúðir og hins vegar stærri einbýlishús. Litlar 2ja-3ja herbergja íbúðir eins og stendur til að byggja eru alls ekki það sem vantar í hverfið.“ Íbúarnir telja að nýta megi húsnæðið betur, til dæmis með því að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Þá hafi einnig komið fram hugmyndir um að hafa þjónustu við aldraða og/eða fatlaða í húsinu, bókasafn eða eitthvað slíkt.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira