Erlent

Mótmæla mosku við tvíburaturnana

Óli Tynes skrifar
Árásin á tvíburaturnana.
Árásin á tvíburaturnana.

Mikil mótmælaalda hefur risið í New York vegna áætlana um að byggja risastórt bænahús múslima rétt hjá þar sem tvíburaturnarnir stóðu.

Ætlunin er að leggja hornstein að moskunni 11. september á næsta ári þegar tíu ár eru liðin frá árásinni á Bandaríkin.

Moskan á að vera hluti af þrettán hæða menningarmiðstöð múslima og þar á einnig að vera sundlaug, leikfimisalur, leikhús og fleira.

Mörgum ættingjum þeirra sem fórust í árásinni þykir þetta vera vanvirðing við minningu þeirra.

Talskona samtaka múslima sem standa að byggingunni segir hinsvegar að islam sé orðin Amerísk trú.

Það þurfi að breyta árásinni 11. september í eitthvað jákvætt. Moskan muni vera sterkur vettvangur þess stóra meirihluta múslima sem hafi ekkert með öfgatrú að gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×