Mótmæli sveitunga munu engu breyta Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2017 06:00 Svavar Pétur Eysteinsson bóndi segir óboðlegt að fresta eigi framkvæmdinni. Þau hjónin sprengdu þrjú dekk á einni viku í fyrrasumar og hyggjast mótmæla þar til stjórnvöld skilja að "þetta rugl“ verði ekki látið líðast. Mynd/Ólafur Björnsson „Við ætlum bara að halda þessu áfram og verða til enn meiri óþæginda til að reyna að koma yfirvöldum í skilning um að við látum þetta rugl ekki líðast,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði og einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Tvö hundruð manns á um sextíu bílum tóku þátt í að loka þjóðvegi eitt við Berufjarðarbotn í gær vegna þess að hætt var við að malbika veginn eftir að í ljós kom að ekki var tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samþykkta samgönguáætlun.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.vísir/anton brinkSvavar segir að lokun malbikunar í Berufirði hafi staðið yfir í áratugi. Ekki komi til greina að slá framkvæmdinni á frest enn á ný. „Það fóru þrjú dekk á einni viku hjá okkur í fyrrasumar. Það er bara of mikið. Því fylgir kostnaður, tími, óþægindi og vesen,“ segir Svavar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir mótmæli heimamanna engu breyta. Búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum en hann vonist til að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. „Í sjálfu sér skil ég vel gremju fólks víða um land út af þessari alvarlegu stöðu en þetta er bara staðan. Samgönguáætlun hafði gert ráð fyrir mun meiri viðbót, en þeim fjórum milljörðum sem bætt var við, en það gekk bara ekki eftir. Við höfum reynt að forgangsraða með tilliti til stöðu mála og umferðaröryggis.“ Jón segir veginn um Berufjarðarbotn ofarlega á dagskrá en einnig séu margar aðrar nýframkvæmdir sem hafi þurft að fresta vegna klúðursins með samgönguáætlun. „Það er bara ekki svigrúm. Mikið af þessu fé sem við höfðum til umráða var bundið við framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað. Það eru í öllum fjórðungum mjög brýn verkefni sem bíða.“ Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna komu sveitungar á Austurlandi á um sextíu bifreiðum til að loka veginum.Mynd/Ólafur BjörnssonAð sögn ráðherrans stendur nú yfir könnun á því hvort hægt sé að fjármagna nokkrar stórar og fjárfrekar framkvæmdir með sérfjármögnun. „Það myndi jafngilda því að fé til nýframkvæmda allt að því tvöfaldist á þeim árum sem fram undan eru. Það myndi lyfta grettistaki í uppbyggingu.“ Jón tekur undir greiningu Arion banka, sem birtist fyrir helgi, að uppsöfnuð þörf samgöngukerfisins sé rúmir tuttugu milljarðar. Eins og Jón bendir glögglega á eru fleiri verkefni í öðrum landsfjórðungum sett á bið vegna niðurskurðarins. Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum sendu frá sér tilkynningu þar sem niðurskurðurinn er sagður áfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Mótmælin stóðu yfir í um tvær klukkustundir en skipuleggjendur eru nú þegar farnir að undirbúa fleiri mótmæli af þessu tagi.Mynd/Ólafur Björnsson Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Við ætlum bara að halda þessu áfram og verða til enn meiri óþæginda til að reyna að koma yfirvöldum í skilning um að við látum þetta rugl ekki líðast,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði og einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Tvö hundruð manns á um sextíu bílum tóku þátt í að loka þjóðvegi eitt við Berufjarðarbotn í gær vegna þess að hætt var við að malbika veginn eftir að í ljós kom að ekki var tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samþykkta samgönguáætlun.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.vísir/anton brinkSvavar segir að lokun malbikunar í Berufirði hafi staðið yfir í áratugi. Ekki komi til greina að slá framkvæmdinni á frest enn á ný. „Það fóru þrjú dekk á einni viku hjá okkur í fyrrasumar. Það er bara of mikið. Því fylgir kostnaður, tími, óþægindi og vesen,“ segir Svavar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir mótmæli heimamanna engu breyta. Búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum en hann vonist til að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. „Í sjálfu sér skil ég vel gremju fólks víða um land út af þessari alvarlegu stöðu en þetta er bara staðan. Samgönguáætlun hafði gert ráð fyrir mun meiri viðbót, en þeim fjórum milljörðum sem bætt var við, en það gekk bara ekki eftir. Við höfum reynt að forgangsraða með tilliti til stöðu mála og umferðaröryggis.“ Jón segir veginn um Berufjarðarbotn ofarlega á dagskrá en einnig séu margar aðrar nýframkvæmdir sem hafi þurft að fresta vegna klúðursins með samgönguáætlun. „Það er bara ekki svigrúm. Mikið af þessu fé sem við höfðum til umráða var bundið við framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað. Það eru í öllum fjórðungum mjög brýn verkefni sem bíða.“ Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna komu sveitungar á Austurlandi á um sextíu bifreiðum til að loka veginum.Mynd/Ólafur BjörnssonAð sögn ráðherrans stendur nú yfir könnun á því hvort hægt sé að fjármagna nokkrar stórar og fjárfrekar framkvæmdir með sérfjármögnun. „Það myndi jafngilda því að fé til nýframkvæmda allt að því tvöfaldist á þeim árum sem fram undan eru. Það myndi lyfta grettistaki í uppbyggingu.“ Jón tekur undir greiningu Arion banka, sem birtist fyrir helgi, að uppsöfnuð þörf samgöngukerfisins sé rúmir tuttugu milljarðar. Eins og Jón bendir glögglega á eru fleiri verkefni í öðrum landsfjórðungum sett á bið vegna niðurskurðarins. Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum sendu frá sér tilkynningu þar sem niðurskurðurinn er sagður áfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Mótmælin stóðu yfir í um tvær klukkustundir en skipuleggjendur eru nú þegar farnir að undirbúa fleiri mótmæli af þessu tagi.Mynd/Ólafur Björnsson
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57