Innlent

Mottumars hjá strætisvögnum

Bjarki Ármannsson skrifar
Um 30 vagnar á götum borgarinnar skarta nú yfirvaraskeggi.
Um 30 vagnar á götum borgarinnar skarta nú yfirvaraskeggi. Vísir/Pjetur
Átakið Mottumars hófst um helgina og má af því tilefni sjá strætisvagna á götum Reykjavíkurborgar skarta myndarlegu yfirvaraskeggi út mánuðinn. Þetta er hluti af nýju verkefni Strætó bs. sem felst í því að góðgerðarsamtök fá að kynna viðburði á sínum vegum á strætisvögnum.

„Mottumars er bara í gangi, það er ekkert flóknara en það,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, um gjörninginn. Auk yfirvaraskeggjanna segir hann að farþegar megi eiga von á því að vagnstjóri þeirra verði í búningi næstkomandi miðvikudag, öskudag.

„Það eru einhverjir sem hafa lýst yfir þeim vilja að fá að vera í búningi,“ segir Reynir. „Við leyfum það.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×