MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. júlí 2016 18:44 Stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar segir að hækka þurfi vöruverð um tvö prósent til að greiða 480 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið í gær. Hins vegar mætti alveg færa rök fyrir því að bændur tækju kostnað við greiðslu sektarinnar á sig. Samkeppniseftirlitið lagði í gær 480 milljón króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hyggst fyrirtækið áfrýja ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Stjórnarformaður MS segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggða á misskiling og rangtúlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Mér finnst nú stofnunin, Samkeppnisstofnun, hafa svona verið í atlögu að þessu fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa leyft mjólkuriðnaðinum að starfa í á undangengnum árum. Það er að við megum hafa samstarf og verkaskiptingu til að ná niður kostnaði,” segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið ekki enga varasjóði til að fjármagna þessa sekt en hún verði fjármögnuð með lántöku til að byrja með.Lendir annað hvort á bændum eða neytendum„Þannig að öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill.Fyrst þú segir þetta. Það voru bændur sem brutu af sér, Mjólkursamsalan sem braut af sér. Væri þá ekki réttara að þeir aðilar beri sektina, frekar en neytendur?„Nú ertu að segja að við höfum brotið af okkur.”Nei, Samkeppniseftirlitið segir það.„Jájá það má alveg færa fyrir því rök, alveg færa fyrir því rök. En ég minni bara á það í hvaða vegferð við höfum verið á undangengnum árum um það að hagræða og ná niður kostnaði og fyrirtækið er núllstillt eins og ég segi af opinberum aðilum” segir Egill.Þyrfti að hækka verð um 2% Hann segir erfitt að segja til um hvenær umræddar hækkanir koma til framkvæmda, ef af þeim verður. Þó sé nokkurn veginn ljóst hversu mikið þyrfti að hækka verð. „Mjólkursamsalan er að velta á ári um 25-26 milljörðum. Og ef þú þarft að hækka verð út á markað um 500 milljónir þá er það nú einfalt reikningsdæmi fyrir þá sem eru klókir, það eru tvö prósent,” segir Egill. Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53 MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar segir að hækka þurfi vöruverð um tvö prósent til að greiða 480 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið í gær. Hins vegar mætti alveg færa rök fyrir því að bændur tækju kostnað við greiðslu sektarinnar á sig. Samkeppniseftirlitið lagði í gær 480 milljón króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hyggst fyrirtækið áfrýja ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Stjórnarformaður MS segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggða á misskiling og rangtúlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Mér finnst nú stofnunin, Samkeppnisstofnun, hafa svona verið í atlögu að þessu fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa leyft mjólkuriðnaðinum að starfa í á undangengnum árum. Það er að við megum hafa samstarf og verkaskiptingu til að ná niður kostnaði,” segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið ekki enga varasjóði til að fjármagna þessa sekt en hún verði fjármögnuð með lántöku til að byrja með.Lendir annað hvort á bændum eða neytendum„Þannig að öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill.Fyrst þú segir þetta. Það voru bændur sem brutu af sér, Mjólkursamsalan sem braut af sér. Væri þá ekki réttara að þeir aðilar beri sektina, frekar en neytendur?„Nú ertu að segja að við höfum brotið af okkur.”Nei, Samkeppniseftirlitið segir það.„Jájá það má alveg færa fyrir því rök, alveg færa fyrir því rök. En ég minni bara á það í hvaða vegferð við höfum verið á undangengnum árum um það að hagræða og ná niður kostnaði og fyrirtækið er núllstillt eins og ég segi af opinberum aðilum” segir Egill.Þyrfti að hækka verð um 2% Hann segir erfitt að segja til um hvenær umræddar hækkanir koma til framkvæmda, ef af þeim verður. Þó sé nokkurn veginn ljóst hversu mikið þyrfti að hækka verð. „Mjólkursamsalan er að velta á ári um 25-26 milljörðum. Og ef þú þarft að hækka verð út á markað um 500 milljónir þá er það nú einfalt reikningsdæmi fyrir þá sem eru klókir, það eru tvö prósent,” segir Egill.
Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53 MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00
Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05