Innlent

Mun fleiri nota hjól eingöngu

Sífellt fleiri hjóla til vinnu og í tómstundum sínum.
Sífellt fleiri hjóla til vinnu og í tómstundum sínum. fréttablaðið/stefán
Mikil aukning hefur orðið á hjólreiðum í Reykjavík, samkvæmt nýrri og viðamikilli ferðavenjukönnun. 3,8% aðspurðra fara allra ferða sinna á reiðhjóli, en aðeins 0,8% svöruðu á þennan veg árið 2002 þegar sambærileg könnun var gerð.

Flestar ferðir voru farnar á reiðhjóli í miðborginni, Vesturbæ, Laugardal og Árbæ eða 6-7%. 61% aðspurðra segjast hjóla allt árið um kring eða hluta úr ári, en 39% aldrei.

Könnunin var unnin af Capacent-Gallup. Í úrtaki voru 10.140 og var svarhlutfall tæplega 35%.- shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×