Munnmök ástæða aukningar krabbameins í munni Karen Kjartansdóttir skrifar 17. október 2010 19:19 Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur. Munnmök eru talin orsök þess að tíðni krabbameins í munni og hálsi er orðið helmingi algengara en fyrir um 20 árum. Faraldsfræðingur segir veiru sem getur orsakað krabbameinið hafa smitast mjög víða hér á landi enda eigi Íslendingar yfirleitt fleiri rekkjunauta en gengur og gerist í öðrum löndum. Kynfæravörtur eru einn algengasti kynsjúkdómur í heiminum í dag, en talið er að um 80 prósent þeirra sem stunda kynlíf hafi einhver tímann smitast af kynfæravörtusýkingu. Aðeins lítill hluti þessa fólks fær þó vörtur sem sjást með berum augum. Veirurnar sem valda svo þessum vörtum eru kallaðar HPV-veirur og eru ítrekaðar sýkingar talin helsta orsök leghálskrabbameins. Veiran smitast aðallega við samfarir en geta einnig smitast við munnmök. Síðarnefnda smitleiðin hefur reyndar mjög lítið verið rædd. Í heimildamynd frá Breska ríkissjónvarpinu, BBC, sem breska blaðið Guardian, fjallar um í dag, er málið reyndar kallað eitt af síðustu tabúum kynlífsins. Þar er einnig greint frá nýrri breskri rannsókn sem sýnir að að tíðni krabbameins í munni og hálsi hefur aukist um helming meðal ungra breskra karlmanna. Segja sérfræðingar Krabbameinsfélag Bretlands faraldur í uppsiglingu. Aukning er einnig meðal kvenna, en ekki nærri jafn mikil. Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur, segir að enn hafi ekki orðið vart við aukningu á krabbameini í munni hér á landi. Hún segir þó að HPV veiran sé mjög útbreidd hér á landi. Stór rannsókn sem gerð var á Norðurlöndum hafi sýnt sláandi niðurstöður. „Við vorum mjög leið að sjá það að á Íslandi er langhæst tíðni af kynfæravörtusmiti hjá ungum konunum, ekki eldri konum en þar var tíðnin lægst. Það er greinilegt að þetta smit hefur verið aukast jafnt og þétt hjá yngri fólki," segir Laufey. Fjöldi rekkjunauta skiptir mestu máli í því samhengi. En hvað er hægt að gera til að reyna stemma stigu við þessari þróun? „Líkurnar fara algjörlega eftir því hvað maður sefur hjá mörgum og þær eru mjög miklar ef maður sefur hjá einhverjum sem er komin með þetta smit. Það sem maður getur fyrst og fremst gert er náttúrulega að sofa ekki hjá mörgum og velja vel vegna þess að það fer líka eftir því hversu hjá mörgum sem maður hefur sefur hjá hefur sofið hjá," segir Laufey. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Munnmök eru talin orsök þess að tíðni krabbameins í munni og hálsi er orðið helmingi algengara en fyrir um 20 árum. Faraldsfræðingur segir veiru sem getur orsakað krabbameinið hafa smitast mjög víða hér á landi enda eigi Íslendingar yfirleitt fleiri rekkjunauta en gengur og gerist í öðrum löndum. Kynfæravörtur eru einn algengasti kynsjúkdómur í heiminum í dag, en talið er að um 80 prósent þeirra sem stunda kynlíf hafi einhver tímann smitast af kynfæravörtusýkingu. Aðeins lítill hluti þessa fólks fær þó vörtur sem sjást með berum augum. Veirurnar sem valda svo þessum vörtum eru kallaðar HPV-veirur og eru ítrekaðar sýkingar talin helsta orsök leghálskrabbameins. Veiran smitast aðallega við samfarir en geta einnig smitast við munnmök. Síðarnefnda smitleiðin hefur reyndar mjög lítið verið rædd. Í heimildamynd frá Breska ríkissjónvarpinu, BBC, sem breska blaðið Guardian, fjallar um í dag, er málið reyndar kallað eitt af síðustu tabúum kynlífsins. Þar er einnig greint frá nýrri breskri rannsókn sem sýnir að að tíðni krabbameins í munni og hálsi hefur aukist um helming meðal ungra breskra karlmanna. Segja sérfræðingar Krabbameinsfélag Bretlands faraldur í uppsiglingu. Aukning er einnig meðal kvenna, en ekki nærri jafn mikil. Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur, segir að enn hafi ekki orðið vart við aukningu á krabbameini í munni hér á landi. Hún segir þó að HPV veiran sé mjög útbreidd hér á landi. Stór rannsókn sem gerð var á Norðurlöndum hafi sýnt sláandi niðurstöður. „Við vorum mjög leið að sjá það að á Íslandi er langhæst tíðni af kynfæravörtusmiti hjá ungum konunum, ekki eldri konum en þar var tíðnin lægst. Það er greinilegt að þetta smit hefur verið aukast jafnt og þétt hjá yngri fólki," segir Laufey. Fjöldi rekkjunauta skiptir mestu máli í því samhengi. En hvað er hægt að gera til að reyna stemma stigu við þessari þróun? „Líkurnar fara algjörlega eftir því hvað maður sefur hjá mörgum og þær eru mjög miklar ef maður sefur hjá einhverjum sem er komin með þetta smit. Það sem maður getur fyrst og fremst gert er náttúrulega að sofa ekki hjá mörgum og velja vel vegna þess að það fer líka eftir því hversu hjá mörgum sem maður hefur sefur hjá hefur sofið hjá," segir Laufey.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira