Munntóbakið valdi hrinu krabbameina Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum, óttast að aukin notkun munntóbaks eigi eftir að skila sér í holskeflu krabbameinstilvika hjá fólki á besta aldri þegar fram líða stundir.Fréttablaðið/Anton Slímhúðarskemmdir í munni og önnur mein af völdum tóbaks sem sett er í munn getur komið af stað ferli sem endar með krabbameini. Þetta segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hún segir tannlækna hafa orðið vara við slíkar skemmdir og kveðst óttast að munntóbaksnotkun ungmenna nú eigi eftir að koma fram í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir um tuttugu ár eða svo. „Ef skemmdir sjást í fólki á tvítugsaldri þá verður það um fertugt eftir tuttugu ár, og það er heldur ungt til að fá krabbamein." Hingað til segir Agnes mjög erfitt hafa verið að meðhöndla krabbamein í munnholi og hálsi. „Þau dreifa sér ekki mikið, en vaxa mjög aggressívt, þannig að kannski þarf að taka kjálkann eða tunguna. Það er meiriháttar mál að fá þessa tegund krabbameins." Agnes varar við fullyrðingum, sér í lagi í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir, um að munntóbak sé skaðlítið, eða góður kostur fyrir fólk sem vilji hætta að reykja. „Ég veit nú samt ekki til þess að gerðar hafi verið rannsóknir á íslensku tóbaki, en geri ekki ráð fyrir að það sé bráðhollt í samanburði við erlent munntóbak, þótt vissulega geti það verið misjafnt." Margbúið er að sýna fram á skaðsemi munntóbaks í erlendum rannsóknum, þar á meðal nýjum rannsóknum á „sænsku snusi" sem bendi til að notkun þess leiði til aukinnar hættu á krabbameini í munnholi og hálsi. „Og maður hefur af þessu verulegar áhyggjur því markhópurinn sem er að nota þetta eru ungir íþróttamenn." Agnes segir umræðuna nú minna á umræðu um reykingar fyrir um þrjátíu árum. „Þá hafði enginn trú á því að þetta gæti haft einhvern skaða í för með sér. En svo kemur í ljós að í heiminum deyja hundruð milljóna manna af völdum reykinga." Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Slímhúðarskemmdir í munni og önnur mein af völdum tóbaks sem sett er í munn getur komið af stað ferli sem endar með krabbameini. Þetta segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hún segir tannlækna hafa orðið vara við slíkar skemmdir og kveðst óttast að munntóbaksnotkun ungmenna nú eigi eftir að koma fram í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir um tuttugu ár eða svo. „Ef skemmdir sjást í fólki á tvítugsaldri þá verður það um fertugt eftir tuttugu ár, og það er heldur ungt til að fá krabbamein." Hingað til segir Agnes mjög erfitt hafa verið að meðhöndla krabbamein í munnholi og hálsi. „Þau dreifa sér ekki mikið, en vaxa mjög aggressívt, þannig að kannski þarf að taka kjálkann eða tunguna. Það er meiriháttar mál að fá þessa tegund krabbameins." Agnes varar við fullyrðingum, sér í lagi í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir, um að munntóbak sé skaðlítið, eða góður kostur fyrir fólk sem vilji hætta að reykja. „Ég veit nú samt ekki til þess að gerðar hafi verið rannsóknir á íslensku tóbaki, en geri ekki ráð fyrir að það sé bráðhollt í samanburði við erlent munntóbak, þótt vissulega geti það verið misjafnt." Margbúið er að sýna fram á skaðsemi munntóbaks í erlendum rannsóknum, þar á meðal nýjum rannsóknum á „sænsku snusi" sem bendi til að notkun þess leiði til aukinnar hættu á krabbameini í munnholi og hálsi. „Og maður hefur af þessu verulegar áhyggjur því markhópurinn sem er að nota þetta eru ungir íþróttamenn." Agnes segir umræðuna nú minna á umræðu um reykingar fyrir um þrjátíu árum. „Þá hafði enginn trú á því að þetta gæti haft einhvern skaða í för með sér. En svo kemur í ljós að í heiminum deyja hundruð milljóna manna af völdum reykinga."
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira