Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 20:00 Forsíða nýjasta eintaks Men's Health en þar má finna ljósmyndaþátt Jóhannesar. „Þetta var algjört draumaverkefni,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem nýverið var fenginn til þess að sjá um ljósmyndaþátt í umfjöllun um heilbrigði íslenskra karlmanna í nýjasta eintaki mest selda karlatímarits Bandaríkjanna. Tímaritið heitir Men's Health og er gefið út mánaðarlega í tæplega tveimur milljónum eintaka. Blaðið hóf göngu sína sem líkamsræktarblað en hefur fært sig yfir í alhliða umfjöllun um heilsu, mataræði og lífstíl fyrir hinn nútíma karlmann. Blaðamaður blaðsins kom hingað til lands til þess að fjalla um ástæður þess íslenskir karlmenn lifa að meðaltali fimm árum lengur en bandarískir kynbræður sínir. „Þetta var nokkuð ítarleg rannsókn á heilbrigði íslenskra karlmanna,“ segir Jóhannes. „Blaðamaðurinn kom hingað og ræddi m.a. við Kára Stefánsson, sagnfræðinginn Ármann Jakobsson og Óttar Guðmundsson lækni. Mitt hlutverk var svo að sjá um ljósmyndirnar.“Jóhannes á góðri stundu við tökur ljósmyndaþáttarins.Ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes myndar fyrir bandarísk tímarit Jóhannes er búsettur í Osló og stundar þar nám í ljósmyndun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur séð um ljósmyndaþætti hjá stórum bandarískum miðlum en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Bloomberg Business Week. Hann segir þó að þetta hafi verið stærsta verkefnið hingað til. „Ég sá um myndahliðina og allt sem tengdist því. Ég þurfti að finna módel og tökustaði. Ég fékk einn crossfit-gæja með mér og einn útivistargarp og var með þeim í samtals fjóra daga. Þetta er stærra en ég hef venjulega verið að gera,“ segir Jóhannes. Alls var hann staddur hér á viku á Íslandi og myndaði hann meðal annars Georg Breiðfjörð Ólafssson, elsta núlifandi Íslendinginn sem er 106 ára gamall. Eins og áður sagði er tímaritið Men's Health eitt það útbreiddasta í Bandaríkjunum og því ætti þetta tækifæri að vera góður stökkpallur fyrir Jóhannes. „Það skemmir allavega ekki að hafa þetta í portfólíunni,“ segir Jóhannes sem virðist vera búinn að finna draumastarfið. „Draumurinn væri að geta unnið við þetta alltaf.“ Sjá má myndirnar sem Jóhannes tók fyrir Men's Health hér fyrir neðan en hafi lesendur áhuga á að komast að því af hverju íslenskir karlmenn eru svona heilbrigðir ætti að vera hægt að nálgast nýjasta eintak Men's Health hjá öllum betri bóksölum.Jóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonGeorg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall.Jóhannes KjartanssonJóhannes Kjartansson Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Þetta var algjört draumaverkefni,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem nýverið var fenginn til þess að sjá um ljósmyndaþátt í umfjöllun um heilbrigði íslenskra karlmanna í nýjasta eintaki mest selda karlatímarits Bandaríkjanna. Tímaritið heitir Men's Health og er gefið út mánaðarlega í tæplega tveimur milljónum eintaka. Blaðið hóf göngu sína sem líkamsræktarblað en hefur fært sig yfir í alhliða umfjöllun um heilsu, mataræði og lífstíl fyrir hinn nútíma karlmann. Blaðamaður blaðsins kom hingað til lands til þess að fjalla um ástæður þess íslenskir karlmenn lifa að meðaltali fimm árum lengur en bandarískir kynbræður sínir. „Þetta var nokkuð ítarleg rannsókn á heilbrigði íslenskra karlmanna,“ segir Jóhannes. „Blaðamaðurinn kom hingað og ræddi m.a. við Kára Stefánsson, sagnfræðinginn Ármann Jakobsson og Óttar Guðmundsson lækni. Mitt hlutverk var svo að sjá um ljósmyndirnar.“Jóhannes á góðri stundu við tökur ljósmyndaþáttarins.Ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes myndar fyrir bandarísk tímarit Jóhannes er búsettur í Osló og stundar þar nám í ljósmyndun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur séð um ljósmyndaþætti hjá stórum bandarískum miðlum en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Bloomberg Business Week. Hann segir þó að þetta hafi verið stærsta verkefnið hingað til. „Ég sá um myndahliðina og allt sem tengdist því. Ég þurfti að finna módel og tökustaði. Ég fékk einn crossfit-gæja með mér og einn útivistargarp og var með þeim í samtals fjóra daga. Þetta er stærra en ég hef venjulega verið að gera,“ segir Jóhannes. Alls var hann staddur hér á viku á Íslandi og myndaði hann meðal annars Georg Breiðfjörð Ólafssson, elsta núlifandi Íslendinginn sem er 106 ára gamall. Eins og áður sagði er tímaritið Men's Health eitt það útbreiddasta í Bandaríkjunum og því ætti þetta tækifæri að vera góður stökkpallur fyrir Jóhannes. „Það skemmir allavega ekki að hafa þetta í portfólíunni,“ segir Jóhannes sem virðist vera búinn að finna draumastarfið. „Draumurinn væri að geta unnið við þetta alltaf.“ Sjá má myndirnar sem Jóhannes tók fyrir Men's Health hér fyrir neðan en hafi lesendur áhuga á að komast að því af hverju íslenskir karlmenn eru svona heilbrigðir ætti að vera hægt að nálgast nýjasta eintak Men's Health hjá öllum betri bóksölum.Jóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonGeorg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall.Jóhannes KjartanssonJóhannes Kjartansson
Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira