Innlent

Myndbandið er ekki gabb - hellti upp á kaffi og tók svo upp

„Ég þurfti nú að fara á fund hérna úti á Egilsstöðum og hafði engan tíma til að fylgjast með þessu. Ég þurfti að gera athugasemd við skattlagninu hjá mér, það átti að tvírukka mig um staðgreiðslu af launum,“ segir Hjörtur meðal annars.
„Ég þurfti nú að fara á fund hérna úti á Egilsstöðum og hafði engan tíma til að fylgjast með þessu. Ég þurfti að gera athugasemd við skattlagninu hjá mér, það átti að tvírukka mig um staðgreiðslu af launum,“ segir Hjörtur meðal annars.
„Þetta er alls ekki sviðsett af mér, það er alveg fráleitt. Þetta er ekkert gabb," segir Hjörtur E. Kjerúlf, sem tók myndbandið af meintum Lagarfljótsormi á dögunum. Um tvær og hálf milljón notenda á YouTube hefur séð myndbandið.

Fjölmiðlar víða um heim velta því fyrir sér hvort að myndbandið sé ekki ekta. Bandaríska fréttastofan ABC ræddi við sérfræðing sem sagði í viðtali við stöðina að þetta væri líklega gabb.

Hjörtur segir að svo sé ekki. „Þetta var þarna í ánni þegar ég leit út um eldhúsgluggann þarna um morguninn, þá sé ég þetta í ánni, ég veit ekkert hvort þetta var kvikyndi eða eitthvað annað," segir Hjörtur í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Hann tók þó ekki upp myndavélina strax þegar hann sá meintan Lagarfljótsorm. „Ég byrjaði á því að hella upp á kaffi, og svo sé ég að þetta er á sama stað og að þetta er þarna á einhverju sundi. Ég hugsa með mér að það væri gaman að eiga myndir af þessu. Það er ekki oft sem Lagafljótsormurinn lætur sjá sig," segir hann.

Ekki sé mögulegt að þetta hafi verið gabb af hans hálfu enda var hann nýbúinn að fá kvikmyndatökuvélina. „Ég setti þetta ekki á netið. Ég fór með það hérna upp á fréttastofu á Egilsstöðum og því var spólað af vélinni hjá mér inn á tölvuna hjá RÚV. Enda kann ég ekki á tölvur og nota þær ekki neitt."

Hann segist ekki hafa fylgst með verunni lengi enda hafi hann þurfti að útrétta. „Ég þurfti nú að fara á fund hérna úti á Egilsstöðum og hafði engan tíma til að fylgjast með þessu. Ég þurfti að gera athugasemd við skattlagninu hjá mér, það átti að tvírukka mig um staðgreiðslu af launum. Ég þurfti að fara á sýlsuskrifstofuna og rétta mitt mál," segir hann meðal annars í viðtalinu.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Hjört með því að smella á hlekkinn hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×