Innlent

Myndir af sigkötlunum í Mýrdalsjökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hópur manna, meðal annars á vegum Ferðaklúbbsins 4*4, Landsbjargar og fleiri vinna að gerð jöklakorta fyrir ferðamenn. Af því tilefni flugu þeir Hjörleifur Jóhannesson og Snævarr Guðmundsson yfir Mýrdalsjökul í morgun og tóku myndir af sigkötlunum í Kötluöskjunni sunnanverðri.

„Verið er að klára Mýrdalsjökul, en fyrir eru komnir Langjökull, Vatnajökull og Snæfellsjökull. Kortagerð er í höndum Snævarrs Guðmundssonar.  Athyglisvert er að sjá að jeppaslóð liggur í kant minni sigketilsins en augljóslega er þarna ekki fært í dag," segir Hjörleifur Jóhannesson.

Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá myndskeiðið sem þeir félagarnir gerðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×