Myndir ársins 2012 - Stormasamt ár kveður 31. desember 2012 18:00 Myndir ársins eru af ýmsum toga og koma fjölmörg mál við sögu. Veðurofsi, forsetakosningar, Landsdómur og stór hrunmál eru meðal atburða sem eru eftirminnilegastir á árinu 2012 eins og þetta safn gæðamynda ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis eru vitnisburður um. Kannski verður ársins 2012 helst minnst fyrir veðuröfgar, en á haustdögum gerði í tvígang veður sem hafði mikil áhrif um allt land. Mikill fjárskaði á Norðurlandi og veðurhæð syðra sem nálgaðist gömul met eru til vitnis um það. Þetta var árið sem Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn til setu á Bessastöðum sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Íslands. Eins kom Landsdómur saman í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, og var málið eitthvert það umdeildasta í samtímasögu Íslands. Stór hrunmál komu til kasta dómstóla. Þessum átökum lands og þjóðar má finna stað í myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis völdu sem lýsandi vitnisburð fyrir árið sem er að kveðja. Mynd/GVA Nývígður biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, og fráfarandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, við vígslu þeirrar fyrrnefndu. Mynd/GVA Snjórinn gerði vart við sig á árinu. Þessir kappar stóðu í ströngu á bílastæði í Efra-Breiðholti þegar ljósmyndara bar að garði. Mynd/GVA Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson mættu fyrir rétt í Héraðsdómi Reykjavíkur í Al-Thani málinu í mars. Mynd/Pjetur Sigurðsson Starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu húsleit í skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri og fluttu þaðan gögn til rannsóknar í mars. Mynd/Stefán Karlsson Geir H. Haarde var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fréttamenn eftir dómsuppkvaðningu Landsdóms í Þjóðmenningarhúsinu í apríl. Mynd/Pjetur Sigurðsson Veðurbarinn vegfarandi í vetrarveðri við Hringbraut. Mynd/Anton Brink Frú Vigdís Finnbogadóttir óskar nývígðum biskupi Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, til hamingju í anddyri Hallgrímskirkju. Mynd/Anton Brink Vel fór á með Jóni Gnarr borgarstjóra og Clarke Peters, leikara úr sjónvarpsseríunni The Wire, í Höfða í september. Þeir voru meðal þeirra sem kynntu dagskrá ráðstefnunnar Spirit of Humanity Forum. Mynd/Valgarður Gíslason Götulistamaður í Bankastræti í Reykjavík. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Söngkonan Lady Gaga tók á móti friðarverðlaunum LennonOno úr hendi Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Hörpu í haust. Mynd/Pjetur Sigurðsson Verslunin Bauhaus var opnuð í maí. Starfsmenn unnu hörðum höndum við að setja upp hillur og raða vörum í þær vikurnar fyrir opnun enda er verslunin um 22 þúsund fermetrar að stærð. Mynd/Anton Brink Hættulegt var að vera á ferli í óveðrinu í byrjun nóvember. Gangandi vegfarendur fuku um koll þar sem vindurinn var sterkastur. Mynd/Valgarður Gíslason Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, var léttur á brún við komuna til Íslands í vor. Mynd/GVA Reykvíkingur ársins, Theodóra Rafnsdóttir, veiddi fyrsta lax ársins og sinn Maríulax í Elliðaánum í sumar. Jón Gnarr borgarstjóri kíkir hér á aflann. Theodóra hefur starfað í þágu unglinga með skerta starfsgetu og að skógrækt á Breiðholtssvæðinu. Mynd/Valgarður Gíslason Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir mótmælum fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í nóvember. Félagið sagði tilefnið vera grimmilegar árásir Ísraelshers og fjöldamorð þeirra á palestínskum borgurum á Gaza-ströndinni. Mynd/GVA Dómsmál Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar vakti mikla athygli. Annþór var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sjö ára fangelsi og Börkur Birgisson í sex ára fangelsi fyrir alvarlegar líkamsárásir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Smávægileg átök áttu sér stað á milli stríðandi fylkinga á mótmælum sjómanna og útvegsmanna á Austurvelli í sumar. Mynd/Pjetur Sigurðsson Ný brú var lögð niður Kárastaðastíg í Almannagjá á Þingvöllum eftir að mikil sprunga kom í ljós á miðjum stígnum í fyrra. Mynd/GVA Pussy Riot-mótmæli við sendiráð Rússlands við Garðastræti í Reykjavík. Mynd/Anton Brink Sprenging í ofanleiti Öflug sprenging varð í íbúð við Ofanleiti 15. september. Maður sem í íbúðinni var lést af sárum sínum. Eftir ítarlega rannsókn var sprengingin rakin til gasleka í íbúðinni, en hún var svo öflug að hús í nágrenninu skulfu. Gríðarlegar skemmdir urðu á húsnæðinu og rúður brotnuðu í nærliggjandi húsum og bílum. Mynd/Stefán Karlsson Listamaðurinn Santiago Sierra stóð fyrir gjörningi í aðdraganda sýningar sinnar í Hafnarhúsi í byrjun árs. Listaverkið NO er stór skúlptúr sem ferðast hefur um heiminn síðan 2009. Nei-ið er sameiningartákn alþýðu á tímum mikillar óánægju með ríkjandi auðvaldsstefnu og kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Mynd/GVA Listaverk Magnúsar Tómassonar, Óþekkti embættismaðurinn, var fært á nýjan stað og stendur nú á Tjarnarbakkanum við Iðnó. Mynd/Egill Aðalsteinsson Mikið óveður gekk yfir Norðurland 10. og 11. september með fannfergi og viðvarandi rafmagnsleysi dögum saman. Fé var enn á fjalli þegar veðrið skall á og fennti það í kaf í þúsunda vís. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði dagana á eftir en neyðarástandi var lýst yfir á Norðurlandi. Vikurnar á eftir hélt leit áfram en skaðinn var skeður; mörg þúsund kindur höfðu drepist en það vakti athygli að einstaka kind fannst lifandi, grafin í fönn, langt fram eftir októbermánuði. Mynd/Valgarður Gíslason Ameríska sjónvarpsstjarnan Ryan Seacrest var hress að vanda á Ólympíuleikunum í London og stillti sér upp í myndatöku með aðdáendum sínum. Mynd/Valgarður Gíslason Guðgeir Guðmundsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa ráðist inn á Lögmannsstofuna Lagastoð og veitt framkvæmdastjóra stofunnar lífshættulega áverka. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Magnað þríeyki; Jón Gnarr, Yoko Ono og Lady Gaga í Hörpu í október. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Svanhildur Hólm Valsdóttir, þá framkvæmdastjóri þingsflokks sjálfstæðismanna, faðmar Geir H. Haarde fyrir dómsuppkvaðningu Landsdóms í apríl. Mynd/Valgarður Gíslason Bræðurnir Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir gáfu ekkert eftir fyrir leik liða sinna, KR og ÍA, í Pepsi-deild karla í maí. Þetta var í fyrsta sinn sem bræðurnir mættust í opinberum leik. Mynd/GVA Hafnfirðingurinn Karl Ágúst Arnarsson, þrettán ára, lék sér að því að stökkva í Hafnarfjarðarhöfn úr sex metra hæð í sumarblíðunni. Mynd/Pjetur Sigurðsson Ferðalangar undruðust þegar þeir gengu fram á krossfestan mann á Arnarhóli á föstudaginn langa. Mynd/Stefán Karlsson Nemendur Menntaskólans í Reykjavík voru ófrýnilegir þegar þeir tóku á móti nýnemum í árlegri busavígslu. Mynd/Anton Brink Geir H. Haarde í Landsdómi. Mynd/Stefán Karlsson Hljómsveitin Of Monsters and Men sló í gegn út um allan heim og átti ævintýralegu gengi að fagna á árinu. Mynd/GVA Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar Vafningsmálið var tekið fyrir. Mynd/Pjetur Sigurðsson Slökkviliðsmenn að störfum við eldsvoða í Bláa turninum við Háaleitisbraut. Mynd/Valgarður Gíslason Ný vindmylla Landsvirkunnar var reist við Búrfellsvirkjun í byrjun vetrar. Mynd/Valgarður Gíslason Breski tónlistarmaðurinn Kwes var meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem komu fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hann hélt tónleika í Hafnarhúsinu við góðar undirtektir. Mynd/Valgarður Gíslason Nýja vindmyllan við Búrfellsvirkjun er vígaleg. Hæð mastursins er 55 metrar og hver spaði er 22 metrar að lengd. Mynd/Valgarður Gíslason Gestir flykktust til landsins á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem fram fór í Reykjavík í byrjun nóvember og heppnaðist vel. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi gekk út úr beinni útsendingu frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Hörpu. Mynd/Valgarður Gíslason Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, við komu hans í Keflavík í vor. Mynd/Pjetur Sigurðsson Hætta skapaðist við Höfðatorg í Reykjavík í óveðrinu í nóvember og þurftu vegfarendur að hafa sig alla við til að komast leiðar sinnar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti 1. ágúst í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Þar með hófst fimmta kjörtímabil hans en hann er fyrsti forseti lýðveldisins sem hefur setið lengur en í fjögur kjörtímabil. Forsetakosningarnar fóru fram 30. júní og hlaut forsetinn rúm 52% greiddra atkvæða. Þrír karlar og þrjár konur buðu sig fram til embættisins, fleiri en áður hefur þekkst og var kosningabaráttan á tímum óvægin. Mynd/GVA Sprengja sprakk fyrir aftan Stjórnaráð Íslands að morgni dags í lok janúar. Í kjölfarið var lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt sprengjusveit Landhelgisgæslunnar kölluð til. Fannst þá torkennilegur hlutur í kassa á svæðinu. Hættan reyndist lítil að lokum. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, fór á vettvang þegar banaslys varð í Helgafelli í janúar. Mynd/GVA Brimið bar við Hörpu þegar það gekk yfir Norðurgarð Reykjavíkurhafnar með látum og miklu sjónarspili í óveðrinu í nóvember. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Veðurofsi, forsetakosningar, Landsdómur og stór hrunmál eru meðal atburða sem eru eftirminnilegastir á árinu 2012 eins og þetta safn gæðamynda ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis eru vitnisburður um. Kannski verður ársins 2012 helst minnst fyrir veðuröfgar, en á haustdögum gerði í tvígang veður sem hafði mikil áhrif um allt land. Mikill fjárskaði á Norðurlandi og veðurhæð syðra sem nálgaðist gömul met eru til vitnis um það. Þetta var árið sem Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn til setu á Bessastöðum sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Íslands. Eins kom Landsdómur saman í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, og var málið eitthvert það umdeildasta í samtímasögu Íslands. Stór hrunmál komu til kasta dómstóla. Þessum átökum lands og þjóðar má finna stað í myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis völdu sem lýsandi vitnisburð fyrir árið sem er að kveðja. Mynd/GVA Nývígður biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, og fráfarandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, við vígslu þeirrar fyrrnefndu. Mynd/GVA Snjórinn gerði vart við sig á árinu. Þessir kappar stóðu í ströngu á bílastæði í Efra-Breiðholti þegar ljósmyndara bar að garði. Mynd/GVA Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson mættu fyrir rétt í Héraðsdómi Reykjavíkur í Al-Thani málinu í mars. Mynd/Pjetur Sigurðsson Starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu húsleit í skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri og fluttu þaðan gögn til rannsóknar í mars. Mynd/Stefán Karlsson Geir H. Haarde var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fréttamenn eftir dómsuppkvaðningu Landsdóms í Þjóðmenningarhúsinu í apríl. Mynd/Pjetur Sigurðsson Veðurbarinn vegfarandi í vetrarveðri við Hringbraut. Mynd/Anton Brink Frú Vigdís Finnbogadóttir óskar nývígðum biskupi Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, til hamingju í anddyri Hallgrímskirkju. Mynd/Anton Brink Vel fór á með Jóni Gnarr borgarstjóra og Clarke Peters, leikara úr sjónvarpsseríunni The Wire, í Höfða í september. Þeir voru meðal þeirra sem kynntu dagskrá ráðstefnunnar Spirit of Humanity Forum. Mynd/Valgarður Gíslason Götulistamaður í Bankastræti í Reykjavík. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Söngkonan Lady Gaga tók á móti friðarverðlaunum LennonOno úr hendi Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Hörpu í haust. Mynd/Pjetur Sigurðsson Verslunin Bauhaus var opnuð í maí. Starfsmenn unnu hörðum höndum við að setja upp hillur og raða vörum í þær vikurnar fyrir opnun enda er verslunin um 22 þúsund fermetrar að stærð. Mynd/Anton Brink Hættulegt var að vera á ferli í óveðrinu í byrjun nóvember. Gangandi vegfarendur fuku um koll þar sem vindurinn var sterkastur. Mynd/Valgarður Gíslason Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, var léttur á brún við komuna til Íslands í vor. Mynd/GVA Reykvíkingur ársins, Theodóra Rafnsdóttir, veiddi fyrsta lax ársins og sinn Maríulax í Elliðaánum í sumar. Jón Gnarr borgarstjóri kíkir hér á aflann. Theodóra hefur starfað í þágu unglinga með skerta starfsgetu og að skógrækt á Breiðholtssvæðinu. Mynd/Valgarður Gíslason Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir mótmælum fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í nóvember. Félagið sagði tilefnið vera grimmilegar árásir Ísraelshers og fjöldamorð þeirra á palestínskum borgurum á Gaza-ströndinni. Mynd/GVA Dómsmál Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar vakti mikla athygli. Annþór var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sjö ára fangelsi og Börkur Birgisson í sex ára fangelsi fyrir alvarlegar líkamsárásir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Smávægileg átök áttu sér stað á milli stríðandi fylkinga á mótmælum sjómanna og útvegsmanna á Austurvelli í sumar. Mynd/Pjetur Sigurðsson Ný brú var lögð niður Kárastaðastíg í Almannagjá á Þingvöllum eftir að mikil sprunga kom í ljós á miðjum stígnum í fyrra. Mynd/GVA Pussy Riot-mótmæli við sendiráð Rússlands við Garðastræti í Reykjavík. Mynd/Anton Brink Sprenging í ofanleiti Öflug sprenging varð í íbúð við Ofanleiti 15. september. Maður sem í íbúðinni var lést af sárum sínum. Eftir ítarlega rannsókn var sprengingin rakin til gasleka í íbúðinni, en hún var svo öflug að hús í nágrenninu skulfu. Gríðarlegar skemmdir urðu á húsnæðinu og rúður brotnuðu í nærliggjandi húsum og bílum. Mynd/Stefán Karlsson Listamaðurinn Santiago Sierra stóð fyrir gjörningi í aðdraganda sýningar sinnar í Hafnarhúsi í byrjun árs. Listaverkið NO er stór skúlptúr sem ferðast hefur um heiminn síðan 2009. Nei-ið er sameiningartákn alþýðu á tímum mikillar óánægju með ríkjandi auðvaldsstefnu og kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Mynd/GVA Listaverk Magnúsar Tómassonar, Óþekkti embættismaðurinn, var fært á nýjan stað og stendur nú á Tjarnarbakkanum við Iðnó. Mynd/Egill Aðalsteinsson Mikið óveður gekk yfir Norðurland 10. og 11. september með fannfergi og viðvarandi rafmagnsleysi dögum saman. Fé var enn á fjalli þegar veðrið skall á og fennti það í kaf í þúsunda vís. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði dagana á eftir en neyðarástandi var lýst yfir á Norðurlandi. Vikurnar á eftir hélt leit áfram en skaðinn var skeður; mörg þúsund kindur höfðu drepist en það vakti athygli að einstaka kind fannst lifandi, grafin í fönn, langt fram eftir októbermánuði. Mynd/Valgarður Gíslason Ameríska sjónvarpsstjarnan Ryan Seacrest var hress að vanda á Ólympíuleikunum í London og stillti sér upp í myndatöku með aðdáendum sínum. Mynd/Valgarður Gíslason Guðgeir Guðmundsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa ráðist inn á Lögmannsstofuna Lagastoð og veitt framkvæmdastjóra stofunnar lífshættulega áverka. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Magnað þríeyki; Jón Gnarr, Yoko Ono og Lady Gaga í Hörpu í október. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Svanhildur Hólm Valsdóttir, þá framkvæmdastjóri þingsflokks sjálfstæðismanna, faðmar Geir H. Haarde fyrir dómsuppkvaðningu Landsdóms í apríl. Mynd/Valgarður Gíslason Bræðurnir Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir gáfu ekkert eftir fyrir leik liða sinna, KR og ÍA, í Pepsi-deild karla í maí. Þetta var í fyrsta sinn sem bræðurnir mættust í opinberum leik. Mynd/GVA Hafnfirðingurinn Karl Ágúst Arnarsson, þrettán ára, lék sér að því að stökkva í Hafnarfjarðarhöfn úr sex metra hæð í sumarblíðunni. Mynd/Pjetur Sigurðsson Ferðalangar undruðust þegar þeir gengu fram á krossfestan mann á Arnarhóli á föstudaginn langa. Mynd/Stefán Karlsson Nemendur Menntaskólans í Reykjavík voru ófrýnilegir þegar þeir tóku á móti nýnemum í árlegri busavígslu. Mynd/Anton Brink Geir H. Haarde í Landsdómi. Mynd/Stefán Karlsson Hljómsveitin Of Monsters and Men sló í gegn út um allan heim og átti ævintýralegu gengi að fagna á árinu. Mynd/GVA Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar Vafningsmálið var tekið fyrir. Mynd/Pjetur Sigurðsson Slökkviliðsmenn að störfum við eldsvoða í Bláa turninum við Háaleitisbraut. Mynd/Valgarður Gíslason Ný vindmylla Landsvirkunnar var reist við Búrfellsvirkjun í byrjun vetrar. Mynd/Valgarður Gíslason Breski tónlistarmaðurinn Kwes var meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem komu fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hann hélt tónleika í Hafnarhúsinu við góðar undirtektir. Mynd/Valgarður Gíslason Nýja vindmyllan við Búrfellsvirkjun er vígaleg. Hæð mastursins er 55 metrar og hver spaði er 22 metrar að lengd. Mynd/Valgarður Gíslason Gestir flykktust til landsins á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem fram fór í Reykjavík í byrjun nóvember og heppnaðist vel. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi gekk út úr beinni útsendingu frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Hörpu. Mynd/Valgarður Gíslason Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, við komu hans í Keflavík í vor. Mynd/Pjetur Sigurðsson Hætta skapaðist við Höfðatorg í Reykjavík í óveðrinu í nóvember og þurftu vegfarendur að hafa sig alla við til að komast leiðar sinnar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti 1. ágúst í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Þar með hófst fimmta kjörtímabil hans en hann er fyrsti forseti lýðveldisins sem hefur setið lengur en í fjögur kjörtímabil. Forsetakosningarnar fóru fram 30. júní og hlaut forsetinn rúm 52% greiddra atkvæða. Þrír karlar og þrjár konur buðu sig fram til embættisins, fleiri en áður hefur þekkst og var kosningabaráttan á tímum óvægin. Mynd/GVA Sprengja sprakk fyrir aftan Stjórnaráð Íslands að morgni dags í lok janúar. Í kjölfarið var lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt sprengjusveit Landhelgisgæslunnar kölluð til. Fannst þá torkennilegur hlutur í kassa á svæðinu. Hættan reyndist lítil að lokum. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, fór á vettvang þegar banaslys varð í Helgafelli í janúar. Mynd/GVA Brimið bar við Hörpu þegar það gekk yfir Norðurgarð Reykjavíkurhafnar með látum og miklu sjónarspili í óveðrinu í nóvember.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira