Myndlist – vannýtt auðlind Hlynur Helgason skrifar 6. október 2014 00:00 Stofnaður var sérstakur myndlistarsjóður með lögum árið 2012 sem hefur það markmið að auðvelda þeim sem vinna við myndlist að koma metnaðarfullum verkefnum í framkvæmd. Fé úr sjóðnum hefur eflt sýnileika myndlistar á Íslandi og styrkt stoðir menningarlífsins. Niðurskurður á fjárveitingum í sjóðinn ógnar því góða starfi sem þar hefur unnist. Rannsóknir benda til þess að myndlist geti haft margþætt jákvæð áhrif á efnahagslífið. Öflug myndlist eykur framleiðni og tekjur hjá þeim sem vinna með beinum hætti við myndlist. Myndlist sem er sýnileg hefur jákvæð áhrif á menningartengda ferðamennsku, sem skilar þjóðarbúinu hvað mestum tekjum. Myndlist er einnig hvati fyrir fjölbreyttara menningarlíf sem laðar að sér hæft og vel menntað fólk, eins og til dæmis lækna. Við stöndum okkur bærilega í því að styrkja kjarna myndlistarlífsins með listamannalaunum. Hins vegar skortir verulega leiðir til að koma starfi myndlistarmanna á framfæri. Sýnileiki listarinnar hér á landi gæti verið mun meiri og þar með menningarleg áhrif hennar. Þess vegna er myndlist hér á landi vannýtt auðlind; við nýtum ekki efnahagslega möguleika hennar nema að litlu leyti. Stofnun myndlistarsjóðs fyrir þremur árum var þess vegna skynsamleg og hagkvæm aðgerð. Stefnt var að því að efla hann smátt og smátt með auknum fjárveitingum og auka þannig þjóðhagslegt gildi myndlistarstarfs til muna. Það er því áhyggjuefni að í stað þess að styrkja sjóðinn hefur Alþingi skert fjárveitingar til hans verulega. Á síðasta ári drógust fjárveitingar saman úr 45 milljónum í 25 milljónir. Nú er lagt til að leggja einungis 15 milljónir til sjóðsins. Í stað þess að bæta hóflegu fé í sjóðinn, og efla þannig efnahagslegt gildi myndlistar, er grafið undan starfinu. Þannig verður myndlistin, því miður, áfram vannýtt auðlind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Stofnaður var sérstakur myndlistarsjóður með lögum árið 2012 sem hefur það markmið að auðvelda þeim sem vinna við myndlist að koma metnaðarfullum verkefnum í framkvæmd. Fé úr sjóðnum hefur eflt sýnileika myndlistar á Íslandi og styrkt stoðir menningarlífsins. Niðurskurður á fjárveitingum í sjóðinn ógnar því góða starfi sem þar hefur unnist. Rannsóknir benda til þess að myndlist geti haft margþætt jákvæð áhrif á efnahagslífið. Öflug myndlist eykur framleiðni og tekjur hjá þeim sem vinna með beinum hætti við myndlist. Myndlist sem er sýnileg hefur jákvæð áhrif á menningartengda ferðamennsku, sem skilar þjóðarbúinu hvað mestum tekjum. Myndlist er einnig hvati fyrir fjölbreyttara menningarlíf sem laðar að sér hæft og vel menntað fólk, eins og til dæmis lækna. Við stöndum okkur bærilega í því að styrkja kjarna myndlistarlífsins með listamannalaunum. Hins vegar skortir verulega leiðir til að koma starfi myndlistarmanna á framfæri. Sýnileiki listarinnar hér á landi gæti verið mun meiri og þar með menningarleg áhrif hennar. Þess vegna er myndlist hér á landi vannýtt auðlind; við nýtum ekki efnahagslega möguleika hennar nema að litlu leyti. Stofnun myndlistarsjóðs fyrir þremur árum var þess vegna skynsamleg og hagkvæm aðgerð. Stefnt var að því að efla hann smátt og smátt með auknum fjárveitingum og auka þannig þjóðhagslegt gildi myndlistarstarfs til muna. Það er því áhyggjuefni að í stað þess að styrkja sjóðinn hefur Alþingi skert fjárveitingar til hans verulega. Á síðasta ári drógust fjárveitingar saman úr 45 milljónum í 25 milljónir. Nú er lagt til að leggja einungis 15 milljónir til sjóðsins. Í stað þess að bæta hóflegu fé í sjóðinn, og efla þannig efnahagslegt gildi myndlistar, er grafið undan starfinu. Þannig verður myndlistin, því miður, áfram vannýtt auðlind.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun