Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Bjarki Ármannsson skrifar 15. desember 2015 21:00 Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún er ekki nafngreind á myndbandinu, sem hún segir nú að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Júlía, sem sagði sögu sína í Kastljósi á RÚV í kvöld, hefur kært málið til lögreglu og höfðað einkarefsimál gegn manninum þar sem hún treystir því ekki að lögregla gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.Sjá einnig: Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Maðurinn bjó erlendis á meðan þau Júlía áttu í sambandi. Hún segir samskipti þeirra, sem fóru að mestu leyti fram í gegnum netið, aldrei hafa verið mjög neikvæð. „Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.Vísir/GettyMaðurinn spurði að sögn Júlíu einu sinni hvort hann mæti taka kynlíf þeirra upp en hún neitaði. Hann gerði það þó í síðasta skiptið sem þau hittust, án leyfi hennar. Júlía segist ekki hafa vitað af upptökunni fyrr en hún komst á snoðir um að hún væri á netinu um síðustu áramót, tveimur árum eftir að upptakan var gerð.Sjá einnig: Lögreglan máttarlaus gagnvart nektarmyndum á netinu„Það verður engin upphæð nógu há til þess að afleiðingarnar verði skárri fyrir mig,“ segir Júlía. „Enginn dómur sem hann er að fara að fá breytir neinu um þau áhrif sem þetta hafði á mig.“ Lögmaður mannsins, sem vildi ekki tjá sig um málið við Kastljós, segir hann neita sök. Júlía segist til að byrja með hafa reynt að fá manninn til gangast við brotinu en hann ekki gert það. Hún segir að einlæg afsökunarbeiðni hefði á sínum tíma verið nóg. Júlía segist í viðtalinu ekki vilja nota hugtakið hefndarklám, sem gefi til kynna að fórnarlambið hafi gert eitthvað til að eiga þetta skilið. Gísli Tryggvason, lögmaður Júlíu, stingur upp á að nota hugtakið „vefrænt kynferðisbrot“ yfir brot sem þessi. Þess ber að geta að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram í fyrra, um að hægt verði að refsa fyrir hefndarklám með allt að tveggja ára fangelsisdómi. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún er ekki nafngreind á myndbandinu, sem hún segir nú að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Júlía, sem sagði sögu sína í Kastljósi á RÚV í kvöld, hefur kært málið til lögreglu og höfðað einkarefsimál gegn manninum þar sem hún treystir því ekki að lögregla gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.Sjá einnig: Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Maðurinn bjó erlendis á meðan þau Júlía áttu í sambandi. Hún segir samskipti þeirra, sem fóru að mestu leyti fram í gegnum netið, aldrei hafa verið mjög neikvæð. „Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.Vísir/GettyMaðurinn spurði að sögn Júlíu einu sinni hvort hann mæti taka kynlíf þeirra upp en hún neitaði. Hann gerði það þó í síðasta skiptið sem þau hittust, án leyfi hennar. Júlía segist ekki hafa vitað af upptökunni fyrr en hún komst á snoðir um að hún væri á netinu um síðustu áramót, tveimur árum eftir að upptakan var gerð.Sjá einnig: Lögreglan máttarlaus gagnvart nektarmyndum á netinu„Það verður engin upphæð nógu há til þess að afleiðingarnar verði skárri fyrir mig,“ segir Júlía. „Enginn dómur sem hann er að fara að fá breytir neinu um þau áhrif sem þetta hafði á mig.“ Lögmaður mannsins, sem vildi ekki tjá sig um málið við Kastljós, segir hann neita sök. Júlía segist til að byrja með hafa reynt að fá manninn til gangast við brotinu en hann ekki gert það. Hún segir að einlæg afsökunarbeiðni hefði á sínum tíma verið nóg. Júlía segist í viðtalinu ekki vilja nota hugtakið hefndarklám, sem gefi til kynna að fórnarlambið hafi gert eitthvað til að eiga þetta skilið. Gísli Tryggvason, lögmaður Júlíu, stingur upp á að nota hugtakið „vefrænt kynferðisbrot“ yfir brot sem þessi. Þess ber að geta að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram í fyrra, um að hægt verði að refsa fyrir hefndarklám með allt að tveggja ára fangelsisdómi.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira