Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney 14. september 2012 07:00 Þó svo að ekki muni nema þremur til fimm prósentum á forsetaframbjóðendunum Romney og Obama í Bandaríkjunum, er stuðningur við Obama afgerandi í flestum öðrum löndum. Nordicphotos/AFP Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. Kannað var viðhorf fólks í yfir þrjátíu löndum um heim allan til forsetaframbjóðendanna Mitt Romney og Barack Obama. Framkvæmdina önnuðust fyrirtækin CVOTER International og WIN-Gallup International. Könnunin leiðir í ljós að Obama nýtur nokkuð víðtæks og almenns stuðnings um heim allan og sér í lagi í Evrópulöndum. Romney hefur ekki yfirhöndina nema í einu landi, Ísrael. Þar segjast 65 prósent kjósenda fremur vilja hann. Næstmests stuðnings nýtur Obama svo í Hollandi, Portúgal og Þýskalandi, eða 97 prósenta. Í Bandaríkjunum sjálfum er svo aftur miklu minni munur á milli frambjóðendanna, eða þrjú til fimm prósent. „Þetta er áhugaverð staðfesting á því hvað hinar ólíku og margbreytilegu þjóðir Evrópu eru orðnar líkar hvað varðar hin almennustu og mikilvægustu pólitísk gildi og um leið hvað Bandaríkin eru orðin gerólík Evrópu,“ segir Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Hann segir gífurlegan stuðning við Obama í Evrópu hins vegar ekki endilega tákna almenna hrifningu á embættisfærslum hans. „Þetta sýnir miklu frekar nánast algera andstöðu við pólitík af því tagi sem Romney er talinn standa fyrir í nánast öllum ríkjum Evrópu.“ Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk í þessum löndum teldi að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snertu líf þeirra og töldu 63 prósent að svo væri. 29 prósent töldu áhrifin léttvæg og 9 prósent sögðust óviss. Þá var spurt hvort fólk myndi vilja fá að kjósa í bandarísku forsetakosningunum og 42 prósent sögðust gjarnan vilja það (46 prósent fólks undir þrítugu). Jón Ormur telur aukna alþjóðavæðingu hins vegar tæpast munu gera að verkum að fólk fái að kjósa víðar en í sínu heimalandi. „Kosningar verða alltaf bundnar við einstök ríki og eru einkamál hverrar þjóðar þótt þær hafi áhrif annars staðar.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. Kannað var viðhorf fólks í yfir þrjátíu löndum um heim allan til forsetaframbjóðendanna Mitt Romney og Barack Obama. Framkvæmdina önnuðust fyrirtækin CVOTER International og WIN-Gallup International. Könnunin leiðir í ljós að Obama nýtur nokkuð víðtæks og almenns stuðnings um heim allan og sér í lagi í Evrópulöndum. Romney hefur ekki yfirhöndina nema í einu landi, Ísrael. Þar segjast 65 prósent kjósenda fremur vilja hann. Næstmests stuðnings nýtur Obama svo í Hollandi, Portúgal og Þýskalandi, eða 97 prósenta. Í Bandaríkjunum sjálfum er svo aftur miklu minni munur á milli frambjóðendanna, eða þrjú til fimm prósent. „Þetta er áhugaverð staðfesting á því hvað hinar ólíku og margbreytilegu þjóðir Evrópu eru orðnar líkar hvað varðar hin almennustu og mikilvægustu pólitísk gildi og um leið hvað Bandaríkin eru orðin gerólík Evrópu,“ segir Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Hann segir gífurlegan stuðning við Obama í Evrópu hins vegar ekki endilega tákna almenna hrifningu á embættisfærslum hans. „Þetta sýnir miklu frekar nánast algera andstöðu við pólitík af því tagi sem Romney er talinn standa fyrir í nánast öllum ríkjum Evrópu.“ Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk í þessum löndum teldi að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snertu líf þeirra og töldu 63 prósent að svo væri. 29 prósent töldu áhrifin léttvæg og 9 prósent sögðust óviss. Þá var spurt hvort fólk myndi vilja fá að kjósa í bandarísku forsetakosningunum og 42 prósent sögðust gjarnan vilja það (46 prósent fólks undir þrítugu). Jón Ormur telur aukna alþjóðavæðingu hins vegar tæpast munu gera að verkum að fólk fái að kjósa víðar en í sínu heimalandi. „Kosningar verða alltaf bundnar við einstök ríki og eru einkamál hverrar þjóðar þótt þær hafi áhrif annars staðar.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira