Innlent

Næsti áfangi í viðræðum Íslands og ESB hefst í sumar

Stefan Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir að næsti áfangi í aðildarviðræðum Íslands og sambandsins gætu hafist í júní í sumar.

Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni þar sem vitnað er í yfirlýsingu frá Fule um málið frá því í gærdag. Fule segir mögulegt að næsta skref verði stigið þann 27. júní.

Tímasetningin sé þó í bjartsýnara lagi en Fule telur að hún fái staðist þar sem báðir aðilar séu sammála um að halda áfram að þróa aðild Íslands að sambandinu.

Fule segir að lykilatriðið í næsta áfanga viðræðnanna verði að ná niðurstöðu í landbúnaðar, umhverfis og sjávarútvegsmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×