Viðskipti innlent

Nafni Saga capital breytt

Nafni Saga Capital Fjárfestingarbanka hefur verið breytt og mun bankinn eftirleiðis heita Saga Fjárfestingarbanki.

Nafnabreytingin var tilkynnt á starfsmannafundi bankans í gær. Þá hefur starfsstöð bankans í Reykjavík verið flutt úr burstabænum Þóroddsstöðum í nágrenni Öskjuhlíðar upp á fjórtándu hæð í turninum við Höfðatorg.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri bankans, sagði að þrátt fyrir breytinguna og hræringar í fjármálageiranum hér síðastliðin tvö ár hefði Saga Fjárfestingarbanki ætíð starfað á sömu kennitölu. -jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×