Nakin á netinu – Myndir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Guðberg K. Jónsson skrifar 10. september 2014 07:00 Veistu hver Audrie Pott var? En Amanda Todd? Hvað með Hope Witsell? Þær voru heilbrigðir unglingar sem áttu framtíðina fyrir sér, þangað til nektarmyndir af þeim fóru í dreifingu á netinu gegn vilja þeirra. Þessu fylgdi niðurlæging, mannorðsmissir og vægðarlaust einelti sem olli því að þær fyrirfóru sér. Sú elsta var fimmtán ára þegar hún lést, sú yngsta þrettán. Þótt áðurnefndar stúlkur hafi verið erlendar er vandinn það ekki. Á síðasta ári biðlaði íslensk móðir til foreldra í sama bæjarfélagi að eyða nektarmynd af þrettán ára dóttur hennar úr símum og tölvum barna sinna. Óprúttnir aðilar dreifa nektarmyndum af íslenskum börnum, allt niður í tólf ára gömlum, á netinu. Lögreglan er vanmáttug eins og fram kom í ummælum yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu 8. september: „Við getum ekki stjórnað internetinu.“ Kynþroskanum fylgir forvitni um kynferðismál og unglingum er eðlislægt að gera tilraunir með sjálfsmynd sína, þar á meðal kynverundina. Ný tækni gefur þeim önnur tækifæri en fyrri kynslóðum bauðst. Sumir hrista höfuðið og finnst fólk sem tekur af sér nektarmyndir geta sjálfu sér um kennt ef þær enda á netinu. Hér ber að staldra við áður en skuldinni er skellt á brotaþolann. Fæstir ætla sér að berhátta sig fyrir alheiminn. Þó gætu það orðið örlög margra sem ætluðu sér það ekki – ekki síst ef forvörnum er ábótavant. Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að meirihluti unglinga tekur þátt í sexting (að senda og móttaka kynferðisleg smáskilaboð, oft nektarmyndir). Þótt slíkar sendingar útheimti trúnað er þetta mikið hættuspil, því rannsóknin sýndi líka að 26% áframsendi skilaboðin á þriðja aðila. Það er rétt hjá yfirlögregluþjóninum, við getum ekki stjórnað netinu. Við getum hinsvegar haldið uppi öflugri fræðslu fyrir börn og foreldra um virðingu og ábyrga hegðun á tímum snjallsíma, leitarvéla og klámvæðingar. Undirrituð bjóða upp á slíka fræðslu í vetur. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu SAFT verkefnisins, saft.is/fraedsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Veistu hver Audrie Pott var? En Amanda Todd? Hvað með Hope Witsell? Þær voru heilbrigðir unglingar sem áttu framtíðina fyrir sér, þangað til nektarmyndir af þeim fóru í dreifingu á netinu gegn vilja þeirra. Þessu fylgdi niðurlæging, mannorðsmissir og vægðarlaust einelti sem olli því að þær fyrirfóru sér. Sú elsta var fimmtán ára þegar hún lést, sú yngsta þrettán. Þótt áðurnefndar stúlkur hafi verið erlendar er vandinn það ekki. Á síðasta ári biðlaði íslensk móðir til foreldra í sama bæjarfélagi að eyða nektarmynd af þrettán ára dóttur hennar úr símum og tölvum barna sinna. Óprúttnir aðilar dreifa nektarmyndum af íslenskum börnum, allt niður í tólf ára gömlum, á netinu. Lögreglan er vanmáttug eins og fram kom í ummælum yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu 8. september: „Við getum ekki stjórnað internetinu.“ Kynþroskanum fylgir forvitni um kynferðismál og unglingum er eðlislægt að gera tilraunir með sjálfsmynd sína, þar á meðal kynverundina. Ný tækni gefur þeim önnur tækifæri en fyrri kynslóðum bauðst. Sumir hrista höfuðið og finnst fólk sem tekur af sér nektarmyndir geta sjálfu sér um kennt ef þær enda á netinu. Hér ber að staldra við áður en skuldinni er skellt á brotaþolann. Fæstir ætla sér að berhátta sig fyrir alheiminn. Þó gætu það orðið örlög margra sem ætluðu sér það ekki – ekki síst ef forvörnum er ábótavant. Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að meirihluti unglinga tekur þátt í sexting (að senda og móttaka kynferðisleg smáskilaboð, oft nektarmyndir). Þótt slíkar sendingar útheimti trúnað er þetta mikið hættuspil, því rannsóknin sýndi líka að 26% áframsendi skilaboðin á þriðja aðila. Það er rétt hjá yfirlögregluþjóninum, við getum ekki stjórnað netinu. Við getum hinsvegar haldið uppi öflugri fræðslu fyrir börn og foreldra um virðingu og ábyrga hegðun á tímum snjallsíma, leitarvéla og klámvæðingar. Undirrituð bjóða upp á slíka fræðslu í vetur. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu SAFT verkefnisins, saft.is/fraedsla.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun