Námskeið Blancs á Íslandi fjarlægt af heimasíðu RSD Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2014 12:13 Bandaríkjamaðurinn Julien Blanc gefur sig út fyrir að vera stefnumótasérfræðingur. Svo virðist sem fyrirhuguðu námskeiði bandaríska fyrirtækisins Real Social Dynamics (RSD) á Íslandi um hvernig skuli „ná sér í konu“ hafi verið aflýst. Til stóð að „stefnumótanámskeið“ fyrirtækisins yrði haldið í Reykjavík dagana 11. til 13. júní næstkomandi, en námskeiðið hefur nú verið fjarlægt af heimasíðu fyrirtækisins. Mikið hefur verið rætt um Julien Blanc síðustu daga en hann starfar á vegum Real Social Dynamics. Fyrirtækið er með fjölda „stefnumótaþjálfara“ á sínum snærum sem fara víða um og halda fyrirlestra og námskeið. Námskeið þeirra, „Boot Camps“ hafa verið mikið gagnrýnd og hafa nú rúmlega 11 þúsund manns nú skrifað undir áskorun um að Julien Blanc verði ekki hleypt inn í landið. Er hvatt til þess að Ísland færi að fordæmi Bretlands og Ástralíu um að neita Blanc um inngöngu í landið.Námskeið í Svíþjóð einnig fjarlægð Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar. Þær virðast margar hverjar fela í sér að beita konur ofbeldi af ýmsum gerðum. Á síðu undirskriftasöfnunarinnar er Blanc kallaður ofbeldismaður sem misnoti og niðurlægi konur. Fyrirhuguð námskeið RSD í Gautaborg og Stokkhólmi hafa einnig verið fjarlægð af heimasíðu fyrirtækisins, en þúsundir Svía höfðu einnig skrifað undir áskorun um að neita honum inngöngu í landið. Blanc hefur verið afar virkur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Instagram og Youtube en Twitter-reikningur hans er nú lokaður auk þess sem myndband sem hann setti á Youtube um hvernig ætti að ná sér í konu í Tókýó hefur verið eytt. Í því myndbandi sagði Blanc til dæmis: „Ef þú ert hvítur maður í Tókýó, þá máttu gera hvað sem þú vilt. Ég er labba bara þar um, gríp um höfuðið á einhverjum stelpum, [...] og ýtti þeim í klofið á mér.“Vildi að íslenskir karlmenn reyndu við Blanc Hugleikur Dagsson lagði til að í stað þess að neita Blanc inngöngu í landið myndu íslenskir karlmenn taka sig saman og reyna við hann þegar hann kæmi til landsins. Stakk hann meðal annars upp á að hann yrði blikkaður og honum strokið um lærið. Hugleikur sagði að slíkur gjörningur myndi síst láta Blanc líða eins og hetju. Ekki náðist í fulltrúa RSD við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir „Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Hugleikur Dagsson boðar aðrar aðferðir en undirskriftarlista til að sýna að manni líki ekki við Julien Blanc og hans boðskap. 19. nóvember 2014 18:46 Þúsundir mótmæla komu Julien Blanc til Íslands Undirskriftasöfnun er hafin á netinu undir heitinu Stoppum Julien Blanc! 18. nóvember 2014 19:00 Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Julien Blanc, sem kallar sig „stefnumótaþjálfara“, kennir körlum hvernig eigi að ná sér í konu. Aðferðir hans eru vægast sagt umdeildar. 18. nóvember 2014 11:31 Skrif Hugleiks um Julien Blanc vekja athygli í Bretlandi Fjallað er um skrif Hugleiks Dagssonar um hinn umdeilda Julien Blanc í netútgáfu blaðsins The Independent í dag. 22. nóvember 2014 17:45 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Svo virðist sem fyrirhuguðu námskeiði bandaríska fyrirtækisins Real Social Dynamics (RSD) á Íslandi um hvernig skuli „ná sér í konu“ hafi verið aflýst. Til stóð að „stefnumótanámskeið“ fyrirtækisins yrði haldið í Reykjavík dagana 11. til 13. júní næstkomandi, en námskeiðið hefur nú verið fjarlægt af heimasíðu fyrirtækisins. Mikið hefur verið rætt um Julien Blanc síðustu daga en hann starfar á vegum Real Social Dynamics. Fyrirtækið er með fjölda „stefnumótaþjálfara“ á sínum snærum sem fara víða um og halda fyrirlestra og námskeið. Námskeið þeirra, „Boot Camps“ hafa verið mikið gagnrýnd og hafa nú rúmlega 11 þúsund manns nú skrifað undir áskorun um að Julien Blanc verði ekki hleypt inn í landið. Er hvatt til þess að Ísland færi að fordæmi Bretlands og Ástralíu um að neita Blanc um inngöngu í landið.Námskeið í Svíþjóð einnig fjarlægð Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar. Þær virðast margar hverjar fela í sér að beita konur ofbeldi af ýmsum gerðum. Á síðu undirskriftasöfnunarinnar er Blanc kallaður ofbeldismaður sem misnoti og niðurlægi konur. Fyrirhuguð námskeið RSD í Gautaborg og Stokkhólmi hafa einnig verið fjarlægð af heimasíðu fyrirtækisins, en þúsundir Svía höfðu einnig skrifað undir áskorun um að neita honum inngöngu í landið. Blanc hefur verið afar virkur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Instagram og Youtube en Twitter-reikningur hans er nú lokaður auk þess sem myndband sem hann setti á Youtube um hvernig ætti að ná sér í konu í Tókýó hefur verið eytt. Í því myndbandi sagði Blanc til dæmis: „Ef þú ert hvítur maður í Tókýó, þá máttu gera hvað sem þú vilt. Ég er labba bara þar um, gríp um höfuðið á einhverjum stelpum, [...] og ýtti þeim í klofið á mér.“Vildi að íslenskir karlmenn reyndu við Blanc Hugleikur Dagsson lagði til að í stað þess að neita Blanc inngöngu í landið myndu íslenskir karlmenn taka sig saman og reyna við hann þegar hann kæmi til landsins. Stakk hann meðal annars upp á að hann yrði blikkaður og honum strokið um lærið. Hugleikur sagði að slíkur gjörningur myndi síst láta Blanc líða eins og hetju. Ekki náðist í fulltrúa RSD við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir „Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Hugleikur Dagsson boðar aðrar aðferðir en undirskriftarlista til að sýna að manni líki ekki við Julien Blanc og hans boðskap. 19. nóvember 2014 18:46 Þúsundir mótmæla komu Julien Blanc til Íslands Undirskriftasöfnun er hafin á netinu undir heitinu Stoppum Julien Blanc! 18. nóvember 2014 19:00 Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Julien Blanc, sem kallar sig „stefnumótaþjálfara“, kennir körlum hvernig eigi að ná sér í konu. Aðferðir hans eru vægast sagt umdeildar. 18. nóvember 2014 11:31 Skrif Hugleiks um Julien Blanc vekja athygli í Bretlandi Fjallað er um skrif Hugleiks Dagssonar um hinn umdeilda Julien Blanc í netútgáfu blaðsins The Independent í dag. 22. nóvember 2014 17:45 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
„Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Hugleikur Dagsson boðar aðrar aðferðir en undirskriftarlista til að sýna að manni líki ekki við Julien Blanc og hans boðskap. 19. nóvember 2014 18:46
Þúsundir mótmæla komu Julien Blanc til Íslands Undirskriftasöfnun er hafin á netinu undir heitinu Stoppum Julien Blanc! 18. nóvember 2014 19:00
Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Julien Blanc, sem kallar sig „stefnumótaþjálfara“, kennir körlum hvernig eigi að ná sér í konu. Aðferðir hans eru vægast sagt umdeildar. 18. nóvember 2014 11:31
Skrif Hugleiks um Julien Blanc vekja athygli í Bretlandi Fjallað er um skrif Hugleiks Dagssonar um hinn umdeilda Julien Blanc í netútgáfu blaðsins The Independent í dag. 22. nóvember 2014 17:45