Náttúruvernd Helgi Gíslason skrifar 7. apríl 2011 05:00 Snorri Baldursson, líffræðingur, nú einn af stjórnendum Vatnjökulsþjóðgarðs, en áður einn af æðstu stjórnendum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið þann 22. febrúar s.l. Þar ber hann fram þá einlægu ósk, að með breytingu á náttúruverndarlögum verði skógræktarstarf landsmanna „skaðað til frambúðar“. Þar kom að því, að upplýst væri hvað liggur að baki þeim tillögum til breytinga á völdum köflum náttúruverndarlaganna, sem nú liggja fyrir í umverfisráðuneytinu. Snorri varpar fram undarlegum rökum gegn blönduðum skógum og kallar þess í stað eftir fábreytni í flóru landsins Þar fór alþjóðasamningurinn um líffræðilega fjölbreytni út í hafsauga hjá honum. Hann tínir síðan saman hvaðan helstu skógartrén séu ættuð, eins og það sé þeim til hnjóðs. Allar plöntur í íslensku flórunni eru ættaðar einhversstaðar frá. Það virðist ekki skipta máli. Þess í stað er reynt að finna trjánum allt til foráttu vegna uppruna þeirra. Það er ekki góð líffræði og vond siðfræði. Leiðarljós náttúru- og umhverfisverndarfólks sem vinnur að skógrækt og landgræðslu hefur verið að bjarga birkiskógum landsins og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra. Merkustu áfangar í náttúruvernd hafa náðst fyrir tilstuðlan skógræktar- og landverndarfólks sem sneri bökum saman í baráttu gegn eyðingaröflunum. Nægir í því samhengi að nefna Hallormsstaðaskóg, Skaftafell, Þórsmörk, Heiðmörk, Hreðavatn og Fnjóskadal, svo nefnd séu nokkur helstu skógarsvæðin sem risið hafa úr öskustónni. Í grein sinni hvetur Snorri skógræktarfólk til að snúa sér að friðun lands; þá vaxi upp sjálfgrónir birkiskógar þar sem engir voru áður. Honum til upplýsingar má benda á að þetta er og hefur verið ein helsta aðferðin sem skógræktarfólk hefur stuðst við sl. 100 ár við að vernda og auka útbreiðslu birkiskóga, í samræmi við skógræktarlög frá 1907. Skógræktarfólk hefur fengist við fleiri uppbyggileg verkefni, m.a. að auðga flóruna með fleiri tegundum sem verða til nytja óbornum kynslóðum. Eru þær tegundir nú þegar farnar að skila þjóðarbúinu arði og störfum og eru almenningi til yndis. Þar eru m.a. sígræn tré sem sóma sér vel í íslensku umhverfi, laða að sér gesti og eru til skjóls og yndisauka. Alls eru 4,5 milljónir heimsókna í íslenska skóga á ári hverju. Í Heiðmörk koma um 500 þúsund gestir árlega til að njóta náttúrufegurðar hinna fjölbreyttu sígrænu skóga og sumargrænu birkiskóga. Skóga sem hafa orðið til vegna friðunaraðgerða og ræktunarstarfs harðfylgins skógræktarfólks. Meðal þess sem einkum virðist ergja embættismanninn er að veitt skuli ríkisfé til skógræktar. Í því sambandi er rétt að benda á að árið 2007 var Skógrækt ríkisins flutt til umhverfisráðuneytisins, sama ráðuneytis og Vatnajökulsþjóðgarður og Náttúrufræðistofnun Íslands heyra undir. Það eru engin ný tíðindi að stofnanir innan ráðuneyta keppi um fjárframlög, því eins dauði er annars brauð. Því er hún auðskilin aðförin að náttúru- og umhverfisverndarfólki sem vinnur að skógræktarmálum og þarf að lúta valdi og njóta velvilja sama ráðherra. Nú er aðeins 1% af flatarmáli Íslands vaxið skógi en var um 30% við landnám og hefur ekkert evrópskt land orðið jafn illa úti í eyddum vistkerfum skóga, gróðurlenda og jarðvegs. Þetta eru verstu hamfarir af mannavöldum í Íslandssögunni og umhverfisslys á heimsmælikvarða. Það vekur enda furðu erlendra gesta að heyra af þessum fjandskap nokkurra embættismanna ríkisins út í einlægan og einbeittan vilja þjóðarinnar til að auka við skóglendi landsins að nýju. Sennilega átta þeir sig ekki á að baki þessu liggur samkeppni um fjármuni meðal stofnana Umhverfisráðuneytisins og von um að málflutningurinn sé ráðherra þóknanlegur. Undir lok greinar sinnar hvetur Snorri skógræktarfólk til „að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn“. Þessi ósk hans er kyndug í ljósi þess að skógræktarfólk hefur unnið náið með stjórnvöldum í 100 ár að þessum verkefnum. En ef yfirvöld til húsa í Umhverfisráðuneytinu ætla að skaða skógræktarstarfið til frambúðar, með eins markvissum hætti og kemur fram í máli þjóðgarðsvarðarins og fyrrverandi forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, þá er friðurinn úti. Skýrasta birtingarmynd þess ásetnings sést best í áðurnefndum frumvarpsdögunum um breytingu á náttúruverndarlögum sem nýlega hafa verið kynnt. Það væri ekkert annað en umhverfisslys verði þessi frumvarpsdrög að lögum. Þá mun skógræktarfólk og annað ræktunarfólk snúast til varnar fyrir landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Snorri Baldursson, líffræðingur, nú einn af stjórnendum Vatnjökulsþjóðgarðs, en áður einn af æðstu stjórnendum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið þann 22. febrúar s.l. Þar ber hann fram þá einlægu ósk, að með breytingu á náttúruverndarlögum verði skógræktarstarf landsmanna „skaðað til frambúðar“. Þar kom að því, að upplýst væri hvað liggur að baki þeim tillögum til breytinga á völdum köflum náttúruverndarlaganna, sem nú liggja fyrir í umverfisráðuneytinu. Snorri varpar fram undarlegum rökum gegn blönduðum skógum og kallar þess í stað eftir fábreytni í flóru landsins Þar fór alþjóðasamningurinn um líffræðilega fjölbreytni út í hafsauga hjá honum. Hann tínir síðan saman hvaðan helstu skógartrén séu ættuð, eins og það sé þeim til hnjóðs. Allar plöntur í íslensku flórunni eru ættaðar einhversstaðar frá. Það virðist ekki skipta máli. Þess í stað er reynt að finna trjánum allt til foráttu vegna uppruna þeirra. Það er ekki góð líffræði og vond siðfræði. Leiðarljós náttúru- og umhverfisverndarfólks sem vinnur að skógrækt og landgræðslu hefur verið að bjarga birkiskógum landsins og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra. Merkustu áfangar í náttúruvernd hafa náðst fyrir tilstuðlan skógræktar- og landverndarfólks sem sneri bökum saman í baráttu gegn eyðingaröflunum. Nægir í því samhengi að nefna Hallormsstaðaskóg, Skaftafell, Þórsmörk, Heiðmörk, Hreðavatn og Fnjóskadal, svo nefnd séu nokkur helstu skógarsvæðin sem risið hafa úr öskustónni. Í grein sinni hvetur Snorri skógræktarfólk til að snúa sér að friðun lands; þá vaxi upp sjálfgrónir birkiskógar þar sem engir voru áður. Honum til upplýsingar má benda á að þetta er og hefur verið ein helsta aðferðin sem skógræktarfólk hefur stuðst við sl. 100 ár við að vernda og auka útbreiðslu birkiskóga, í samræmi við skógræktarlög frá 1907. Skógræktarfólk hefur fengist við fleiri uppbyggileg verkefni, m.a. að auðga flóruna með fleiri tegundum sem verða til nytja óbornum kynslóðum. Eru þær tegundir nú þegar farnar að skila þjóðarbúinu arði og störfum og eru almenningi til yndis. Þar eru m.a. sígræn tré sem sóma sér vel í íslensku umhverfi, laða að sér gesti og eru til skjóls og yndisauka. Alls eru 4,5 milljónir heimsókna í íslenska skóga á ári hverju. Í Heiðmörk koma um 500 þúsund gestir árlega til að njóta náttúrufegurðar hinna fjölbreyttu sígrænu skóga og sumargrænu birkiskóga. Skóga sem hafa orðið til vegna friðunaraðgerða og ræktunarstarfs harðfylgins skógræktarfólks. Meðal þess sem einkum virðist ergja embættismanninn er að veitt skuli ríkisfé til skógræktar. Í því sambandi er rétt að benda á að árið 2007 var Skógrækt ríkisins flutt til umhverfisráðuneytisins, sama ráðuneytis og Vatnajökulsþjóðgarður og Náttúrufræðistofnun Íslands heyra undir. Það eru engin ný tíðindi að stofnanir innan ráðuneyta keppi um fjárframlög, því eins dauði er annars brauð. Því er hún auðskilin aðförin að náttúru- og umhverfisverndarfólki sem vinnur að skógræktarmálum og þarf að lúta valdi og njóta velvilja sama ráðherra. Nú er aðeins 1% af flatarmáli Íslands vaxið skógi en var um 30% við landnám og hefur ekkert evrópskt land orðið jafn illa úti í eyddum vistkerfum skóga, gróðurlenda og jarðvegs. Þetta eru verstu hamfarir af mannavöldum í Íslandssögunni og umhverfisslys á heimsmælikvarða. Það vekur enda furðu erlendra gesta að heyra af þessum fjandskap nokkurra embættismanna ríkisins út í einlægan og einbeittan vilja þjóðarinnar til að auka við skóglendi landsins að nýju. Sennilega átta þeir sig ekki á að baki þessu liggur samkeppni um fjármuni meðal stofnana Umhverfisráðuneytisins og von um að málflutningurinn sé ráðherra þóknanlegur. Undir lok greinar sinnar hvetur Snorri skógræktarfólk til „að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn“. Þessi ósk hans er kyndug í ljósi þess að skógræktarfólk hefur unnið náið með stjórnvöldum í 100 ár að þessum verkefnum. En ef yfirvöld til húsa í Umhverfisráðuneytinu ætla að skaða skógræktarstarfið til frambúðar, með eins markvissum hætti og kemur fram í máli þjóðgarðsvarðarins og fyrrverandi forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, þá er friðurinn úti. Skýrasta birtingarmynd þess ásetnings sést best í áðurnefndum frumvarpsdögunum um breytingu á náttúruverndarlögum sem nýlega hafa verið kynnt. Það væri ekkert annað en umhverfisslys verði þessi frumvarpsdrög að lögum. Þá mun skógræktarfólk og annað ræktunarfólk snúast til varnar fyrir landið.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun