Nauðgun og tíu líkamsárásir ekki til marks um vel heppnaða hátíð Ingvar Haraldsson skrifar 29. júlí 2014 17:09 Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir kynferðisbrot í ár. Vísir/Óskar P. Friðriksson Kynferðisbrot og annað ofbeldi hefur verið árviss fylgifiskur hátíðarhalds um verslunarmannahelgina. Sextán kynferðisafbrot voru tilkynnt eða kærð til lögreglu um verslunarmannahelgina í fyrra. Hátíðin Eistnaflug var haldin í tíunda sinn í sumar en engin nauðgun eða alvarleg líkamsárás hefur verið kærð í sögu hátíðarinnar. Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, segir að alla tíð hafi verið lögð áhersla á að ofbeldi verði ekki liðið. „Ég hef komið upp á svið á hverju einasta kvöldi og beðið fólk að passa vel upp á sig og sína og haga sér ekki eins og hálfvitar,“ segir Stefán. Hann segir að oft megi gera meira til að auka öryggi. „Þetta skánar ekki þegar þjóðhátíðarnefnd fagnar því hve vel hátíðin hafi gengið þegar það er kannski búið að kæra eina nauðgun og tíu líkamsárásir.“ Stefán hefur áður sagt að verði nauðgun eða alvarleg líkamsárás framin á hátíðinni þá verði hátíðin ekki haldin að ári. Nú gengur áskorun á samfélagsmiðlum þar sem skorað er á skipuleggjendur annarra hátíða að gera slíkt hið sama.Stefán MagnússonÍ Vestmannaeyjum voru tvö kynferðisafbrot kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í fyrra. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir það ekki hafa komið til tals að hátíðin verði ekki haldin að ári verði gesti Þjóðhátíðar nauðgað. Birgir segir þó: „Þetta er bara ofbeldi sem við viljum ekki sjá á eyjunni eða annars staðar. Það verður allt gert til þess að reyna að stoppa þetta.“ Birgir bætir við að gæslan verði efld í ár. „Myndavélum í dalnum verður fjölgað ásamt því að við munum bæta við gæsluna á álagstímum.“ Þar að auki segir Birgir: „Við verðum með mjög öflugt teymi í þessu, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar.“Jóhann Bæring GunnarssonJóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans á Ísafirði, segir: „Við munum íhuga það alvarlega hvort við munum halda svona hátíð aftur verði einhverjum nauðgað.“ Jóhann bætir við að hátíðin hafi blessunarlega verið laus við nauðganir hingað til. Halldór Óli Kjartansson, einn af skipuleggjendum Einnar með öllu á Akureyri, segir ljóst að breyta þyrfti einhverju við skipulagningu hátíðarinnar væri nauðgun framin í tengslum við Eina með öllu. „Við myndum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.“ Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Kynferðisbrot og annað ofbeldi hefur verið árviss fylgifiskur hátíðarhalds um verslunarmannahelgina. Sextán kynferðisafbrot voru tilkynnt eða kærð til lögreglu um verslunarmannahelgina í fyrra. Hátíðin Eistnaflug var haldin í tíunda sinn í sumar en engin nauðgun eða alvarleg líkamsárás hefur verið kærð í sögu hátíðarinnar. Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, segir að alla tíð hafi verið lögð áhersla á að ofbeldi verði ekki liðið. „Ég hef komið upp á svið á hverju einasta kvöldi og beðið fólk að passa vel upp á sig og sína og haga sér ekki eins og hálfvitar,“ segir Stefán. Hann segir að oft megi gera meira til að auka öryggi. „Þetta skánar ekki þegar þjóðhátíðarnefnd fagnar því hve vel hátíðin hafi gengið þegar það er kannski búið að kæra eina nauðgun og tíu líkamsárásir.“ Stefán hefur áður sagt að verði nauðgun eða alvarleg líkamsárás framin á hátíðinni þá verði hátíðin ekki haldin að ári. Nú gengur áskorun á samfélagsmiðlum þar sem skorað er á skipuleggjendur annarra hátíða að gera slíkt hið sama.Stefán MagnússonÍ Vestmannaeyjum voru tvö kynferðisafbrot kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í fyrra. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir það ekki hafa komið til tals að hátíðin verði ekki haldin að ári verði gesti Þjóðhátíðar nauðgað. Birgir segir þó: „Þetta er bara ofbeldi sem við viljum ekki sjá á eyjunni eða annars staðar. Það verður allt gert til þess að reyna að stoppa þetta.“ Birgir bætir við að gæslan verði efld í ár. „Myndavélum í dalnum verður fjölgað ásamt því að við munum bæta við gæsluna á álagstímum.“ Þar að auki segir Birgir: „Við verðum með mjög öflugt teymi í þessu, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar.“Jóhann Bæring GunnarssonJóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans á Ísafirði, segir: „Við munum íhuga það alvarlega hvort við munum halda svona hátíð aftur verði einhverjum nauðgað.“ Jóhann bætir við að hátíðin hafi blessunarlega verið laus við nauðganir hingað til. Halldór Óli Kjartansson, einn af skipuleggjendum Einnar með öllu á Akureyri, segir ljóst að breyta þyrfti einhverju við skipulagningu hátíðarinnar væri nauðgun framin í tengslum við Eina með öllu. „Við myndum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.“
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira