Innlent

Nauðsynlegt að efla þekkingu í líftækni

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Nauðsynlegt er að auka þekkingu á síðari stigum nýsköpunar, annars er hætta á að missa áratuga þekkingu úr landi. Þetta segir formaður samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja.

SÍL efndi til málstofu á Grand hótel í gær þar sem á annan tug líftæknifyrirtækja kynntu störf sín og rannsóknir. Líftæknigeirinn er ört vaxandi atvinnugrein sem krefst hás menntunarstigs og felur í sér hátt hlutfall afleidda starfa. Samhliða þessu er möguleikar á verðmætasköpun miklir.

Ágústa Guðmundsdóttir, formaður SÍL, segir mikla grósku vera í íslenskri líftækni. Það sé hins vegar nauðsynlegt að efla þekkingu á síðari stigum nýsköpunar, þá sérstaklega þegar markaðssetning er annars vegar. Annars sé hætta á að fyrirtækin haldi erlendis eftir að hafa slitið barnsskónum á Íslandi.

"Ef að fyrirtæki þurfa að fara í auknu mæli út fyrir landsteinanna þá er alltaf sá möguleiki að þau verði þar eftir. Það er hætta á að missa þessa þekkingu Það væri í rauninni hálf sorglegt ef við missum þau á síðari stigum þegar þau eru við það að fara að mynda mikinn arð."

Skortur er á rannsóknarfé og styrkjum hér á landi. Ágústa ítrekar að aðkoma lífeyrissjóðanna að nýsköpun ætti að vera mun meiri. 

"Þessi fyrirtæki munu taka stökkið, það er bara spurning hvort að þau geri það héðan eða erlendis frá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×