Nefnd um afnám verðtryggingar klofin í afstöðu sinni Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2014 21:01 Nefnd á vegum forsætisráðherra leggur til að verðtrygging verði afnumin á næstu tveimur árum. Í fyrsta áfanga verði bannað að veita verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára. Vilhjálmur Birgisson skilaði séráliti og telur að ekki sé verið að standa við gefin fyrirheit stjórnvalda um fullt afnám verðtryggingarinnar. Þegar tillögur um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna voru kynntar í nóvember boðuðu formenn stjórnarflokkanna til mikillar kynningar í Hörpu. En nú þegar tillögur um afnám verðtryggingar liggja fyrir voru ráðherrarnir hvergi sjáanlegir og veittu ekki viðtöl. Í 10 punkta þingsályktunartillögu forsætisráðherra á sumarþingi segir að "Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013. " Hópurinn skilaði af sér í dag en telur ekki skynsamlegt að afnema verðtrygginguna með öllu í einu skrefi. „Við erum að leggja til afnám í tveimur áföngum. Í fyrsta áfanganum erum við með mjög róttækar tillögur sem allar taka gildi 1. janúar 2015. Og í öðrum áfanganum sem á að fara fram árið 2016 fer fram ákveðið endurmat, sem þarf að fara fram, og þá er teiknuð upp endanleg áætlun um fullt afnám,“ segir ingibjörg Ingvadóttir formaður nefndarinnar. Í millitíðinni þurfi m.a. að endurskipkuleggja Íbúðalánasjóðs og lánakerfi hans. Í fyrsta áfanganum um næstu áramót yrði ráðist gegn verðtryggðum jafngreiðslulánum til fjörtíu ára og hámarks lánstími slíkra lána verði til 25 ára. „Þau hafa verið talin versta birtingarmyndin á verðtryggingunni. Þannig að við leggjum til að þau fari út og svo leggjum við til að lágmarks tíminn í neðri endanum á verðtryggingunni sem er núna fimm ár verði tekinn upp í tíu ár og þannig erum við að ná utan um flest venjuleg neyslulán,“ segir Ingibjörg. Greiðslubyrði lána mun ekki lækka við þetta og því þurfi að grípa til mótvægisaðgerða, en á móti hækki höfuðstóll lánanna ekki eins og í 40 ára lánunum. „Þetta eru ekki mjög kostnaðarsamar aðgerðir fyrir ríkissjóð sem við leggjum til. Þannig að við teljum þetta vel gerlegt,“ segir Ingibjörg. Þá verði settar takmarkanir á veðsettningu íbúðarhúsnæðis með verðtryggðum lánum og hvatar settir í kerfið til töku óverðtryggðra lána. Árið 2016 verði reynslan metin og áætlun gerði um fullt afnám verðtryggingar. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sem sæti átti í nefndinni skilar séráliti og er ekki sáttur. „Það er einfaldlega vegna þess að það er ekki verið að fara eftir skipunarbréfi forsætisráðherra og því sem verið hefur lofað um að afnema hér verðtryggingu. Það er einfaldlega vegna þess,“ segir Vilhjálmur. Þannig að þú hefðir viljað afnema strax verðtrygginguna með öllu? „Já, það liggur alveg fyrir að ég fer eftir skipunarbréfinu og ég legg til í mínu séráliti að verðtrygging á neytendalán verði afnumin frá og með 1. júní 2014,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira
Nefnd á vegum forsætisráðherra leggur til að verðtrygging verði afnumin á næstu tveimur árum. Í fyrsta áfanga verði bannað að veita verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára. Vilhjálmur Birgisson skilaði séráliti og telur að ekki sé verið að standa við gefin fyrirheit stjórnvalda um fullt afnám verðtryggingarinnar. Þegar tillögur um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna voru kynntar í nóvember boðuðu formenn stjórnarflokkanna til mikillar kynningar í Hörpu. En nú þegar tillögur um afnám verðtryggingar liggja fyrir voru ráðherrarnir hvergi sjáanlegir og veittu ekki viðtöl. Í 10 punkta þingsályktunartillögu forsætisráðherra á sumarþingi segir að "Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013. " Hópurinn skilaði af sér í dag en telur ekki skynsamlegt að afnema verðtrygginguna með öllu í einu skrefi. „Við erum að leggja til afnám í tveimur áföngum. Í fyrsta áfanganum erum við með mjög róttækar tillögur sem allar taka gildi 1. janúar 2015. Og í öðrum áfanganum sem á að fara fram árið 2016 fer fram ákveðið endurmat, sem þarf að fara fram, og þá er teiknuð upp endanleg áætlun um fullt afnám,“ segir ingibjörg Ingvadóttir formaður nefndarinnar. Í millitíðinni þurfi m.a. að endurskipkuleggja Íbúðalánasjóðs og lánakerfi hans. Í fyrsta áfanganum um næstu áramót yrði ráðist gegn verðtryggðum jafngreiðslulánum til fjörtíu ára og hámarks lánstími slíkra lána verði til 25 ára. „Þau hafa verið talin versta birtingarmyndin á verðtryggingunni. Þannig að við leggjum til að þau fari út og svo leggjum við til að lágmarks tíminn í neðri endanum á verðtryggingunni sem er núna fimm ár verði tekinn upp í tíu ár og þannig erum við að ná utan um flest venjuleg neyslulán,“ segir Ingibjörg. Greiðslubyrði lána mun ekki lækka við þetta og því þurfi að grípa til mótvægisaðgerða, en á móti hækki höfuðstóll lánanna ekki eins og í 40 ára lánunum. „Þetta eru ekki mjög kostnaðarsamar aðgerðir fyrir ríkissjóð sem við leggjum til. Þannig að við teljum þetta vel gerlegt,“ segir Ingibjörg. Þá verði settar takmarkanir á veðsettningu íbúðarhúsnæðis með verðtryggðum lánum og hvatar settir í kerfið til töku óverðtryggðra lána. Árið 2016 verði reynslan metin og áætlun gerði um fullt afnám verðtryggingar. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sem sæti átti í nefndinni skilar séráliti og er ekki sáttur. „Það er einfaldlega vegna þess að það er ekki verið að fara eftir skipunarbréfi forsætisráðherra og því sem verið hefur lofað um að afnema hér verðtryggingu. Það er einfaldlega vegna þess,“ segir Vilhjálmur. Þannig að þú hefðir viljað afnema strax verðtrygginguna með öllu? „Já, það liggur alveg fyrir að ég fer eftir skipunarbréfinu og ég legg til í mínu séráliti að verðtrygging á neytendalán verði afnumin frá og með 1. júní 2014,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira