Nefndin vill ekki áfengisfrumvarpið þó að meirihluti gæti verið í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 20:46 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarpið ekki vera á leið fyrir þingið. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki afgreiða áfengisfrumvarpið úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þrátt fyrir að líkur séu á að meirihluti sé fyrir málinu á alþingi. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en að þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti frumvarpinu. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Um er að ræða frumvarp sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Með frumvarpinu er áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum. Bjarkey segir ekki meirihluta fyrir frumvarpinu í nefndinni og að málið stoppi því þar, óháð því hvað myndi hugsanlega gerast færi málið til almennrar atkvæðagreiðslu á þingfundi. En væri ekki lýðræðislegast að þingið tæki afstöðu til málsins? „Er það ekki brot á lýðræðinu ef þú þarft að fá inn fólk annað en þá sem þar eru aðalmenn til þess að afgreiða mál út af því að samvisku sinnar vegna getur fólk ekki stutt það?“ spyr hún á móti og ítrekar að þingnefndin sé á móti frumvarpinu. Bjarkey segir að staðan sé ekki sérstök og nefnir að málið hafi oft komið fyrir þingið án þess að hljóta náð fyrir nefndum. „Ég tel að þetta sé ekki önnur klemma en verið hefur,“ segir hún. Umræðu um málið var lokið þar til að Vilhjálmur kom fyrir nefndina í gærmorgun með drög að breytingum á frumvarpinu. Þessar breytingar verða ræddar að sögn Bjarkeyjar sem útilokar ekki að frumvarpið fari í gegnum nefndina í breyttri mynd. „Það er allt mögulegt í þessu í sjálfu sér en ég allavega greiði því ekki atkvæði og það kæmi mér verulega á óvart ef aðalfulltrúar meirihlutans að öðru leiti en sjálfstæðismanna greiddu þessu frumvarpi atkvæði sitt út,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki afgreiða áfengisfrumvarpið úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þrátt fyrir að líkur séu á að meirihluti sé fyrir málinu á alþingi. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en að þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti frumvarpinu. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Um er að ræða frumvarp sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Með frumvarpinu er áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum. Bjarkey segir ekki meirihluta fyrir frumvarpinu í nefndinni og að málið stoppi því þar, óháð því hvað myndi hugsanlega gerast færi málið til almennrar atkvæðagreiðslu á þingfundi. En væri ekki lýðræðislegast að þingið tæki afstöðu til málsins? „Er það ekki brot á lýðræðinu ef þú þarft að fá inn fólk annað en þá sem þar eru aðalmenn til þess að afgreiða mál út af því að samvisku sinnar vegna getur fólk ekki stutt það?“ spyr hún á móti og ítrekar að þingnefndin sé á móti frumvarpinu. Bjarkey segir að staðan sé ekki sérstök og nefnir að málið hafi oft komið fyrir þingið án þess að hljóta náð fyrir nefndum. „Ég tel að þetta sé ekki önnur klemma en verið hefur,“ segir hún. Umræðu um málið var lokið þar til að Vilhjálmur kom fyrir nefndina í gærmorgun með drög að breytingum á frumvarpinu. Þessar breytingar verða ræddar að sögn Bjarkeyjar sem útilokar ekki að frumvarpið fari í gegnum nefndina í breyttri mynd. „Það er allt mögulegt í þessu í sjálfu sér en ég allavega greiði því ekki atkvæði og það kæmi mér verulega á óvart ef aðalfulltrúar meirihlutans að öðru leiti en sjálfstæðismanna greiddu þessu frumvarpi atkvæði sitt út,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira