Nei eða já: Hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Björk Þórarinsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess. Mikil þörf er á að breyta og bæta bæði greiningar og meðferðarúrræði fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og er það ADHD-samtökunum mikið fagnaðarefni að slíkt verði að veruleika með tilkomu sérfræðiteymis. Bæði sálfræðingar og geðlæknar geta greint ADHD, en í dag er staðan þannig að þriggja til sex mánaða bið er eftir fyrsta tíma hjá geðlækni. Þess ber að geta að kostnaður við greiningu og þjónustu geðlækna er niðurgreiddur af ríkinu en kostnað sem hlýst af sálfræðiþjónustu þurfa einstaklingar að bera sjálfir. Kostnaður við ADHD-greiningu hjá sálfræðingi hleypur á 50-80 þúsundum króna. En niðurgreidd úrræði á vegum hins opinbera til handa fullorðnum einstaklingum með ADHD, eins og mælt er með í klínískum leiðbeiningum landlæknis, eru nær engin nema lyf. Ef erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir eru yfirfærðar á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að 4,5% fullorðinna einstaklinga séu með ADHD en það gera um 10.000 manns á Íslandi. Í dag eru hinsvegar um 2.100 fullorðnir einstaklingar á Íslandi að fá methylphenidatlyf sem notuð eru til meðferðar á ADHD. Þessir einstaklingar lifa í mikilli óvissu um hvað gerist um áramótin því svör hins opinbera orka tvímælis. Velferðarráðherra, formaður velferðarnefndar og starfsmenn velferðarráðuneytisins segja að þeir sem þurfi sannanlega á methylphenidatlyfjum að halda skuli enn þá fá þau niðurgreidd. Hins vegar stendur enn þá í fjárlagafrumvarpinu að hætta skuli niðurgreiðslu á methylphenidatlyfjum til fullorðinna um áramótin og spara með því 220 milljónir á árinu 2013 sem eru tveir þriðju þeirra útgjalda sem fara í niðurgreiðslu á þessum lyfjum árlega til fullorðinna. Spurningin sem allir fullorðnir einstaklingar með ADHD spyrja sig þess vegna er þessi: Er ég í flokki hinna 700 heppnu sem fá lyfin niðurgreidd? Og hvernig ætlar ríkið að ná að skera úr því á næstu tveimur mánuðum hverjir þeir verða sem ekki fá lyfin sín niðurgreidd um næstu áramót? Á að endurgreina fólk? Faglega unnin ADHD-greining í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknis tekur að lágmarki 8 til 10 klukkustundir fyrir hvern einstakling. Já, hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Hinu skrifaða orði eða hinu mælta. Nú fara kosningar fram á næsta ári og ef það verða breytingar á stjórnarskipan þá er ekkert sem segir að þeir aðilar sem taka við hefji hið mælta orð hærra en það sem stendur skrifað í fjárlögum. Við hjá ADHD-samtökunum förum því fram á skrifleg svör frá fjárlaganefnd um hvort þessi setning sem segir að fullorðnir einstaklingar með ADHD fái ekki niðurgreidd methylphenidatlyf á næsta ári verði tekin út úr fjárlagafrumvarpinu eða henni breytt. Ef því verður hins vegar haldið til streitu að spara skuli 220 milljónir og sumir eða bara um þriðjungur þeirra einstaklinga sem eru að fá lyf í dag fái þau niðurgreidd, þá krefjast ADHD-samtökin, fyrir hönd sinna félagsmanna, útskýringa á því hvernig staðið verður að vali þessa 700 manna hóps sem kemur til með að fá lyfin áfram niðurgreidd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess. Mikil þörf er á að breyta og bæta bæði greiningar og meðferðarúrræði fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og er það ADHD-samtökunum mikið fagnaðarefni að slíkt verði að veruleika með tilkomu sérfræðiteymis. Bæði sálfræðingar og geðlæknar geta greint ADHD, en í dag er staðan þannig að þriggja til sex mánaða bið er eftir fyrsta tíma hjá geðlækni. Þess ber að geta að kostnaður við greiningu og þjónustu geðlækna er niðurgreiddur af ríkinu en kostnað sem hlýst af sálfræðiþjónustu þurfa einstaklingar að bera sjálfir. Kostnaður við ADHD-greiningu hjá sálfræðingi hleypur á 50-80 þúsundum króna. En niðurgreidd úrræði á vegum hins opinbera til handa fullorðnum einstaklingum með ADHD, eins og mælt er með í klínískum leiðbeiningum landlæknis, eru nær engin nema lyf. Ef erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir eru yfirfærðar á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að 4,5% fullorðinna einstaklinga séu með ADHD en það gera um 10.000 manns á Íslandi. Í dag eru hinsvegar um 2.100 fullorðnir einstaklingar á Íslandi að fá methylphenidatlyf sem notuð eru til meðferðar á ADHD. Þessir einstaklingar lifa í mikilli óvissu um hvað gerist um áramótin því svör hins opinbera orka tvímælis. Velferðarráðherra, formaður velferðarnefndar og starfsmenn velferðarráðuneytisins segja að þeir sem þurfi sannanlega á methylphenidatlyfjum að halda skuli enn þá fá þau niðurgreidd. Hins vegar stendur enn þá í fjárlagafrumvarpinu að hætta skuli niðurgreiðslu á methylphenidatlyfjum til fullorðinna um áramótin og spara með því 220 milljónir á árinu 2013 sem eru tveir þriðju þeirra útgjalda sem fara í niðurgreiðslu á þessum lyfjum árlega til fullorðinna. Spurningin sem allir fullorðnir einstaklingar með ADHD spyrja sig þess vegna er þessi: Er ég í flokki hinna 700 heppnu sem fá lyfin niðurgreidd? Og hvernig ætlar ríkið að ná að skera úr því á næstu tveimur mánuðum hverjir þeir verða sem ekki fá lyfin sín niðurgreidd um næstu áramót? Á að endurgreina fólk? Faglega unnin ADHD-greining í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknis tekur að lágmarki 8 til 10 klukkustundir fyrir hvern einstakling. Já, hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Hinu skrifaða orði eða hinu mælta. Nú fara kosningar fram á næsta ári og ef það verða breytingar á stjórnarskipan þá er ekkert sem segir að þeir aðilar sem taka við hefji hið mælta orð hærra en það sem stendur skrifað í fjárlögum. Við hjá ADHD-samtökunum förum því fram á skrifleg svör frá fjárlaganefnd um hvort þessi setning sem segir að fullorðnir einstaklingar með ADHD fái ekki niðurgreidd methylphenidatlyf á næsta ári verði tekin út úr fjárlagafrumvarpinu eða henni breytt. Ef því verður hins vegar haldið til streitu að spara skuli 220 milljónir og sumir eða bara um þriðjungur þeirra einstaklinga sem eru að fá lyf í dag fái þau niðurgreidd, þá krefjast ADHD-samtökin, fyrir hönd sinna félagsmanna, útskýringa á því hvernig staðið verður að vali þessa 700 manna hóps sem kemur til með að fá lyfin áfram niðurgreidd.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun