Nei við þjóðkirkjuákvæði? Hjalti Hugason skrifar 18. september 2012 06:00 Nýlega hafa birst hér í Fréttablaðinu tveir pistlar sem hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. nk. Báðir eru allrar athygli verðir. Þó verður að gera veigamiklar athugasemdir við röksemdafærslu beggja. Í greininni ?Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?? (15. sept.) staðhæfir Þorkell Helgason, sem sat í stjórnlagaráði, að með því að krossa við JÁ séu kjósendur ?væntanlega að greiða því atkvæði að ákvæði um þjóðkirkjuna verði óbreytt frá því sem er í gildandi stjórnarskrá?? Þetta fær ekki staðist. Upphaflega var ráðgert að þjóðkirkjuspurningin lyti einmitt að óbreyttu þjóðkirkjuákvæði. Síðar var fallið frá því og nú er aðeins spurt: ?Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?? Þessi breyting sýnir að Þorkell oftúlkar merkingu jákvæðra svara. Þessi breyting varð svo einmitt til þess að ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i. Ég tel að enn um hríð séu gildar forsendur fyrir að þjóðkirkja sé nefnd í stjórnarskránni en tel að það eigi ekki að gera með 19. aldar hætti eins og nú er heldur í anda 21. aldarinnar. Það verður best gert með að tryggja öllum skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sambærilega stöðu í stjórnarskránni og kveða í framhaldi af því á um takmarkaða sérstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart hinu opinbera meðan hún nýtur sérstöðu meðal þjóðarinnar eins og vissulega er enn raunin. Viku áður (7. sept.) birtist brot úr bloggfærslu Friðriks Þórs Guðmundssonar ?Nei við þjóðkirkjuákvæði?. Sé færslan lesin í heild er hún málefnalegt innlegg í umræðu um trúmálarétt á 21. öld sem vel er hægt að taka undir í meginatriðum þótt atkvæði yrði greitt með já-i. Kaflanum sem birtur var í Fréttablaðinu lýkur hins vegar svo: ?Það er ekki hlutverk ríkisins að lýsa því yfir að eitt trúfélag, ein trúarskoðun, sé betri og réttari en önnur?. Væri þetta merking núgildandi 62. gr. stjskr. mundi ég greiða atkvæði með nei-i eins og Þorkell og Friðrik. En nú er þetta sannarlega ekki rétt túlkun sé greinin skoðuð í lögfræðilegu og sögulegu ljósi. Í 62. gr. felast bæði réttindi og skyldur þjóðkirkjunni til handa. Greinin kveður á um að evangelíska lúterska kirkjan skuli njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins ?að því leyti? sem hún er þjóðkirkja. Það var hún svo sannarlega 1874. Fram til þess tíma hafði þjóðinni borið skylda til að vera lútersk. Með stjórnarskránni var hins vegar innleitt trúfrelsi. Allur þorri þjóðarinnar var þó áfram lúterskur í einhverri merkingu og tilheyrði kirkjunni. Því var hún þjóðkirkja, kirkja þjóðarinnar. Í ákvæðinu fólst aftur á móti ekki að ríkisvaldið skyldi styðja og vernda þessa kirkju vegna þess að hún boðaði réttari trú en aðrar kirkjur. Ríkisvaldið hafði vissulega litið svo á fyrir daga trúfrelsisins en ekki eftir að því var komið á. Umrædd grein skyldar þjóðkirkjuna svo til að vera áfram lútersk kirkja og þannig til þess hæf að mynda ramma um trúarlíf mikils meirihluta þjóðar sem býr að 500 ára gamalli lúterskri hefð. Því er þjóðkirkjuákvæði réttlætanlegt svo lengi sem meirihluti þjóðarinnar kýs sér slíkan ramma – hvert og eitt okkar á sínum forendum. Í þjóðkirkjuákvæðinu felst því enginn gildisdómur af hendi ríkisvaldsins um að lútersk kristni sé réttari eða betri en önnur trú. Þrátt fyrir ákvæðið er ríkisvaldið trúarlega hlutlaust eins og kemur fram í 63.–65. gr. stjskr. Það er m.a. þess vegna sem ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i þann 20. okt. Það hvet ég líka aðra til að gera. Ekki til að kjósa óbreytt ástand heldur til að þróa íslenskan trú- og lífsskoðunarrétt áfram inn í 21. öldina en á þeim grundvelli sem byggt hefur verið á frá 1874. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nýlega hafa birst hér í Fréttablaðinu tveir pistlar sem hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. nk. Báðir eru allrar athygli verðir. Þó verður að gera veigamiklar athugasemdir við röksemdafærslu beggja. Í greininni ?Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?? (15. sept.) staðhæfir Þorkell Helgason, sem sat í stjórnlagaráði, að með því að krossa við JÁ séu kjósendur ?væntanlega að greiða því atkvæði að ákvæði um þjóðkirkjuna verði óbreytt frá því sem er í gildandi stjórnarskrá?? Þetta fær ekki staðist. Upphaflega var ráðgert að þjóðkirkjuspurningin lyti einmitt að óbreyttu þjóðkirkjuákvæði. Síðar var fallið frá því og nú er aðeins spurt: ?Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?? Þessi breyting sýnir að Þorkell oftúlkar merkingu jákvæðra svara. Þessi breyting varð svo einmitt til þess að ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i. Ég tel að enn um hríð séu gildar forsendur fyrir að þjóðkirkja sé nefnd í stjórnarskránni en tel að það eigi ekki að gera með 19. aldar hætti eins og nú er heldur í anda 21. aldarinnar. Það verður best gert með að tryggja öllum skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sambærilega stöðu í stjórnarskránni og kveða í framhaldi af því á um takmarkaða sérstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart hinu opinbera meðan hún nýtur sérstöðu meðal þjóðarinnar eins og vissulega er enn raunin. Viku áður (7. sept.) birtist brot úr bloggfærslu Friðriks Þórs Guðmundssonar ?Nei við þjóðkirkjuákvæði?. Sé færslan lesin í heild er hún málefnalegt innlegg í umræðu um trúmálarétt á 21. öld sem vel er hægt að taka undir í meginatriðum þótt atkvæði yrði greitt með já-i. Kaflanum sem birtur var í Fréttablaðinu lýkur hins vegar svo: ?Það er ekki hlutverk ríkisins að lýsa því yfir að eitt trúfélag, ein trúarskoðun, sé betri og réttari en önnur?. Væri þetta merking núgildandi 62. gr. stjskr. mundi ég greiða atkvæði með nei-i eins og Þorkell og Friðrik. En nú er þetta sannarlega ekki rétt túlkun sé greinin skoðuð í lögfræðilegu og sögulegu ljósi. Í 62. gr. felast bæði réttindi og skyldur þjóðkirkjunni til handa. Greinin kveður á um að evangelíska lúterska kirkjan skuli njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins ?að því leyti? sem hún er þjóðkirkja. Það var hún svo sannarlega 1874. Fram til þess tíma hafði þjóðinni borið skylda til að vera lútersk. Með stjórnarskránni var hins vegar innleitt trúfrelsi. Allur þorri þjóðarinnar var þó áfram lúterskur í einhverri merkingu og tilheyrði kirkjunni. Því var hún þjóðkirkja, kirkja þjóðarinnar. Í ákvæðinu fólst aftur á móti ekki að ríkisvaldið skyldi styðja og vernda þessa kirkju vegna þess að hún boðaði réttari trú en aðrar kirkjur. Ríkisvaldið hafði vissulega litið svo á fyrir daga trúfrelsisins en ekki eftir að því var komið á. Umrædd grein skyldar þjóðkirkjuna svo til að vera áfram lútersk kirkja og þannig til þess hæf að mynda ramma um trúarlíf mikils meirihluta þjóðar sem býr að 500 ára gamalli lúterskri hefð. Því er þjóðkirkjuákvæði réttlætanlegt svo lengi sem meirihluti þjóðarinnar kýs sér slíkan ramma – hvert og eitt okkar á sínum forendum. Í þjóðkirkjuákvæðinu felst því enginn gildisdómur af hendi ríkisvaldsins um að lútersk kristni sé réttari eða betri en önnur trú. Þrátt fyrir ákvæðið er ríkisvaldið trúarlega hlutlaust eins og kemur fram í 63.–65. gr. stjskr. Það er m.a. þess vegna sem ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i þann 20. okt. Það hvet ég líka aðra til að gera. Ekki til að kjósa óbreytt ástand heldur til að þróa íslenskan trú- og lífsskoðunarrétt áfram inn í 21. öldina en á þeim grundvelli sem byggt hefur verið á frá 1874.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun