Nei við þjóðkirkjuákvæði? Hjalti Hugason skrifar 18. september 2012 06:00 Nýlega hafa birst hér í Fréttablaðinu tveir pistlar sem hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. nk. Báðir eru allrar athygli verðir. Þó verður að gera veigamiklar athugasemdir við röksemdafærslu beggja. Í greininni ?Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?? (15. sept.) staðhæfir Þorkell Helgason, sem sat í stjórnlagaráði, að með því að krossa við JÁ séu kjósendur ?væntanlega að greiða því atkvæði að ákvæði um þjóðkirkjuna verði óbreytt frá því sem er í gildandi stjórnarskrá?? Þetta fær ekki staðist. Upphaflega var ráðgert að þjóðkirkjuspurningin lyti einmitt að óbreyttu þjóðkirkjuákvæði. Síðar var fallið frá því og nú er aðeins spurt: ?Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?? Þessi breyting sýnir að Þorkell oftúlkar merkingu jákvæðra svara. Þessi breyting varð svo einmitt til þess að ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i. Ég tel að enn um hríð séu gildar forsendur fyrir að þjóðkirkja sé nefnd í stjórnarskránni en tel að það eigi ekki að gera með 19. aldar hætti eins og nú er heldur í anda 21. aldarinnar. Það verður best gert með að tryggja öllum skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sambærilega stöðu í stjórnarskránni og kveða í framhaldi af því á um takmarkaða sérstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart hinu opinbera meðan hún nýtur sérstöðu meðal þjóðarinnar eins og vissulega er enn raunin. Viku áður (7. sept.) birtist brot úr bloggfærslu Friðriks Þórs Guðmundssonar ?Nei við þjóðkirkjuákvæði?. Sé færslan lesin í heild er hún málefnalegt innlegg í umræðu um trúmálarétt á 21. öld sem vel er hægt að taka undir í meginatriðum þótt atkvæði yrði greitt með já-i. Kaflanum sem birtur var í Fréttablaðinu lýkur hins vegar svo: ?Það er ekki hlutverk ríkisins að lýsa því yfir að eitt trúfélag, ein trúarskoðun, sé betri og réttari en önnur?. Væri þetta merking núgildandi 62. gr. stjskr. mundi ég greiða atkvæði með nei-i eins og Þorkell og Friðrik. En nú er þetta sannarlega ekki rétt túlkun sé greinin skoðuð í lögfræðilegu og sögulegu ljósi. Í 62. gr. felast bæði réttindi og skyldur þjóðkirkjunni til handa. Greinin kveður á um að evangelíska lúterska kirkjan skuli njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins ?að því leyti? sem hún er þjóðkirkja. Það var hún svo sannarlega 1874. Fram til þess tíma hafði þjóðinni borið skylda til að vera lútersk. Með stjórnarskránni var hins vegar innleitt trúfrelsi. Allur þorri þjóðarinnar var þó áfram lúterskur í einhverri merkingu og tilheyrði kirkjunni. Því var hún þjóðkirkja, kirkja þjóðarinnar. Í ákvæðinu fólst aftur á móti ekki að ríkisvaldið skyldi styðja og vernda þessa kirkju vegna þess að hún boðaði réttari trú en aðrar kirkjur. Ríkisvaldið hafði vissulega litið svo á fyrir daga trúfrelsisins en ekki eftir að því var komið á. Umrædd grein skyldar þjóðkirkjuna svo til að vera áfram lútersk kirkja og þannig til þess hæf að mynda ramma um trúarlíf mikils meirihluta þjóðar sem býr að 500 ára gamalli lúterskri hefð. Því er þjóðkirkjuákvæði réttlætanlegt svo lengi sem meirihluti þjóðarinnar kýs sér slíkan ramma – hvert og eitt okkar á sínum forendum. Í þjóðkirkjuákvæðinu felst því enginn gildisdómur af hendi ríkisvaldsins um að lútersk kristni sé réttari eða betri en önnur trú. Þrátt fyrir ákvæðið er ríkisvaldið trúarlega hlutlaust eins og kemur fram í 63.–65. gr. stjskr. Það er m.a. þess vegna sem ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i þann 20. okt. Það hvet ég líka aðra til að gera. Ekki til að kjósa óbreytt ástand heldur til að þróa íslenskan trú- og lífsskoðunarrétt áfram inn í 21. öldina en á þeim grundvelli sem byggt hefur verið á frá 1874. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hafa birst hér í Fréttablaðinu tveir pistlar sem hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. nk. Báðir eru allrar athygli verðir. Þó verður að gera veigamiklar athugasemdir við röksemdafærslu beggja. Í greininni ?Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?? (15. sept.) staðhæfir Þorkell Helgason, sem sat í stjórnlagaráði, að með því að krossa við JÁ séu kjósendur ?væntanlega að greiða því atkvæði að ákvæði um þjóðkirkjuna verði óbreytt frá því sem er í gildandi stjórnarskrá?? Þetta fær ekki staðist. Upphaflega var ráðgert að þjóðkirkjuspurningin lyti einmitt að óbreyttu þjóðkirkjuákvæði. Síðar var fallið frá því og nú er aðeins spurt: ?Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?? Þessi breyting sýnir að Þorkell oftúlkar merkingu jákvæðra svara. Þessi breyting varð svo einmitt til þess að ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i. Ég tel að enn um hríð séu gildar forsendur fyrir að þjóðkirkja sé nefnd í stjórnarskránni en tel að það eigi ekki að gera með 19. aldar hætti eins og nú er heldur í anda 21. aldarinnar. Það verður best gert með að tryggja öllum skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sambærilega stöðu í stjórnarskránni og kveða í framhaldi af því á um takmarkaða sérstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart hinu opinbera meðan hún nýtur sérstöðu meðal þjóðarinnar eins og vissulega er enn raunin. Viku áður (7. sept.) birtist brot úr bloggfærslu Friðriks Þórs Guðmundssonar ?Nei við þjóðkirkjuákvæði?. Sé færslan lesin í heild er hún málefnalegt innlegg í umræðu um trúmálarétt á 21. öld sem vel er hægt að taka undir í meginatriðum þótt atkvæði yrði greitt með já-i. Kaflanum sem birtur var í Fréttablaðinu lýkur hins vegar svo: ?Það er ekki hlutverk ríkisins að lýsa því yfir að eitt trúfélag, ein trúarskoðun, sé betri og réttari en önnur?. Væri þetta merking núgildandi 62. gr. stjskr. mundi ég greiða atkvæði með nei-i eins og Þorkell og Friðrik. En nú er þetta sannarlega ekki rétt túlkun sé greinin skoðuð í lögfræðilegu og sögulegu ljósi. Í 62. gr. felast bæði réttindi og skyldur þjóðkirkjunni til handa. Greinin kveður á um að evangelíska lúterska kirkjan skuli njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins ?að því leyti? sem hún er þjóðkirkja. Það var hún svo sannarlega 1874. Fram til þess tíma hafði þjóðinni borið skylda til að vera lútersk. Með stjórnarskránni var hins vegar innleitt trúfrelsi. Allur þorri þjóðarinnar var þó áfram lúterskur í einhverri merkingu og tilheyrði kirkjunni. Því var hún þjóðkirkja, kirkja þjóðarinnar. Í ákvæðinu fólst aftur á móti ekki að ríkisvaldið skyldi styðja og vernda þessa kirkju vegna þess að hún boðaði réttari trú en aðrar kirkjur. Ríkisvaldið hafði vissulega litið svo á fyrir daga trúfrelsisins en ekki eftir að því var komið á. Umrædd grein skyldar þjóðkirkjuna svo til að vera áfram lútersk kirkja og þannig til þess hæf að mynda ramma um trúarlíf mikils meirihluta þjóðar sem býr að 500 ára gamalli lúterskri hefð. Því er þjóðkirkjuákvæði réttlætanlegt svo lengi sem meirihluti þjóðarinnar kýs sér slíkan ramma – hvert og eitt okkar á sínum forendum. Í þjóðkirkjuákvæðinu felst því enginn gildisdómur af hendi ríkisvaldsins um að lútersk kristni sé réttari eða betri en önnur trú. Þrátt fyrir ákvæðið er ríkisvaldið trúarlega hlutlaust eins og kemur fram í 63.–65. gr. stjskr. Það er m.a. þess vegna sem ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i þann 20. okt. Það hvet ég líka aðra til að gera. Ekki til að kjósa óbreytt ástand heldur til að þróa íslenskan trú- og lífsskoðunarrétt áfram inn í 21. öldina en á þeim grundvelli sem byggt hefur verið á frá 1874.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun