Erlent

Neituðu barni um vatn í fimm daga - lést úr ofþornun

Faðir og stjúpmóðir drengjanna.
Faðir og stjúpmóðir drengjanna.
Faðir tíu ára drengs, og stjúpmóðir hans í Dallas í Bandaríkjunum, hafa verið handtekin og ákærð fyrir að valda dauða hans, eftir að þau neituðu honum um vatn í fimm daga. Krufning hefur leitt í ljós að barnið lést úr ofþornun.

Málið er hið hræðilegasta en drengurinn var hjá föður sínum ásamt tvíburabróður sínum sem horfði upp á bróðir sinn veslast upp og að lokum deyja. Ástæðan fyrir því að hann fékk ekkert að drekka var sú að faðirinn vildi refsa honum fyrir óhlýðni.

Faðir og stjúpmóðir drengjanna gætu fengið 99 ára fangelsisdóm fyrir ódæðið.
Í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni segir amma drengjanna að tvíburabróðurnum líði hræðilega yfir málinu, hann kenni sér sjálfum um hvernig fór en hann þorði ekki að gefa bróðir sínum vatn af ótta við að honum yrði sjálfum refsað.

Samkvæmt ömmu drengjanna þá þurftu þeir að dvelja hjá föður sínum þar sem dómsúrskurður þess eðlis lá fyrir.

Verði faðirin og stjúpan fundin sek um að hafa orðið barninu að bana gætu þau verið dæmd í 99 ára fangelsi.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um málið hér, meðal annars sjónvarpsviðtal við ömmu drengjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×